Kókaínflóð á fíkniefnamarkaði til marks um góðæri á Íslandi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Það sem af er ári hefur gríðarlegt magn kókaíns verið haldlagt á Keflavíkurflugvelli miðað við fyrri ár. Myndin er sviðsett. vísir/haraldur Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur lagt hald á næstum jafnmikið magn af kókaíni á fyrstu sjö mánuðum ársins og lögregla og tollgæsla lögðu hald á árin fjögur þar á undan til samans. Ljóst er að eftirspurnin er mikil þar sem smyglarar hafa verið stöðvaðir með hátt í 21 kíló af kókaíni við komuna til landsins á árinu. Kókaín er eitt dýrasta fíkniefnið á markaðnum en algengt er að grammið sé selt á allt að 18 þúsund krónur. Lögregla segir árið í ár hafa verið einsleitt þar sem kókaín sé nánast það eina sem reynt er að smygla og meira sé af því í umferð en oft áður. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því á dögunum að á fyrstu sjö mánuðum ársins hefði tollgæslan lagt hald á alls 20,7 kíló af kókaíni af mismunandi styrkleika og formi. Efnin hafa öll fundist við tollleit á erlendum einstaklingum, ýmist í farangri eða innvortis.Haldlagt magn kókaíns á Íslandi hefur aukist.Til samanburðar þá lagði lögregla og tollgæsla hald á rúm átta kíló af kókaíni allt árið í fyrra, 9,7 kíló árið 2015 og 1,7 kíló árið 2014. Óhætt er því að tala um verulega sprengingu í þessum efnum það sem af er ári enda stefnir í algjört metár. Ekki hefur verið lagt hald á viðlíka magn af kókaíni og í ár á einu ári í fjórtán ár, miðað við afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra sem Fréttablaðið skoðaði aftur til ársins 2003. Ef miðað er við algengt söluverð á grammi af kókaíni í dag, sem er á bilinu 16 til 18 þúsund krónur, mætti áætla að götuvirði efnanna sem haldlögð hafa verið það sem af er ári sé á bilinu 330 til 372 milljónir króna. „Þetta er mun meira af kókaíni en áður og hefur verið einsleitt og sérstakt ár að því leyti. Þetta er nánast bara kókaín,“ segir Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann segir að hver og einn verði að draga sínar ályktanir af því hvort verið sé að framleiða hin efnin í meiri mæli hér eða þau fari eftir öðrum leiðum, en ekkert haldbært liggi fyrir í því. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þar á bæ hafi menn tekið eftir þessari uggvænlegu þróun. „Já, ég get staðfest að í okkar störfum verðum við vör við að það er meira af kókaíni í umferð en áður.“ Kókaín hefur það orð á sér að vera ákveðið lúxusfíkniefni sökum þess hversu dýrt það er og mætti því segja það ákveðinn góðærismælikvarða. „Það er þannig að árið 2007, þegar vel gekk hjá okkur efnahagslega, urðum við vör við aukningu í notkun kókaíns,“ segir Grímur. Tölurnar virðast staðfesta þessa þróun þó sveiflur hafi verið í haldlögðu magni milli ára. Lagt var hald á töluvert magn ár hvert frá 2006-2008 eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Heldur dró síðan úr magni kókaíns árin eftir það en augljósa uppsveiflu má síðan greina frá árinu 2015. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur lagt hald á næstum jafnmikið magn af kókaíni á fyrstu sjö mánuðum ársins og lögregla og tollgæsla lögðu hald á árin fjögur þar á undan til samans. Ljóst er að eftirspurnin er mikil þar sem smyglarar hafa verið stöðvaðir með hátt í 21 kíló af kókaíni við komuna til landsins á árinu. Kókaín er eitt dýrasta fíkniefnið á markaðnum en algengt er að grammið sé selt á allt að 18 þúsund krónur. Lögregla segir árið í ár hafa verið einsleitt þar sem kókaín sé nánast það eina sem reynt er að smygla og meira sé af því í umferð en oft áður. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því á dögunum að á fyrstu sjö mánuðum ársins hefði tollgæslan lagt hald á alls 20,7 kíló af kókaíni af mismunandi styrkleika og formi. Efnin hafa öll fundist við tollleit á erlendum einstaklingum, ýmist í farangri eða innvortis.Haldlagt magn kókaíns á Íslandi hefur aukist.Til samanburðar þá lagði lögregla og tollgæsla hald á rúm átta kíló af kókaíni allt árið í fyrra, 9,7 kíló árið 2015 og 1,7 kíló árið 2014. Óhætt er því að tala um verulega sprengingu í þessum efnum það sem af er ári enda stefnir í algjört metár. Ekki hefur verið lagt hald á viðlíka magn af kókaíni og í ár á einu ári í fjórtán ár, miðað við afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra sem Fréttablaðið skoðaði aftur til ársins 2003. Ef miðað er við algengt söluverð á grammi af kókaíni í dag, sem er á bilinu 16 til 18 þúsund krónur, mætti áætla að götuvirði efnanna sem haldlögð hafa verið það sem af er ári sé á bilinu 330 til 372 milljónir króna. „Þetta er mun meira af kókaíni en áður og hefur verið einsleitt og sérstakt ár að því leyti. Þetta er nánast bara kókaín,“ segir Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann segir að hver og einn verði að draga sínar ályktanir af því hvort verið sé að framleiða hin efnin í meiri mæli hér eða þau fari eftir öðrum leiðum, en ekkert haldbært liggi fyrir í því. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þar á bæ hafi menn tekið eftir þessari uggvænlegu þróun. „Já, ég get staðfest að í okkar störfum verðum við vör við að það er meira af kókaíni í umferð en áður.“ Kókaín hefur það orð á sér að vera ákveðið lúxusfíkniefni sökum þess hversu dýrt það er og mætti því segja það ákveðinn góðærismælikvarða. „Það er þannig að árið 2007, þegar vel gekk hjá okkur efnahagslega, urðum við vör við aukningu í notkun kókaíns,“ segir Grímur. Tölurnar virðast staðfesta þessa þróun þó sveiflur hafi verið í haldlögðu magni milli ára. Lagt var hald á töluvert magn ár hvert frá 2006-2008 eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Heldur dró síðan úr magni kókaíns árin eftir það en augljósa uppsveiflu má síðan greina frá árinu 2015.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira