Sport

Djokovic er á móti bólusetningum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Novak Djokovic hafði unnið átján leiki í röð áður en keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins.
Novak Djokovic hafði unnið átján leiki í röð áður en keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. vísir/epa

Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, er mótfallinn bólusetningum og vill helst ekki láta bólusetja sig fyrir kórónuveirunni.

„Ég er á móti bólusetningum og myndi ekki vilja vera neyddur til að láta bólusetja mig svo ég geti ferðast. En ef þetta verður skylda þarf ég að taka ákvörðun,“ sagði Djokovic.

„Ég hef mínar skoðanir á þessu og ég veit ekki hvort þær breytast einhvern tímann.“

Þrátt fyrir að hafa sterkar skoðanir á málefninu segir Djokovic skiljanlegt að tennisleikarar þurfi að fara í bólusetningu áður en tímabilið hefst á ný.

„Ef keppni á að hefjast aftur í sumar skil ég vel að bólusetning verði skilyrði eftir langan tíma í einangrun.“

Djokovic vann fyrsta risamót ársins, Opna ástralska, en það var sautjándi sigur hans á risamóti. Aðeins tveir hafa unnið fleiri risamót í tennis; Roger Federer (20) og Rafael Nadal (19).

Wimbledon mótinu var aflýst í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöldinni og Opna franska var frestað fram á haust. Það hefst í lok september, skömmu eftir að Opna bandaríska lýkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×