Laun og skuldir í sömu mynt Magnús Orri Schram skrifar 10. desember 2010 13:23 Stjórnmálamenn eiga jafnt að takast á við málefni líðandi stundar, sem og að marka stefnu til framtíðar. Sjaldan er meiri þörf á skýrri framtíðarsýn en einmitt þegar gengið er í gegnum erfiðleika. Langtímamarkmið okkar er að hér verði mögulegt að búa áfram og það er hlutverk stjórnmálamanna að skapa skilyrði og umhverfi til að svo megi verða. Stærsta álitaefnið í því sambandi er líklega það hvort almenningur á Íslandi fái sanngjörn laun fyrir sína vinnu eða viljum við áfram búa almenningi þann veruleika að tvær myntir séu í landinu - þ.e. launakrónan í launaumslaginu og verðtryggða krónan í gluggaumslaginu? Það var sveiflan á milli þessara tveggja mynta sem orsakaði eignatjón almennings haustið 2008. Ef við ráðumst ekki að rót þessa vanda, er ekkert því til fyrirstöðu að við bjóðum börnunum okkar uppá sama óréttlætið eftir 10-15 ár og við höfum nú upplifað. Stærstur hluti erfiðleika íslenskra fyrirtækja og heimila snýst ekki um hrun bankakerfisins heldur miklu fremur um sveiflur í gengi erlendra mynta, launakrónu og verðtryggðar krónu. Ríkið tók á sig mikið högg vegna hruns bankanna en tókst með neyðarlögunum að minnka það tjón og senda reikninginn að einhverju leyti til erlenda kröfuhafa. Tjón almennings er hins vegar miklu fremur tengt gengi krónunnar og því verðbólguskoti sem varð því samfara. Þannig hitti hrun launakrónunnar íslensk heimili miklu verr en bankahrunið. Íslendingar upplifa bæði banka- og myntkreppu, þegar önnur lönd glíma bara við bankakreppu. Sem dæmi hefur írskur almenningur ekki lent í stórkostlegu eignatjóni enda eru laun þeirra og skuldir í sömu myntinni. Stjórnmálamenn eiga að skapa skilyrði og umhverfi til að fólk vilji búa hér áfram. Sumir stjórnmálamenn hafa lagt á það áherslu að framtíð íslenskra neytenda, íslenskra skuldara og íslenskra launamanna sé best borgið í myntsamstarfi við vinaþjóðir í Evrópu. Aðrir stjórnmálamenn hafa ekki lagt fram neina framtíðarsýn í þessum efnum. Nú er komið að almenningi að standa með sjálfum sér og krefjast breytinga. Íslenskur almenningur á skilið að laun og skuldir séu í sömu myntinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn eiga jafnt að takast á við málefni líðandi stundar, sem og að marka stefnu til framtíðar. Sjaldan er meiri þörf á skýrri framtíðarsýn en einmitt þegar gengið er í gegnum erfiðleika. Langtímamarkmið okkar er að hér verði mögulegt að búa áfram og það er hlutverk stjórnmálamanna að skapa skilyrði og umhverfi til að svo megi verða. Stærsta álitaefnið í því sambandi er líklega það hvort almenningur á Íslandi fái sanngjörn laun fyrir sína vinnu eða viljum við áfram búa almenningi þann veruleika að tvær myntir séu í landinu - þ.e. launakrónan í launaumslaginu og verðtryggða krónan í gluggaumslaginu? Það var sveiflan á milli þessara tveggja mynta sem orsakaði eignatjón almennings haustið 2008. Ef við ráðumst ekki að rót þessa vanda, er ekkert því til fyrirstöðu að við bjóðum börnunum okkar uppá sama óréttlætið eftir 10-15 ár og við höfum nú upplifað. Stærstur hluti erfiðleika íslenskra fyrirtækja og heimila snýst ekki um hrun bankakerfisins heldur miklu fremur um sveiflur í gengi erlendra mynta, launakrónu og verðtryggðar krónu. Ríkið tók á sig mikið högg vegna hruns bankanna en tókst með neyðarlögunum að minnka það tjón og senda reikninginn að einhverju leyti til erlenda kröfuhafa. Tjón almennings er hins vegar miklu fremur tengt gengi krónunnar og því verðbólguskoti sem varð því samfara. Þannig hitti hrun launakrónunnar íslensk heimili miklu verr en bankahrunið. Íslendingar upplifa bæði banka- og myntkreppu, þegar önnur lönd glíma bara við bankakreppu. Sem dæmi hefur írskur almenningur ekki lent í stórkostlegu eignatjóni enda eru laun þeirra og skuldir í sömu myntinni. Stjórnmálamenn eiga að skapa skilyrði og umhverfi til að fólk vilji búa hér áfram. Sumir stjórnmálamenn hafa lagt á það áherslu að framtíð íslenskra neytenda, íslenskra skuldara og íslenskra launamanna sé best borgið í myntsamstarfi við vinaþjóðir í Evrópu. Aðrir stjórnmálamenn hafa ekki lagt fram neina framtíðarsýn í þessum efnum. Nú er komið að almenningi að standa með sjálfum sér og krefjast breytinga. Íslenskur almenningur á skilið að laun og skuldir séu í sömu myntinni.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar