Magnað að vera inni í klefa eftir Noregsleikinn Óskar Ófeigur Jónsson í Växjö skrifar 13. júlí 2013 12:30 Dagný (önnur frá vinstri) ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur (í miðju) og Hörpu Þorsteinsdóttur. Þóra Björg Helgadóttir er í baksýn. Mynd/ÓskarÓ Valskonan Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í jafnteflinu á móti Noregi í fyrsta leiknum á EM í Svíþjóð en þetta var fyrsti leikur hennar á stórmóti. Dagný var ánægð með hlutverkið og úrslitin en sá samt glitta í sigurinn. „Það mjög gaman að hafa fengið að vera í byrjunarliðinu í fyrsta leik ekki síst þar sem ég var ekki með á EM síðast. Þetta var því stór leikur fyrir mig. Ég held samt að við hefðum alveg getað unnið þennan leik frekar en að gera jafntefli. Mér fannst við eiga betri færi," segir Dagný Brynjarsdóttir. „Ég er búin að vera svona inn og út úr byrjunarliðinu í hinum leikjunum á árinu og ég hafði ekki hugmynd um það hvort ég fengi að byrja eða ekki. Ég bjóst samt við því að fá að spila hvort sem ég byrjaði eða fengi að koma inn á," segir Dagný um væntingar sínar til fyrsta leiksins.Dagný er afar góður skallamaður. Hér er hún í leik með Val gegn ÍBV síðastliðið sumar.Mynd/Valli„Þegar ég hef verið á bekknum þá hef ég reynt að nýta mín tækifæri þegar ég fæ að koma inn á. Ég ætlaði bara að sinna því hlutverki sem ég fengi vel og reyna að gera mitt besta," segir Dagný. „Ég get spilað fremst á miðju, kant og alveg eins frammi. Ég hef ekki verið í varnarlínunni en gæti alveg spilað þar líka. Hann er reyndar búinn að vera nota mig mjög sem djúpan miðjumann og ég veit svo sem ekki hvar ég fær að spila," sagði Dagný sem er ein af fjölhæfustu leikmönnum íslenska liðsins. „Mér fannst við sýna karakter í ná þessu jafntefli, það er mikil liðsheild í gangi og við vorum að berjast fyrir hverja aðra. Við vildum þetta allar og það sýndi sig svolítið í endann," segir Dagný. „Það var magnað að vera inn í klefa eftir leik. Það var mikil spenna þarna í endann en það var frábært að ná að skora mark á þær og ná þessu stigi," sagði Dagný. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta var fyrir fjórum árum en á þeim sem voru þar finnst mér að þær hafi verið ánægðar með að komast til Finnlands. Núna vilja þær ná einhverjum markmiðum og við ætlum okkur að reyna það," sagði Dagný. „Það er mjög gott að það sé mikil samkeppni hjá okkur um sæti í liðinu. Önnur lönd hafa úr mörgum stelpum að velja úr en við erum 23 hér og allar mjög góðar. Það var ekki að finna á leikmönnunum sem komu inn á móti Noregi að þær væru varamenn því þær hefði allt eins getað byrjað leikinn," segir Dagný. „Það fer örugglega samt eftir mótherjum hverjar fá að byrja. Ég reikna því með að það verði ekki alltaf sama byrjunarlið. Það er líka erfitt af því að það er spilað svo þétt. Ég ætla bara að nýta mín tækifæri hvar sem þau koma," sagði Dagný að lokum. Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Sjá meira
Valskonan Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í jafnteflinu á móti Noregi í fyrsta leiknum á EM í Svíþjóð en þetta var fyrsti leikur hennar á stórmóti. Dagný var ánægð með hlutverkið og úrslitin en sá samt glitta í sigurinn. „Það mjög gaman að hafa fengið að vera í byrjunarliðinu í fyrsta leik ekki síst þar sem ég var ekki með á EM síðast. Þetta var því stór leikur fyrir mig. Ég held samt að við hefðum alveg getað unnið þennan leik frekar en að gera jafntefli. Mér fannst við eiga betri færi," segir Dagný Brynjarsdóttir. „Ég er búin að vera svona inn og út úr byrjunarliðinu í hinum leikjunum á árinu og ég hafði ekki hugmynd um það hvort ég fengi að byrja eða ekki. Ég bjóst samt við því að fá að spila hvort sem ég byrjaði eða fengi að koma inn á," segir Dagný um væntingar sínar til fyrsta leiksins.Dagný er afar góður skallamaður. Hér er hún í leik með Val gegn ÍBV síðastliðið sumar.Mynd/Valli„Þegar ég hef verið á bekknum þá hef ég reynt að nýta mín tækifæri þegar ég fæ að koma inn á. Ég ætlaði bara að sinna því hlutverki sem ég fengi vel og reyna að gera mitt besta," segir Dagný. „Ég get spilað fremst á miðju, kant og alveg eins frammi. Ég hef ekki verið í varnarlínunni en gæti alveg spilað þar líka. Hann er reyndar búinn að vera nota mig mjög sem djúpan miðjumann og ég veit svo sem ekki hvar ég fær að spila," sagði Dagný sem er ein af fjölhæfustu leikmönnum íslenska liðsins. „Mér fannst við sýna karakter í ná þessu jafntefli, það er mikil liðsheild í gangi og við vorum að berjast fyrir hverja aðra. Við vildum þetta allar og það sýndi sig svolítið í endann," segir Dagný. „Það var magnað að vera inn í klefa eftir leik. Það var mikil spenna þarna í endann en það var frábært að ná að skora mark á þær og ná þessu stigi," sagði Dagný. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta var fyrir fjórum árum en á þeim sem voru þar finnst mér að þær hafi verið ánægðar með að komast til Finnlands. Núna vilja þær ná einhverjum markmiðum og við ætlum okkur að reyna það," sagði Dagný. „Það er mjög gott að það sé mikil samkeppni hjá okkur um sæti í liðinu. Önnur lönd hafa úr mörgum stelpum að velja úr en við erum 23 hér og allar mjög góðar. Það var ekki að finna á leikmönnunum sem komu inn á móti Noregi að þær væru varamenn því þær hefði allt eins getað byrjað leikinn," segir Dagný. „Það fer örugglega samt eftir mótherjum hverjar fá að byrja. Ég reikna því með að það verði ekki alltaf sama byrjunarlið. Það er líka erfitt af því að það er spilað svo þétt. Ég ætla bara að nýta mín tækifæri hvar sem þau koma," sagði Dagný að lokum.
Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn