752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar 3. október 2025 12:31 Þjóðaröryggisráð hefur verið kallað saman vegna fjölþáttaógnar sem steðja að Íslandi. Samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis hefur enginn dáið úr fjölþáttaógn á Íslandi. Á tíu ára tímabili, 2014 til 2023, létust hins vegar 752 Íslendingar vegna geðheilsutengds vanda (sjálfsvíg og lyfjaeitranir). Þjóðaröryggisráð hefur aldrei komið saman vegna ótímabæra dauðsfalla vegna geðræns vanda. Á þessi tíu ára tímabili dóu 17 Íslendingar yngri en 18 ára vegna geðheilsutengds vanda. Það dóu 160 á aldrinum 18 til 29 ára úr geðheilsutengdum vanda og 234 á aldrinum 30 til 44 ára. Samtals dóu 304 Íslendingar á aldrinum 10 til 29 ára á þessu 10 ára tímabili. Dánarorsök 177 þeirra var geðheilsutengdur. Þetta þýðir að 58% þeirra, sem dóu á þessum aldri, dóu vegna geðheilsutengds vanda. Vindmyllur og raunveruleiki Frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar til ársins 1991 voru Sovétríkin ógn okkar á Vesturlöndum. Þegar kaldastríðinu lauk þurftum við nýja ógn og hana fundum við í hryðjuverkum og Osama Bin Laden. Þegar búið var að ráðast inn í fjölmörg ríki og lýsa yfir sigri í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ þurfti að finna nýja ógn. Hún er nú fundin og kallast: fjölþáttaógn. Og peningarnir streyma í þessa vá – rétt eins þeir streymdu í aðrar vindmyllur alheimsógna vopnaframleiðenda. Þjóðaröryggisráðið ítrekað kallað saman og brúnaþungir ráðamenn eru ómyrkir í máli. Á 10 árum dóu 177 á aldrinum 10 til 29 ára vegna geðheilsubrests. Það þýðir 17,7 að meðaltali á ári bara í þessum aldursflokki. Þetta er hin raunverulega ógn sem steðjar að okkar samfélagi. Það hefur hins vegar enginn farið í málþóf eða kallað eftir neyðarfundi í þjóðaröryggisráði vegna þessarar banvænu ógnar. Á henni er ekki tekið í fjárlagafrumvarpi ársins 2026 – hvorki í umfjöllun eða aðgerðum. Orðið geð, sem orð eða hluti af orði, kemur 12 sinnum fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Orðin öryggi og varnar, sem heil orð eða hluti af öðrum, koma hins vegar fyrir 69 sinnum í sama frumvarpi. Þá er búið að draga frá öryggisvistun og öryggisúrræði sem tengjast fangelsis og geðheilbrigðismálum. Hver er hin raunverulega ógn sem steðjar að íslensku samfélagi? Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Geðheilbrigði Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Þjóðaröryggisráð hefur verið kallað saman vegna fjölþáttaógnar sem steðja að Íslandi. Samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis hefur enginn dáið úr fjölþáttaógn á Íslandi. Á tíu ára tímabili, 2014 til 2023, létust hins vegar 752 Íslendingar vegna geðheilsutengds vanda (sjálfsvíg og lyfjaeitranir). Þjóðaröryggisráð hefur aldrei komið saman vegna ótímabæra dauðsfalla vegna geðræns vanda. Á þessi tíu ára tímabili dóu 17 Íslendingar yngri en 18 ára vegna geðheilsutengds vanda. Það dóu 160 á aldrinum 18 til 29 ára úr geðheilsutengdum vanda og 234 á aldrinum 30 til 44 ára. Samtals dóu 304 Íslendingar á aldrinum 10 til 29 ára á þessu 10 ára tímabili. Dánarorsök 177 þeirra var geðheilsutengdur. Þetta þýðir að 58% þeirra, sem dóu á þessum aldri, dóu vegna geðheilsutengds vanda. Vindmyllur og raunveruleiki Frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar til ársins 1991 voru Sovétríkin ógn okkar á Vesturlöndum. Þegar kaldastríðinu lauk þurftum við nýja ógn og hana fundum við í hryðjuverkum og Osama Bin Laden. Þegar búið var að ráðast inn í fjölmörg ríki og lýsa yfir sigri í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ þurfti að finna nýja ógn. Hún er nú fundin og kallast: fjölþáttaógn. Og peningarnir streyma í þessa vá – rétt eins þeir streymdu í aðrar vindmyllur alheimsógna vopnaframleiðenda. Þjóðaröryggisráðið ítrekað kallað saman og brúnaþungir ráðamenn eru ómyrkir í máli. Á 10 árum dóu 177 á aldrinum 10 til 29 ára vegna geðheilsubrests. Það þýðir 17,7 að meðaltali á ári bara í þessum aldursflokki. Þetta er hin raunverulega ógn sem steðjar að okkar samfélagi. Það hefur hins vegar enginn farið í málþóf eða kallað eftir neyðarfundi í þjóðaröryggisráði vegna þessarar banvænu ógnar. Á henni er ekki tekið í fjárlagafrumvarpi ársins 2026 – hvorki í umfjöllun eða aðgerðum. Orðið geð, sem orð eða hluti af orði, kemur 12 sinnum fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Orðin öryggi og varnar, sem heil orð eða hluti af öðrum, koma hins vegar fyrir 69 sinnum í sama frumvarpi. Þá er búið að draga frá öryggisvistun og öryggisúrræði sem tengjast fangelsis og geðheilbrigðismálum. Hver er hin raunverulega ógn sem steðjar að íslensku samfélagi? Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun