Fótbolti

Íslenski hópurinn þekkir vel til á Konunglega horninu

Óskar Ófeigur Jónsson í Växjö skrifar
Fjórir úr starfsliði íslenska liðsins skelltu sér í hjólatúr
Fjórir úr starfsliði íslenska liðsins skelltu sér í hjólatúr Mynd/ÓskarÓ
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mun spila tvo síðustu leiki riðlakeppninnar í Vaxjö. Allan tímann gistir íslenski hópurinn á Konunglega horninu i Växjö eða Best Werstern Hotel Royal Corner eins og hótelið heitir fullu nafni.

Íslenski hópurinn þekkir vel til á þessu umrædda hóteli því íslenska liðið gisti einnig þar þegar spilaður var æfingaleikur við Svía í aprílmánuði.

Að sögn Klöru Bjartmarz, fararstjóri íslenska hópsins, þá nýttist það vel að hafa gist áður á hótelinu. Fyrir vikið gátu hún og félagar hennar í starfsliði íslenska liðsins séð til þess að stelpurnar fengju hentugustu herbergin.

Herbergi stelpnanna snúa nær öll inn í garð og þær losna því við umferðaróm og annað ónæði frá fjölförnum götum sem umkringja hótelið frá tveimur hliðum.

Starfsliðið þarf hinsvegar að sætta sig við að gista í þeim herbergjum sem snúa að þessum tveimur miklu umferðagötum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×