Laun og skuldir í sömu mynt Magnús Orri Schram skrifar 10. desember 2010 13:23 Stjórnmálamenn eiga jafnt að takast á við málefni líðandi stundar, sem og að marka stefnu til framtíðar. Sjaldan er meiri þörf á skýrri framtíðarsýn en einmitt þegar gengið er í gegnum erfiðleika. Langtímamarkmið okkar er að hér verði mögulegt að búa áfram og það er hlutverk stjórnmálamanna að skapa skilyrði og umhverfi til að svo megi verða. Stærsta álitaefnið í því sambandi er líklega það hvort almenningur á Íslandi fái sanngjörn laun fyrir sína vinnu eða viljum við áfram búa almenningi þann veruleika að tvær myntir séu í landinu - þ.e. launakrónan í launaumslaginu og verðtryggða krónan í gluggaumslaginu? Það var sveiflan á milli þessara tveggja mynta sem orsakaði eignatjón almennings haustið 2008. Ef við ráðumst ekki að rót þessa vanda, er ekkert því til fyrirstöðu að við bjóðum börnunum okkar uppá sama óréttlætið eftir 10-15 ár og við höfum nú upplifað. Stærstur hluti erfiðleika íslenskra fyrirtækja og heimila snýst ekki um hrun bankakerfisins heldur miklu fremur um sveiflur í gengi erlendra mynta, launakrónu og verðtryggðar krónu. Ríkið tók á sig mikið högg vegna hruns bankanna en tókst með neyðarlögunum að minnka það tjón og senda reikninginn að einhverju leyti til erlenda kröfuhafa. Tjón almennings er hins vegar miklu fremur tengt gengi krónunnar og því verðbólguskoti sem varð því samfara. Þannig hitti hrun launakrónunnar íslensk heimili miklu verr en bankahrunið. Íslendingar upplifa bæði banka- og myntkreppu, þegar önnur lönd glíma bara við bankakreppu. Sem dæmi hefur írskur almenningur ekki lent í stórkostlegu eignatjóni enda eru laun þeirra og skuldir í sömu myntinni. Stjórnmálamenn eiga að skapa skilyrði og umhverfi til að fólk vilji búa hér áfram. Sumir stjórnmálamenn hafa lagt á það áherslu að framtíð íslenskra neytenda, íslenskra skuldara og íslenskra launamanna sé best borgið í myntsamstarfi við vinaþjóðir í Evrópu. Aðrir stjórnmálamenn hafa ekki lagt fram neina framtíðarsýn í þessum efnum. Nú er komið að almenningi að standa með sjálfum sér og krefjast breytinga. Íslenskur almenningur á skilið að laun og skuldir séu í sömu myntinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn eiga jafnt að takast á við málefni líðandi stundar, sem og að marka stefnu til framtíðar. Sjaldan er meiri þörf á skýrri framtíðarsýn en einmitt þegar gengið er í gegnum erfiðleika. Langtímamarkmið okkar er að hér verði mögulegt að búa áfram og það er hlutverk stjórnmálamanna að skapa skilyrði og umhverfi til að svo megi verða. Stærsta álitaefnið í því sambandi er líklega það hvort almenningur á Íslandi fái sanngjörn laun fyrir sína vinnu eða viljum við áfram búa almenningi þann veruleika að tvær myntir séu í landinu - þ.e. launakrónan í launaumslaginu og verðtryggða krónan í gluggaumslaginu? Það var sveiflan á milli þessara tveggja mynta sem orsakaði eignatjón almennings haustið 2008. Ef við ráðumst ekki að rót þessa vanda, er ekkert því til fyrirstöðu að við bjóðum börnunum okkar uppá sama óréttlætið eftir 10-15 ár og við höfum nú upplifað. Stærstur hluti erfiðleika íslenskra fyrirtækja og heimila snýst ekki um hrun bankakerfisins heldur miklu fremur um sveiflur í gengi erlendra mynta, launakrónu og verðtryggðar krónu. Ríkið tók á sig mikið högg vegna hruns bankanna en tókst með neyðarlögunum að minnka það tjón og senda reikninginn að einhverju leyti til erlenda kröfuhafa. Tjón almennings er hins vegar miklu fremur tengt gengi krónunnar og því verðbólguskoti sem varð því samfara. Þannig hitti hrun launakrónunnar íslensk heimili miklu verr en bankahrunið. Íslendingar upplifa bæði banka- og myntkreppu, þegar önnur lönd glíma bara við bankakreppu. Sem dæmi hefur írskur almenningur ekki lent í stórkostlegu eignatjóni enda eru laun þeirra og skuldir í sömu myntinni. Stjórnmálamenn eiga að skapa skilyrði og umhverfi til að fólk vilji búa hér áfram. Sumir stjórnmálamenn hafa lagt á það áherslu að framtíð íslenskra neytenda, íslenskra skuldara og íslenskra launamanna sé best borgið í myntsamstarfi við vinaþjóðir í Evrópu. Aðrir stjórnmálamenn hafa ekki lagt fram neina framtíðarsýn í þessum efnum. Nú er komið að almenningi að standa með sjálfum sér og krefjast breytinga. Íslenskur almenningur á skilið að laun og skuldir séu í sömu myntinni.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun