Sport

Víðir biðst afsökunar: „Í dag gerði ég mistök“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Víðir Reynisson á upplýsingafundinum í dag.
Víðir Reynisson á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Vilhelm

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greinir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann hafi gert mistök á blaðamannafundi dagsins þar sem hann greindi frá því að fjögur íþróttafélög hafi stundað æfingar í æfingabanninu sem nú stendur yfir.

Greint frá því á Vísi fyrr í dag að fjórar tilkynningar hafi borist til lögreglunnar um íþróttastarfsemi og þar af var ein æfing þar sem 50 iðkendur eiga að hafa tekið þátt í æfingunni.

Margar sögusagnir fóru á flug og framkvæmdarstjóri Breiðabliks, Eysteinn Pétur Lárusson, sagði meðal annars að innan veggja félags væri enginn skipulögð starfsemi þó iðkendur væru hvattir til að hreyfa sig.

Víðir sagði svo frá því í kvöld að hann hafi gert mistök og baðst afsökunar á þeim.

„Ég sagði strax í upphafi á þess Covid-19 verkefni að ég myndi gera mistök. Í dag gerði ég mistök. Ég hélt því fram að 4 íþróttafélög hefðu verið með æfingar. Það var rangt og ég biðst afsökunar á því. Fullt af góðu fólki sem fékk að heyra það í dag að óþörfu,“ skrifaði Víðir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.