Gríðarleg ferðalög framundan hjá ensku liðunum en eitt lið ferðast langmest Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2016 23:30 Ensku liðin eru komin á fullt í að undirbúa sig fyrir komandi tímabil en enska úrvalsdeildin fer aftur af stað laugardaginn 13. ágúst næstkomandi. Líkt og venjan er þá fara flest ensku úrvalsdeildarliðinu í langar keppnisferðir fyrir tímabilið og þau stærstu fara oft til Asíu eða Ameríku. Liðin geta verið að hagnast mikið á þessum æfingaferðum sínum og þess vegna eru þær góðar fyrir gjaldkerann en geta oft tekið á fyrir leikmennina sjálfa sem eru náttúrulega að passa upp á það að koma sem best undirbúnir inn í mótið. BBC hefur tekið öll þessi ferðalög saman og komist að því að liðin tuttugu sem skipa ensku úrvalsdeildina á komandi tímabili munu ferðast samtals 172.413 mílur eða yfir 277 þúsund kílómetra í aðdraganda mótsins. Ekkert lið kemst þó með tærnar þar sem Tottenham hefur hælana þegar kemur að ferðlögum í sumar. Liðsmenn Tottenham munu ferðast 22.468 mílur eða rúmlega 36 þúsund kílómetra en innifalið er ferð liðsins til Ástralíu. Það er aftur á móti Watford sem ferðast minnst eða "aðeins" 1.632 mílur eða 2.626 kílómetra. Það er aðeins sjö prósent af ferðalögum Tottenham-manna. Félögin tuttugu fara alls til tuttugu landa en flestir leikjanna fara fram í Bandaríkjunum eða sautján þeirra. Ellefu leikir verða spilaðir í Austurríki. Það er hægt að sjá nánari útlistun BBC-manna á ferðalögum ensku liðanna með því að smella hér en hér fyrir neðan er listinn yfir hvaða lið ferðast mest fram að fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.Lengstu ferðalög liðanna í ensku úrvalsdeildinni fyrir tímabilið: 1. Tottenham - 22.468 mílur eða 36.159 kílómetrar 2. Chelsea - 14.345 mílur eða 23.086 kílómetrar 3. Liverpool - 12.625 mílur eða 20.318 kílómetrar 4. West Ham - 12.590 mílur eða 20.262 kílómetrar 5. Leicester City - 12.415 mílur eða 19.980 kílómetrar 6. Arsenal - 12.143 mílur eða 19.542 kílómetrar 7. Manchester City - 12.071 mílur eða 19.426 kílómetrar 8. Manchester United - 11.442 mílur eða 18.414 kílómetrar 9. Crystal Palace - 10.939 mílur eða 17.605 kílómetrar 10. Stoke City - 9.624 mílur eða 15.488 kílómetrar 11. Swansea City - 8.192 mílur eða 13.184 kílómetrar 12. Bournemouth - 8.134 mílur eða 13.090 kílómetrar 13. Southampton - 8.071 mílur eða 12.989 kílómetrar 14. Middlesbrough - 4.750 mílur eða 7.644 kílómetrar 15. West Brom - 3.544 mílur eða 5.704 kílómetrar 16. Everton - 1.906 mílur eða 3.067 kílómetrar 17. Sunderland - 1.900 mílur eða 3.058 kílómetrar 18. Hull City - 1.862 mílur eða 2.997 kílómetrar 19. Burnley - 1.740 mílur eða 2.800 kílómetrar 20. Watford - 1.632 mílur eða 2.626 kílómetrar Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Ensku liðin eru komin á fullt í að undirbúa sig fyrir komandi tímabil en enska úrvalsdeildin fer aftur af stað laugardaginn 13. ágúst næstkomandi. Líkt og venjan er þá fara flest ensku úrvalsdeildarliðinu í langar keppnisferðir fyrir tímabilið og þau stærstu fara oft til Asíu eða Ameríku. Liðin geta verið að hagnast mikið á þessum æfingaferðum sínum og þess vegna eru þær góðar fyrir gjaldkerann en geta oft tekið á fyrir leikmennina sjálfa sem eru náttúrulega að passa upp á það að koma sem best undirbúnir inn í mótið. BBC hefur tekið öll þessi ferðalög saman og komist að því að liðin tuttugu sem skipa ensku úrvalsdeildina á komandi tímabili munu ferðast samtals 172.413 mílur eða yfir 277 þúsund kílómetra í aðdraganda mótsins. Ekkert lið kemst þó með tærnar þar sem Tottenham hefur hælana þegar kemur að ferðlögum í sumar. Liðsmenn Tottenham munu ferðast 22.468 mílur eða rúmlega 36 þúsund kílómetra en innifalið er ferð liðsins til Ástralíu. Það er aftur á móti Watford sem ferðast minnst eða "aðeins" 1.632 mílur eða 2.626 kílómetra. Það er aðeins sjö prósent af ferðalögum Tottenham-manna. Félögin tuttugu fara alls til tuttugu landa en flestir leikjanna fara fram í Bandaríkjunum eða sautján þeirra. Ellefu leikir verða spilaðir í Austurríki. Það er hægt að sjá nánari útlistun BBC-manna á ferðalögum ensku liðanna með því að smella hér en hér fyrir neðan er listinn yfir hvaða lið ferðast mest fram að fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.Lengstu ferðalög liðanna í ensku úrvalsdeildinni fyrir tímabilið: 1. Tottenham - 22.468 mílur eða 36.159 kílómetrar 2. Chelsea - 14.345 mílur eða 23.086 kílómetrar 3. Liverpool - 12.625 mílur eða 20.318 kílómetrar 4. West Ham - 12.590 mílur eða 20.262 kílómetrar 5. Leicester City - 12.415 mílur eða 19.980 kílómetrar 6. Arsenal - 12.143 mílur eða 19.542 kílómetrar 7. Manchester City - 12.071 mílur eða 19.426 kílómetrar 8. Manchester United - 11.442 mílur eða 18.414 kílómetrar 9. Crystal Palace - 10.939 mílur eða 17.605 kílómetrar 10. Stoke City - 9.624 mílur eða 15.488 kílómetrar 11. Swansea City - 8.192 mílur eða 13.184 kílómetrar 12. Bournemouth - 8.134 mílur eða 13.090 kílómetrar 13. Southampton - 8.071 mílur eða 12.989 kílómetrar 14. Middlesbrough - 4.750 mílur eða 7.644 kílómetrar 15. West Brom - 3.544 mílur eða 5.704 kílómetrar 16. Everton - 1.906 mílur eða 3.067 kílómetrar 17. Sunderland - 1.900 mílur eða 3.058 kílómetrar 18. Hull City - 1.862 mílur eða 2.997 kílómetrar 19. Burnley - 1.740 mílur eða 2.800 kílómetrar 20. Watford - 1.632 mílur eða 2.626 kílómetrar
Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira