Sport

Engar íþróttir í Hollandi fyrr en í fyrsta lagi 1. september

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert Guðmundsson og Anna Björk Kristjánsdóttir fá ekki að spila fótbolta í Hollandi fyrr en í fyrsta lagi eftir 1. september.
Albert Guðmundsson og Anna Björk Kristjánsdóttir fá ekki að spila fótbolta í Hollandi fyrr en í fyrsta lagi eftir 1. september. vísir/getty

Það verða engar íþróttir í Hollandi fyrr en eftir 1. september en þetta varð ljós eftir tilkynningar stjórnvalda í kvöld. Hertar voru aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins næstu þrjá mánuðina svo íþróttirnar komast ekki á stað fyrr en í fyrsta lagi í haust.

Hollenska knattspyrnusambandið hafði reiknað með því að byrja deildirnar aftur þann 19. júní bakvið luktar dyr en nú er ljóst að svo verður ekki. Hverjir verða meistarar, hverjir fara í Evrópukeppni og hverjir falla er ekki ljóst.

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollendinga, tilkynnti aðgerðirnar í kvöld en ásamt íþróttum eru það tónleikahátíðir sem mega ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi eftir 1. september til að sparna við útbreiðslu veirunnar.

Albert Guðmundsson leikur með AZ Alkmaar og Anna Björk Kristjánsdóttir með PSV en Ajax, AZ Alkmaar og PSV, þrjú af efstu fjórum félögunum, höfðu nú þegar kallað eftir því að tímabilið yrði blásið af - sem verður væntanlega nú gert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×