Innlent

ABC barnahjálp safnar fyrir skóla

Dorrit Moussaieff, forsetafrú, tók á móti börnum og gaf fé í söfnunina "Börn hjálpa börnum" á Bessastöðum í dag.
Dorrit Moussaieff, forsetafrú, tók á móti börnum og gaf fé í söfnunina "Börn hjálpa börnum" á Bessastöðum í dag. MYND/Gunnar V. Andrésson
Það er ekki oft sem skrýmsli og furðuverur heimsækja Bessastaði en það gerðist í dag þegar Dorrit Moussaieff, forsetafrú, tók á móti börnum og gaf fé í söfnunina "Börn hjálpa börnum" sem hófst í dag og það var ekki annað að sjá en að Dorrit væri hin hressasta á Bessastöðum þegar hún tók á móti nemendum úr fimmta bekk Álftanesskóla. Nemendurnir, sem eru þátttakendur í söfnun ABC barnahjálpar til uppbyggingar skóla í Pakistan, voru klæddir grímubúningum enda öskudagurinn í dag og það því vel við hæfi. Dorrit tók vel á móti krökkunum og hafði vart undan við að gefa í baukana hjá þeim.

Þetta er í áttunda sinn sem ABC barnahjálp stendur fyrir söfnun sem þessari og vonast menn til að tíu til tólf milljónir króna safnist í henni. Allir fimmtubekkingar í grunnskólum landsins taka þátt í söfnuninni og munu ganga í hús næsta mánuðinn með söfnunarbauka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×