Dagar handabandsins gætu verið taldir vegna kórónuveirunnar Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2020 19:46 Valdimar Hafstein prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Dagar handabandsins gætu verið taldir vegna kórónuveirunnar. Þetta sýna breytingar sem hafa orðið á íslensku samfélagi í farsóttum áður fyrr. Fyrir um mánuði voru Íslendingar hvattir til að hætta handaböndum vegna kórónuveirunnar. Þótti það erfitt í fyrstu. Nú mánuði síðar bregður sumum við ef einhver réttir fram höndina. Í dag telst það sem ósiður að hrækja. Það þótti hins vegar ekki tiltökumál á Íslandi snemma á síðustu öld. „Við höfum séð siðvenjur breytast og hvernig við umgöngumst líkama okkar og hvert annað eftir svona faraldra. Það er erfitt að ímynda sér það en fram eftir öllum öldum hræktu Íslendingar hvar sem þeir komu. Á moldargólfið heima hjá sér, á mannamótum og samkomum, sem voru fyrst og fremst messur á sunnudögum, þá hræktum menn sýknt og heilagt,“ segir Valdimar Hafstein, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Þessum sið var algjörlega útrýmt í kringum uppgang berklanna, faraldurs sem náði hámarki árið 1930. „Þá kenndu Íslendingar hvor öðrum að hrækja ekki,“ segir Valdimar. Náði sér á strik með pönkinu Siðurinn náði sér þó ögn á strik við upphaf níunda áratugar síðustu aldar. „Þá var ekki lengur talin stafa hætta af berklum. Litið var á þetta sem andfélagslega hegðun sem var fordæmd alls staðar. Þá ákváðu pönkararnir að tileinka sér þetta. Maður sér þetta á ljósmyndum frá pönktónleikum í kringum 1980. Það er hráki í loftinu alls staðar og menn hrækja hver á annan. En svo er það horfið aftur.“ Handabandið 20. aldar fyrirbæri Handabandið er tiltölulega nýr siður á Íslandi í sögulegu samhengi. „Það tókst enginn í hendur á 18. eða 19. öld. Þetta er tuttugustu aldar fyrirbæri fyrst og fremst á Íslandi sem breiddist út með þessu nýja samfélagi jafningja. Við kusum jafningja okkar til þings og þingmenn tóku í spaðann á öllum til að sýna að þeir séu menn fólksins. Handabandið er merki um það að þú stendur jafnfætis í lífinu sem þú tekst í hendurnar við og horfir í augun á. Gagnstætt þeim siðum sem áður tíðkuðust að menn hneigðu sig fyrir þeim sem ofar stóðu í samfélagsstiganum og horfðu niður og til hliðar en ekki framan í þá,“ segir Valdimar. Fjarlægðin aukist Einnig sé vert að skoða hvað verði um líkamlegu nándina í samfélaginu. „Við Íslendingar erum ekkert þekkt fyrir að hafa lítið líkamsrými. Við tökum mikið pláss og höldum fjarlægð en sú fjarlægð hefur aukist í þessum faraldri. Þetta tekur maður eftir í almennum samskiptum núna. Það er spurning hvað faraldurinn mun standa lengi, hvaða áhrif þetta hefur til langs tíma. Hversu fljót við erum að venjast af fyrri siðum og þægindarömmum og inn í þessa nýju.“ Fáir sjúga upp í nefið Hann segir Íslendinga þekkta sem þjóðina sem sýgur upp í nefið, sem þykir mesti ósiður í sumum löndum. „Stór hluti sem maður sér á muninum á menningu landa er hvernig við hugsum um líkama okkar og annarra og hvernig við nálgumst þá. Það speglast í þessum mörkum sem við drögum, meðal annars í kringum líkamsvessana, hvernig við umgöngumst þá. Íslendingar eru þekktir fyrir það meðal þeirra sem hafa heimsótt Ísland að vera þjóð sem sýgur upp í nefið. Sem þykir víðast hvar frekar ógeðslegt og mikill ósiður. Okkur þykir jafn hræðilegt að sitja til borðs með útlending sem tekur upp bréfþurrku og snýtir sér við borðið. Það þykir mesta kurteisi annars staðar. Ég tók eftir því í strætó um daginn, þar sem ég sat í korter, að það var ekki nokkur sála sem saug upp í nefið alla leið. Þannig að það er spurning hvað gerist með þennan sið hjá okkur.“ Gamla ráðið við vindgangi á almannafæri snýst við Þá óttast margir að hósta á almannafæri á tímum kórónuveirunnar. Valdimar segir það koma sér illa fyrir þá sem fylgja gömlum tilmælum um að leysa vind á almannafæri. „Maður sér það í 100 til 300 ára gömlum mannasiðabókum, þar sem var smám saman var verið að kenna fólki að hegða sér öðruvísi og umgangast líkama sína öðruvísi í kringum annað fólk. Þar voru miklar áhyggjur af hóstum og hnerrum en sérlega verið að kenna fólki að prumpa ekki á almannafæri. Það væri hinn versti ósiður og fúlmennska. En ef það sé algjörlega óhjákvæmilegt þá sé gott ráð að hósta duglega til að yfirgnæfa hljóðið. Nú er það grínið að þetta sé að snúast við, ef það sé óhjákvæmilegt að hósta þá sé gott að reka ærlega við til að yfirgnæfa það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Dagar handabandsins gætu verið taldir vegna kórónuveirunnar. Þetta sýna breytingar sem hafa orðið á íslensku samfélagi í farsóttum áður fyrr. Fyrir um mánuði voru Íslendingar hvattir til að hætta handaböndum vegna kórónuveirunnar. Þótti það erfitt í fyrstu. Nú mánuði síðar bregður sumum við ef einhver réttir fram höndina. Í dag telst það sem ósiður að hrækja. Það þótti hins vegar ekki tiltökumál á Íslandi snemma á síðustu öld. „Við höfum séð siðvenjur breytast og hvernig við umgöngumst líkama okkar og hvert annað eftir svona faraldra. Það er erfitt að ímynda sér það en fram eftir öllum öldum hræktu Íslendingar hvar sem þeir komu. Á moldargólfið heima hjá sér, á mannamótum og samkomum, sem voru fyrst og fremst messur á sunnudögum, þá hræktum menn sýknt og heilagt,“ segir Valdimar Hafstein, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Þessum sið var algjörlega útrýmt í kringum uppgang berklanna, faraldurs sem náði hámarki árið 1930. „Þá kenndu Íslendingar hvor öðrum að hrækja ekki,“ segir Valdimar. Náði sér á strik með pönkinu Siðurinn náði sér þó ögn á strik við upphaf níunda áratugar síðustu aldar. „Þá var ekki lengur talin stafa hætta af berklum. Litið var á þetta sem andfélagslega hegðun sem var fordæmd alls staðar. Þá ákváðu pönkararnir að tileinka sér þetta. Maður sér þetta á ljósmyndum frá pönktónleikum í kringum 1980. Það er hráki í loftinu alls staðar og menn hrækja hver á annan. En svo er það horfið aftur.“ Handabandið 20. aldar fyrirbæri Handabandið er tiltölulega nýr siður á Íslandi í sögulegu samhengi. „Það tókst enginn í hendur á 18. eða 19. öld. Þetta er tuttugustu aldar fyrirbæri fyrst og fremst á Íslandi sem breiddist út með þessu nýja samfélagi jafningja. Við kusum jafningja okkar til þings og þingmenn tóku í spaðann á öllum til að sýna að þeir séu menn fólksins. Handabandið er merki um það að þú stendur jafnfætis í lífinu sem þú tekst í hendurnar við og horfir í augun á. Gagnstætt þeim siðum sem áður tíðkuðust að menn hneigðu sig fyrir þeim sem ofar stóðu í samfélagsstiganum og horfðu niður og til hliðar en ekki framan í þá,“ segir Valdimar. Fjarlægðin aukist Einnig sé vert að skoða hvað verði um líkamlegu nándina í samfélaginu. „Við Íslendingar erum ekkert þekkt fyrir að hafa lítið líkamsrými. Við tökum mikið pláss og höldum fjarlægð en sú fjarlægð hefur aukist í þessum faraldri. Þetta tekur maður eftir í almennum samskiptum núna. Það er spurning hvað faraldurinn mun standa lengi, hvaða áhrif þetta hefur til langs tíma. Hversu fljót við erum að venjast af fyrri siðum og þægindarömmum og inn í þessa nýju.“ Fáir sjúga upp í nefið Hann segir Íslendinga þekkta sem þjóðina sem sýgur upp í nefið, sem þykir mesti ósiður í sumum löndum. „Stór hluti sem maður sér á muninum á menningu landa er hvernig við hugsum um líkama okkar og annarra og hvernig við nálgumst þá. Það speglast í þessum mörkum sem við drögum, meðal annars í kringum líkamsvessana, hvernig við umgöngumst þá. Íslendingar eru þekktir fyrir það meðal þeirra sem hafa heimsótt Ísland að vera þjóð sem sýgur upp í nefið. Sem þykir víðast hvar frekar ógeðslegt og mikill ósiður. Okkur þykir jafn hræðilegt að sitja til borðs með útlending sem tekur upp bréfþurrku og snýtir sér við borðið. Það þykir mesta kurteisi annars staðar. Ég tók eftir því í strætó um daginn, þar sem ég sat í korter, að það var ekki nokkur sála sem saug upp í nefið alla leið. Þannig að það er spurning hvað gerist með þennan sið hjá okkur.“ Gamla ráðið við vindgangi á almannafæri snýst við Þá óttast margir að hósta á almannafæri á tímum kórónuveirunnar. Valdimar segir það koma sér illa fyrir þá sem fylgja gömlum tilmælum um að leysa vind á almannafæri. „Maður sér það í 100 til 300 ára gömlum mannasiðabókum, þar sem var smám saman var verið að kenna fólki að hegða sér öðruvísi og umgangast líkama sína öðruvísi í kringum annað fólk. Þar voru miklar áhyggjur af hóstum og hnerrum en sérlega verið að kenna fólki að prumpa ekki á almannafæri. Það væri hinn versti ósiður og fúlmennska. En ef það sé algjörlega óhjákvæmilegt þá sé gott ráð að hósta duglega til að yfirgnæfa hljóðið. Nú er það grínið að þetta sé að snúast við, ef það sé óhjákvæmilegt að hósta þá sé gott að reka ærlega við til að yfirgnæfa það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira