Innlent

Einna minnst verðbólga á EES-svæðinu

Verðbólga er minnst í Póllandi en mest í Lettlandi.
Verðbólga er minnst í Póllandi en mest í Lettlandi.

Verðbólga hérlendis síðasta árið mælist 1,3 prósent samkvæmt evrópsku neysluverðsvísitölunni, sem er samræmd verðbólgumæling EES-ríkjanna. Þetta er heldur minni verðbólga en á evrópska efnahagssvæðinu þar sem hún mælist 2,2 prósent og evrusvæðinu þar sem hún mælist 2,4%.

Þrjú ríki á evrópska efnahagssvæðinu eru með lægri verðbólgu en Ísland, það eru Svíþjóð og Finnland með 1,1 prósents verðbólgu og Pólland með 0.9 prósenta verðbólgu. Mest er verðbólgan í Lettlandi, 7,6%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×