Sprenging í neyðarvistun unglinga og ungmenna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. september 2016 18:45 Neyðarvistun unglinga og ungmenna á meðferðarheimilinu á Stuðlum fjölgaði mikið í sumar samanborið við sama tíma í fyrra. Ástæðan innlagnar getur verið margþætt en með henni er öryggi þeirra sem hennar þurfa tryggt á meðan að meðferðarúrræði eru ákveðin. Vísbendingar eru um að aukin fíkniefnaneysla sé í þessum hópi í samfélaginu. Börn og unglingar sem ánetjast fíkniefnum eru mörg hver færð á meðferðarstofnun fyrir unglinga. Í ágústmánuði varð algjör sprenging í neyðarvistun hjá þessum hópi. Á lokaðri deild geta Barnaverndarnefndir bráðavistað börn á aldrinum 13 - 18 ára og er hámarkstími vistunar 14 dagar. Sum þessara barna sem eru sett í neyðarvistun á Stuðlum hafa leiðst út í áfengis- eða aðra vímuefnaneyslu en innlögnum á þessu ári hefur snarfjölgað þá sérstaklega yfir sumarmánuðina. „Ein af skýringunum er að sem að ég vona að sé, að barnaverndin sé bara að grípa hraðar og betur inn í mál barna og stoppa þau fyrr af. Þetta kemur alltaf í bylgjum að einhverju leyti og við höfum alveg séð það að þetta fer upp og niður en svona tölur höfum við ekki séð. Þetta er met hjá okkur eins og ágústmánuður,“ segir Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum. Í júní, júlí og ágúst á síðasta ári var 41 ungmenni vistað á lokaðri deild í samtals 265 daga en í sumar voru þetta 65 vistanir í samtal 385 daga. 2/3 hluti þeirra sem vistaðir eru á lokaðri deild eru þar vegna fíkniefnaneyslu og miðað við þessar tölur er aukin fíkniefnaneysla unglinga og ungmenna í samfélaginu. Funi segir að aldurshópurinn sem vistaður sé á lokaðri deild sé að hækka en meðal aldur þeirra sem þar eru er í kringlum 16 ár. Í mörgum tilfellum er þetta sami hópurinn en þó eru nýir einstaklingar í hópnum sem eru vistaðir með þessu úrræði. Aðgengi unglinga og ungmenna að fíkniefnum í samfélaginu sé mjög greiður. „Sumir hverjir hafa verið í talsvert langri neyslu í talsvert langan tíma. Önnur eru rétt á þessum fyrstu stigum og ég vona að sá hópur sem við erum að fá inn núna sé frekar sá hópur. Að það sé verið að grípa fyrr inn í en tilfinningin segir allavega að hluti af þessum hóp sé búinn að vera í talsvert langri neyslu. Þannig að ég sé mjög alvarlegt vandamál,“ segir Funi. Funi segir einnig að bæta megi en frekar úrræði og búið er að leggja til við ráðherra tvær nýjar stofnanir handa þessu hópi, sem báðar séu bráðnauðsynlegar. „Það er ekki þannig að það sé fullt á öllum meðferðarstofnunum. Það er fullt hér en ekki á öllum meðferðarstofnunum. Við erum ekki að tala um að nýtingin sé að fullu en ég held að við mættum alveg bæta flóruna,“ segir Funi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Neyðarvistun unglinga og ungmenna á meðferðarheimilinu á Stuðlum fjölgaði mikið í sumar samanborið við sama tíma í fyrra. Ástæðan innlagnar getur verið margþætt en með henni er öryggi þeirra sem hennar þurfa tryggt á meðan að meðferðarúrræði eru ákveðin. Vísbendingar eru um að aukin fíkniefnaneysla sé í þessum hópi í samfélaginu. Börn og unglingar sem ánetjast fíkniefnum eru mörg hver færð á meðferðarstofnun fyrir unglinga. Í ágústmánuði varð algjör sprenging í neyðarvistun hjá þessum hópi. Á lokaðri deild geta Barnaverndarnefndir bráðavistað börn á aldrinum 13 - 18 ára og er hámarkstími vistunar 14 dagar. Sum þessara barna sem eru sett í neyðarvistun á Stuðlum hafa leiðst út í áfengis- eða aðra vímuefnaneyslu en innlögnum á þessu ári hefur snarfjölgað þá sérstaklega yfir sumarmánuðina. „Ein af skýringunum er að sem að ég vona að sé, að barnaverndin sé bara að grípa hraðar og betur inn í mál barna og stoppa þau fyrr af. Þetta kemur alltaf í bylgjum að einhverju leyti og við höfum alveg séð það að þetta fer upp og niður en svona tölur höfum við ekki séð. Þetta er met hjá okkur eins og ágústmánuður,“ segir Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum. Í júní, júlí og ágúst á síðasta ári var 41 ungmenni vistað á lokaðri deild í samtals 265 daga en í sumar voru þetta 65 vistanir í samtal 385 daga. 2/3 hluti þeirra sem vistaðir eru á lokaðri deild eru þar vegna fíkniefnaneyslu og miðað við þessar tölur er aukin fíkniefnaneysla unglinga og ungmenna í samfélaginu. Funi segir að aldurshópurinn sem vistaður sé á lokaðri deild sé að hækka en meðal aldur þeirra sem þar eru er í kringlum 16 ár. Í mörgum tilfellum er þetta sami hópurinn en þó eru nýir einstaklingar í hópnum sem eru vistaðir með þessu úrræði. Aðgengi unglinga og ungmenna að fíkniefnum í samfélaginu sé mjög greiður. „Sumir hverjir hafa verið í talsvert langri neyslu í talsvert langan tíma. Önnur eru rétt á þessum fyrstu stigum og ég vona að sá hópur sem við erum að fá inn núna sé frekar sá hópur. Að það sé verið að grípa fyrr inn í en tilfinningin segir allavega að hluti af þessum hóp sé búinn að vera í talsvert langri neyslu. Þannig að ég sé mjög alvarlegt vandamál,“ segir Funi. Funi segir einnig að bæta megi en frekar úrræði og búið er að leggja til við ráðherra tvær nýjar stofnanir handa þessu hópi, sem báðar séu bráðnauðsynlegar. „Það er ekki þannig að það sé fullt á öllum meðferðarstofnunum. Það er fullt hér en ekki á öllum meðferðarstofnunum. Við erum ekki að tala um að nýtingin sé að fullu en ég held að við mættum alveg bæta flóruna,“ segir Funi
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira