Sjúkrahúsin á Akureyri og Akranesi verða nýtt til að stytta biðlista Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. maí 2017 18:30 Sjúkrahúsin á Akureyri og Akranesi verða nýtt til að vinna á biðlistum á Landspítalanum segir heilbrigðisráðherra. Hátt í sjö hundruð manns bíða eftir liðskiptiaðgerð. Um miðja síðustu viku biðu 658 sjúklingar eftir því að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum. Sjötíu nýir sjúklingar bætast við biðlista eftir liðskiptiaðgerð í hverjum mánuði. Ekki er útlit fyrir að það breytist í bráð vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar. Á sama tíma geta þeir sem hafa beðið 90 daga eða lengur eftir aðgerð leitað sér lækninga á sjúkrahúsi erlendis á kostnað skattgreiðenda. Þetta eru réttindi sem voru leidd í lög hér á landi á grundvelli svokallaðrar biðlistatilskipunar Evrópusambandsins. Innbyggði ójöfnuðurinn sem felst í þessu er sá að þeir sem geta ekki lagt út fyrir ferðalaginu út og öðrum kostnaði komast ekki í þessar aðgerðir í útlöndum því sækja þarf sérstaklega um endurgreiðslu á eyðublaði hjá Sjúkratryggingum Íslands. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra út í biðlistana í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.Katrín Jakobsdóttir formaður VGvísir/daníel„Einfaldasta leiðin til að stytta biðlistana er að styðja við þau sjúkrahús sem ráða við þær aðgerðir þar sem langur biðlisti er fyrir hendi. Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hann sé ekki sammála mér um að þetta sé einfaldasta leiðin til að stytta biðlista, styðja við Landspítalnn á Akureyri, sjúkrahúsið á Akureyri og þau fjórðungssjúkrahús þar sem hægt er að ráðast í slíkar aðgerðir ef fjármagn fylgir?“ spurði Katrín. „Ég held að við háttvirtur þingmaður séum að mörgu leyti sammála. Það er unnið á biðlistum fyrst og fremst með fjármagni. Þegar við erum að tala um biðlista erum við fyrst og fremst að tala um valkvæðar aðgerðir, ekki bráðaaðgerðir,“ sagði Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Hann rakti að ágætlega gengi að vinna á biðlistum. Stór hluti vinnunnar við styttingu biðlista fælist í stuðningi við þær heilbrigðisstofnanir sem gætu sinnt aðgerðum. „Í ár erum við að horfa fyrst og fremst á Landspítalann, við erum að horfa á sjúkrahúsið á Akureyri og sjúkrahúsið á Akranesi þ.e. Heilbrigðisstofnun Vesturlands og við erum einnig að horfa á möguleika til þess að nýta aðstöðu og mannskap á öðrum heilbrigðisstofnunum með stuðningi Landspítalans ef til þarf,“ sagði Óttarr. Í biðlistaátakinu sem hófst í fyrra og var áætlað að stæði yfir í þrjú ár stendur til að verja 840 milljónum króna árlega í að stytta biðlista eftir þessum valkvæðu aðgerðum. Á sama tíma voru rúmlega 2 milljarðar króna settir í aðgerðatúrisma á fjárlögum þessa árs fyrir þá sem hafa beðið í meira en 90 daga en hér er um að ræða aðgerðir erlendis sem greiddar eru af Sjúkratryggingum Íslands og nefndar voru framar. Í þeim svörum sem fréttastofan hefur undir höndum frá Landspítalanum um biðlista eftir liðskiptiaðgerðum og bárust í síðustu viku er ekkert minnst á aðgerðir á öðrum sjúkrahúsum en Landspítalanum til að stytta biðlista á spítalanum. Hins vegar var fyrst greint frá þessum áformum á vef velferðarráðuneytisins hinn 21. mars síðastliðinn. Fréttin var uppfærð 16. maí kl. 9:40 til að bæta við síðasta málslið hennar. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Sjúkrahúsin á Akureyri og Akranesi verða nýtt til að vinna á biðlistum á Landspítalanum segir heilbrigðisráðherra. Hátt í sjö hundruð manns bíða eftir liðskiptiaðgerð. Um miðja síðustu viku biðu 658 sjúklingar eftir því að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum. Sjötíu nýir sjúklingar bætast við biðlista eftir liðskiptiaðgerð í hverjum mánuði. Ekki er útlit fyrir að það breytist í bráð vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar. Á sama tíma geta þeir sem hafa beðið 90 daga eða lengur eftir aðgerð leitað sér lækninga á sjúkrahúsi erlendis á kostnað skattgreiðenda. Þetta eru réttindi sem voru leidd í lög hér á landi á grundvelli svokallaðrar biðlistatilskipunar Evrópusambandsins. Innbyggði ójöfnuðurinn sem felst í þessu er sá að þeir sem geta ekki lagt út fyrir ferðalaginu út og öðrum kostnaði komast ekki í þessar aðgerðir í útlöndum því sækja þarf sérstaklega um endurgreiðslu á eyðublaði hjá Sjúkratryggingum Íslands. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra út í biðlistana í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.Katrín Jakobsdóttir formaður VGvísir/daníel„Einfaldasta leiðin til að stytta biðlistana er að styðja við þau sjúkrahús sem ráða við þær aðgerðir þar sem langur biðlisti er fyrir hendi. Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hann sé ekki sammála mér um að þetta sé einfaldasta leiðin til að stytta biðlista, styðja við Landspítalnn á Akureyri, sjúkrahúsið á Akureyri og þau fjórðungssjúkrahús þar sem hægt er að ráðast í slíkar aðgerðir ef fjármagn fylgir?“ spurði Katrín. „Ég held að við háttvirtur þingmaður séum að mörgu leyti sammála. Það er unnið á biðlistum fyrst og fremst með fjármagni. Þegar við erum að tala um biðlista erum við fyrst og fremst að tala um valkvæðar aðgerðir, ekki bráðaaðgerðir,“ sagði Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Hann rakti að ágætlega gengi að vinna á biðlistum. Stór hluti vinnunnar við styttingu biðlista fælist í stuðningi við þær heilbrigðisstofnanir sem gætu sinnt aðgerðum. „Í ár erum við að horfa fyrst og fremst á Landspítalann, við erum að horfa á sjúkrahúsið á Akureyri og sjúkrahúsið á Akranesi þ.e. Heilbrigðisstofnun Vesturlands og við erum einnig að horfa á möguleika til þess að nýta aðstöðu og mannskap á öðrum heilbrigðisstofnunum með stuðningi Landspítalans ef til þarf,“ sagði Óttarr. Í biðlistaátakinu sem hófst í fyrra og var áætlað að stæði yfir í þrjú ár stendur til að verja 840 milljónum króna árlega í að stytta biðlista eftir þessum valkvæðu aðgerðum. Á sama tíma voru rúmlega 2 milljarðar króna settir í aðgerðatúrisma á fjárlögum þessa árs fyrir þá sem hafa beðið í meira en 90 daga en hér er um að ræða aðgerðir erlendis sem greiddar eru af Sjúkratryggingum Íslands og nefndar voru framar. Í þeim svörum sem fréttastofan hefur undir höndum frá Landspítalanum um biðlista eftir liðskiptiaðgerðum og bárust í síðustu viku er ekkert minnst á aðgerðir á öðrum sjúkrahúsum en Landspítalanum til að stytta biðlista á spítalanum. Hins vegar var fyrst greint frá þessum áformum á vef velferðarráðuneytisins hinn 21. mars síðastliðinn. Fréttin var uppfærð 16. maí kl. 9:40 til að bæta við síðasta málslið hennar.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira