Ofurskært skilti fyllir mælinn hjá Kópavogsbúum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. maí 2017 07:00 Nýtt LED háskerpuskilti sem Breiðablik leigir er þyrnir í augum nágrannanna. vísir/anton brink Hrafnhildur Smith. „Þetta skilti fyllir alveg mælinn,“ segir Ingibjörg V. Friðbjörnsdóttir, íbúi í Hlíðarhvammi í Kópavogi, í bréfi til heilbrigðiseftirlitsins vegna nýs auglýsingaskiltis Breiðabliks við Kópavogslæk nærri Fífunni. Ingibjörg er einn margra Kópavogsbúa sem undanfarnar vikur hafa snúið sér til yfirvalda vegna nýja skiltisins. Segist hún vilja vekja athygli á „gríðarlegri sjónmengun“ sem fylgi skiltinu. „Við erum ekki hrifin af þessu áreiti sem bætist við hljóðmengunina frá veginum og bílamengunina/bílasótið. Fólk kemur að tjörninni til að njóta náttúrunnar og fuglalífsins,“ skrifar Ingibjörg meðal annars. Hrafnhildur Smith, sem býr í Fífuhvammi, kvartar í bréfi til heilbrigðiseftirlitsins undan þeirri „sjónmengun sem þetta nýja háskerpuljósaskilti“ sé. „Það skín öskrandi skært 24 klukkustundir á dag þrátt fyrir að ég hafi heyrt að það ætti að slökkva á sér klukkan 10.30 á kvöldin.“ Þá segir Hrafnhildur að ljósaskiltið sé truflandi fyrir umferðina auk þess að vera sjónmengun á fallegu og ósnortnu svæði. „Hverjum datt í hug að setja þetta upp? Af hverju var ekki nein grenndarkynning? Umhverfismat? Er þetta yfirhöfuð leyfilegt? Viljum við virkilega vera eins og Ameríka?“ spyr hún og lýsir yfir mikilli óánægju allrar fjölskyldu sinnar. Að sögn Sigríðar Bjargar Tómasdóttur, upplýsingafulltrúa hjá Kópavogsbæ, veitti bærinn leyfi fyrir því að breyta skiltinu í ljósaskilti síðastliðið haust. Hún segir ellefu kvörtunarbréf frá íbúum í Hvömmunum og Smárahverfi hafa borist bænum vegna skiltisins. Einn bréfritarinn, Steen Henriksen sem býr í Fífuhvammi, sneri sér beint til bæjarritara og var erindi hans tekið fyrir á bæjarráðsfundi á fimmtudag. Þar var ákveðið að fela byggingarfulltrúa bæjarins að gera umsögn um málið. Steen segist í bréfinu leggja fram kvörtun vegna skiltisins. „Ég bý nálægt skiltinu og sjónræn áhrif skæra ljóssins frá skjánum eru mjög mikil og afar angrandi,“ skrifar hann. Eysteinn Pétur Lárusson, sem nýtekinn er við starfi framkvæmdastjóra Breiðabliks, segir umsjón og rekstur skiltisins alfarið í höndum leigutakans sem sé fyrirtækið Billboard. Íþróttafélaginu sjálfu hafi ekki borist athugasemdir vegna málsins. Ekki náðist tal af forsvarsmönnum Billboard. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis þar sem afgreiðslu var frestað þar sem beðið væri frekari upplýsinga. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Hrafnhildur Smith. „Þetta skilti fyllir alveg mælinn,“ segir Ingibjörg V. Friðbjörnsdóttir, íbúi í Hlíðarhvammi í Kópavogi, í bréfi til heilbrigðiseftirlitsins vegna nýs auglýsingaskiltis Breiðabliks við Kópavogslæk nærri Fífunni. Ingibjörg er einn margra Kópavogsbúa sem undanfarnar vikur hafa snúið sér til yfirvalda vegna nýja skiltisins. Segist hún vilja vekja athygli á „gríðarlegri sjónmengun“ sem fylgi skiltinu. „Við erum ekki hrifin af þessu áreiti sem bætist við hljóðmengunina frá veginum og bílamengunina/bílasótið. Fólk kemur að tjörninni til að njóta náttúrunnar og fuglalífsins,“ skrifar Ingibjörg meðal annars. Hrafnhildur Smith, sem býr í Fífuhvammi, kvartar í bréfi til heilbrigðiseftirlitsins undan þeirri „sjónmengun sem þetta nýja háskerpuljósaskilti“ sé. „Það skín öskrandi skært 24 klukkustundir á dag þrátt fyrir að ég hafi heyrt að það ætti að slökkva á sér klukkan 10.30 á kvöldin.“ Þá segir Hrafnhildur að ljósaskiltið sé truflandi fyrir umferðina auk þess að vera sjónmengun á fallegu og ósnortnu svæði. „Hverjum datt í hug að setja þetta upp? Af hverju var ekki nein grenndarkynning? Umhverfismat? Er þetta yfirhöfuð leyfilegt? Viljum við virkilega vera eins og Ameríka?“ spyr hún og lýsir yfir mikilli óánægju allrar fjölskyldu sinnar. Að sögn Sigríðar Bjargar Tómasdóttur, upplýsingafulltrúa hjá Kópavogsbæ, veitti bærinn leyfi fyrir því að breyta skiltinu í ljósaskilti síðastliðið haust. Hún segir ellefu kvörtunarbréf frá íbúum í Hvömmunum og Smárahverfi hafa borist bænum vegna skiltisins. Einn bréfritarinn, Steen Henriksen sem býr í Fífuhvammi, sneri sér beint til bæjarritara og var erindi hans tekið fyrir á bæjarráðsfundi á fimmtudag. Þar var ákveðið að fela byggingarfulltrúa bæjarins að gera umsögn um málið. Steen segist í bréfinu leggja fram kvörtun vegna skiltisins. „Ég bý nálægt skiltinu og sjónræn áhrif skæra ljóssins frá skjánum eru mjög mikil og afar angrandi,“ skrifar hann. Eysteinn Pétur Lárusson, sem nýtekinn er við starfi framkvæmdastjóra Breiðabliks, segir umsjón og rekstur skiltisins alfarið í höndum leigutakans sem sé fyrirtækið Billboard. Íþróttafélaginu sjálfu hafi ekki borist athugasemdir vegna málsins. Ekki náðist tal af forsvarsmönnum Billboard. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis þar sem afgreiðslu var frestað þar sem beðið væri frekari upplýsinga.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels