Segja mikilvægt að íslensk yfirvöld láti í sér heyra vegna stöðunnar í Téténíu Anton Egilsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 6. maí 2017 14:07 Samtökin '78 lýsa yfir áhyggjum af stöðunni. vísir/vilhelm Formaður samtakanna 78 segir mikilvægt að yfirvöld á Íslandi láti í sér heyra vegna ofbeldis sem samkynhneigðir menn eru beittir í sjálfsstjórnarlýðræðinu Téténíu. Hún segir að yfir standi útrýmingarherferð gegn mönnunum og að ástandið versni með deginum. Samtökin 78 hafa staðið svokallaða mótmælavakt við rússneska sendiráðið í Reykjavík þar sem ástandinu í Téténíu er mótmælt. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að í Téténíu fari nú fram útrýmingarherferð gegn hommum og tvíkynhneigðum körlum. Þar séu þeir beittir grófu ofbeldi af hálfu yfirvalda. „Það er verið að taka þessa einstaklinga og aðra sem eru grunaðir um að vera hinsegin og hneppa þá í varðhald, pynta þá, svelta þá, beita á þá raflosti og fleira.” Téténía er að nafninu til hluti af Rússlandi en þar stjórnar Ramzan Kadyrov harðri hendi með blessun Vladímír Pútin, forseta Rússlands. Téténsk yfirvöld visa öllum ásökunum um útrýmingu á bug og hefur Kadyrov sagt að þær standist enga skoðun þar sem engir samkynhneigðir menn séu í Téténíu. „Og að það ætti að útrýma þeim ef þeir væru til sem er ekki beinlínis traustvekjandi svar. Á sama tíma hefur breska utanríkisráðuneytið staðfest það að Khadyrov hafi í huga að útrýma þessum samfélagshópi fyrir upphaf Ramadan sem er 26. maí. Allar okkar fregnir frá fólki sem hafa starfað á svæðinu eru á þann veg að það versnar bara og versnar,” segir María. Íslensk stjórnvöld þrýsti á rússnesk yfirvöldSamtökin 78 skora á rússnesk yfirvöld að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði mannréttinda og tryggja að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og að þeir sem fremja þessa glæpi verða sóttir til saka. „Við óttumst að þetta verði fordæmi fyrir önnur svæði sem gætu litið á þetta sem tækifæri til þess að fara í sams konar hreinsanir í sínum samfélögum. Því er mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld leggi fullan þunga í að þrýsta á rússnesk yfirvöld. Fram til þessa hafa rússnesk stjórnvöld látið sem ekkert sé að ske í Téténíu og hefur Pútín sagt að um sé að ræða sögusagnir. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Sjá meira
Formaður samtakanna 78 segir mikilvægt að yfirvöld á Íslandi láti í sér heyra vegna ofbeldis sem samkynhneigðir menn eru beittir í sjálfsstjórnarlýðræðinu Téténíu. Hún segir að yfir standi útrýmingarherferð gegn mönnunum og að ástandið versni með deginum. Samtökin 78 hafa staðið svokallaða mótmælavakt við rússneska sendiráðið í Reykjavík þar sem ástandinu í Téténíu er mótmælt. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að í Téténíu fari nú fram útrýmingarherferð gegn hommum og tvíkynhneigðum körlum. Þar séu þeir beittir grófu ofbeldi af hálfu yfirvalda. „Það er verið að taka þessa einstaklinga og aðra sem eru grunaðir um að vera hinsegin og hneppa þá í varðhald, pynta þá, svelta þá, beita á þá raflosti og fleira.” Téténía er að nafninu til hluti af Rússlandi en þar stjórnar Ramzan Kadyrov harðri hendi með blessun Vladímír Pútin, forseta Rússlands. Téténsk yfirvöld visa öllum ásökunum um útrýmingu á bug og hefur Kadyrov sagt að þær standist enga skoðun þar sem engir samkynhneigðir menn séu í Téténíu. „Og að það ætti að útrýma þeim ef þeir væru til sem er ekki beinlínis traustvekjandi svar. Á sama tíma hefur breska utanríkisráðuneytið staðfest það að Khadyrov hafi í huga að útrýma þessum samfélagshópi fyrir upphaf Ramadan sem er 26. maí. Allar okkar fregnir frá fólki sem hafa starfað á svæðinu eru á þann veg að það versnar bara og versnar,” segir María. Íslensk stjórnvöld þrýsti á rússnesk yfirvöldSamtökin 78 skora á rússnesk yfirvöld að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði mannréttinda og tryggja að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og að þeir sem fremja þessa glæpi verða sóttir til saka. „Við óttumst að þetta verði fordæmi fyrir önnur svæði sem gætu litið á þetta sem tækifæri til þess að fara í sams konar hreinsanir í sínum samfélögum. Því er mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld leggi fullan þunga í að þrýsta á rússnesk yfirvöld. Fram til þessa hafa rússnesk stjórnvöld látið sem ekkert sé að ske í Téténíu og hefur Pútín sagt að um sé að ræða sögusagnir.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Sjá meira