Kókaínflóð á fíkniefnamarkaði til marks um góðæri á Íslandi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Það sem af er ári hefur gríðarlegt magn kókaíns verið haldlagt á Keflavíkurflugvelli miðað við fyrri ár. Myndin er sviðsett. vísir/haraldur Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur lagt hald á næstum jafnmikið magn af kókaíni á fyrstu sjö mánuðum ársins og lögregla og tollgæsla lögðu hald á árin fjögur þar á undan til samans. Ljóst er að eftirspurnin er mikil þar sem smyglarar hafa verið stöðvaðir með hátt í 21 kíló af kókaíni við komuna til landsins á árinu. Kókaín er eitt dýrasta fíkniefnið á markaðnum en algengt er að grammið sé selt á allt að 18 þúsund krónur. Lögregla segir árið í ár hafa verið einsleitt þar sem kókaín sé nánast það eina sem reynt er að smygla og meira sé af því í umferð en oft áður. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því á dögunum að á fyrstu sjö mánuðum ársins hefði tollgæslan lagt hald á alls 20,7 kíló af kókaíni af mismunandi styrkleika og formi. Efnin hafa öll fundist við tollleit á erlendum einstaklingum, ýmist í farangri eða innvortis.Haldlagt magn kókaíns á Íslandi hefur aukist.Til samanburðar þá lagði lögregla og tollgæsla hald á rúm átta kíló af kókaíni allt árið í fyrra, 9,7 kíló árið 2015 og 1,7 kíló árið 2014. Óhætt er því að tala um verulega sprengingu í þessum efnum það sem af er ári enda stefnir í algjört metár. Ekki hefur verið lagt hald á viðlíka magn af kókaíni og í ár á einu ári í fjórtán ár, miðað við afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra sem Fréttablaðið skoðaði aftur til ársins 2003. Ef miðað er við algengt söluverð á grammi af kókaíni í dag, sem er á bilinu 16 til 18 þúsund krónur, mætti áætla að götuvirði efnanna sem haldlögð hafa verið það sem af er ári sé á bilinu 330 til 372 milljónir króna. „Þetta er mun meira af kókaíni en áður og hefur verið einsleitt og sérstakt ár að því leyti. Þetta er nánast bara kókaín,“ segir Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann segir að hver og einn verði að draga sínar ályktanir af því hvort verið sé að framleiða hin efnin í meiri mæli hér eða þau fari eftir öðrum leiðum, en ekkert haldbært liggi fyrir í því. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þar á bæ hafi menn tekið eftir þessari uggvænlegu þróun. „Já, ég get staðfest að í okkar störfum verðum við vör við að það er meira af kókaíni í umferð en áður.“ Kókaín hefur það orð á sér að vera ákveðið lúxusfíkniefni sökum þess hversu dýrt það er og mætti því segja það ákveðinn góðærismælikvarða. „Það er þannig að árið 2007, þegar vel gekk hjá okkur efnahagslega, urðum við vör við aukningu í notkun kókaíns,“ segir Grímur. Tölurnar virðast staðfesta þessa þróun þó sveiflur hafi verið í haldlögðu magni milli ára. Lagt var hald á töluvert magn ár hvert frá 2006-2008 eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Heldur dró síðan úr magni kókaíns árin eftir það en augljósa uppsveiflu má síðan greina frá árinu 2015. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur lagt hald á næstum jafnmikið magn af kókaíni á fyrstu sjö mánuðum ársins og lögregla og tollgæsla lögðu hald á árin fjögur þar á undan til samans. Ljóst er að eftirspurnin er mikil þar sem smyglarar hafa verið stöðvaðir með hátt í 21 kíló af kókaíni við komuna til landsins á árinu. Kókaín er eitt dýrasta fíkniefnið á markaðnum en algengt er að grammið sé selt á allt að 18 þúsund krónur. Lögregla segir árið í ár hafa verið einsleitt þar sem kókaín sé nánast það eina sem reynt er að smygla og meira sé af því í umferð en oft áður. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því á dögunum að á fyrstu sjö mánuðum ársins hefði tollgæslan lagt hald á alls 20,7 kíló af kókaíni af mismunandi styrkleika og formi. Efnin hafa öll fundist við tollleit á erlendum einstaklingum, ýmist í farangri eða innvortis.Haldlagt magn kókaíns á Íslandi hefur aukist.Til samanburðar þá lagði lögregla og tollgæsla hald á rúm átta kíló af kókaíni allt árið í fyrra, 9,7 kíló árið 2015 og 1,7 kíló árið 2014. Óhætt er því að tala um verulega sprengingu í þessum efnum það sem af er ári enda stefnir í algjört metár. Ekki hefur verið lagt hald á viðlíka magn af kókaíni og í ár á einu ári í fjórtán ár, miðað við afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra sem Fréttablaðið skoðaði aftur til ársins 2003. Ef miðað er við algengt söluverð á grammi af kókaíni í dag, sem er á bilinu 16 til 18 þúsund krónur, mætti áætla að götuvirði efnanna sem haldlögð hafa verið það sem af er ári sé á bilinu 330 til 372 milljónir króna. „Þetta er mun meira af kókaíni en áður og hefur verið einsleitt og sérstakt ár að því leyti. Þetta er nánast bara kókaín,“ segir Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann segir að hver og einn verði að draga sínar ályktanir af því hvort verið sé að framleiða hin efnin í meiri mæli hér eða þau fari eftir öðrum leiðum, en ekkert haldbært liggi fyrir í því. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þar á bæ hafi menn tekið eftir þessari uggvænlegu þróun. „Já, ég get staðfest að í okkar störfum verðum við vör við að það er meira af kókaíni í umferð en áður.“ Kókaín hefur það orð á sér að vera ákveðið lúxusfíkniefni sökum þess hversu dýrt það er og mætti því segja það ákveðinn góðærismælikvarða. „Það er þannig að árið 2007, þegar vel gekk hjá okkur efnahagslega, urðum við vör við aukningu í notkun kókaíns,“ segir Grímur. Tölurnar virðast staðfesta þessa þróun þó sveiflur hafi verið í haldlögðu magni milli ára. Lagt var hald á töluvert magn ár hvert frá 2006-2008 eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Heldur dró síðan úr magni kókaíns árin eftir það en augljósa uppsveiflu má síðan greina frá árinu 2015.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira