Yfirlögregluþjónn segir að skólahald ætti að geta orðið líkt og fyrir samkomubann eftir 4. maí Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. apríl 2020 18:48 Reglan um tveggja metra fjarlægð á milli fólks mun áfram gilda í skólum eftir 4. maí að sögn menntamálaráðherra. Skólastjórnendur hafa lýst yfir áhyggjum af því að þessar reglur muni hafa veruleg áhrif á skólastarf. Yfirlögregluþjónn sagði á fundi almannavarna í dag að skólahald ætti þá að geta orðið líkt og fyrir samkomubann. Skólastjórnendur hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni í grunnskólum vegna kórónuveirunnar og sagði skólastjóri Seljaskóla í fréttum fyrir helgi að skólastarf gæti ekki farið fram með eðlilegum hætti ef reglan um tvo metra á milli barna og takmörk um færri en fimmtíu manns á sama svæði taki til leik- og grunnskóla. „Tillaga sóttvarnarlæknis og ákvörðun heilbrigðisráðherra ræður hvað þetta varðar og við verðum að taka tillit til þess. Ég hef líka heyrt í ótal skólafólki um allt land sem segir, jú þetta er áskorun en við gerum það sem þarf,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Þannig þú ert að segja að reglan muni gilda í grunnskólum- og leikskólum? „Reglan gildir, já,“ sagði Lilja. Lilja AlfreðsdóttirVísir/vilhelm Skólastjórnendur verði því að skipuleggja skólastarf eftir þessum reglum. Verið sé að útfæra þá framkvæmd að skólasund og íþróttir í skólum geti farið fram. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir hins vegar að útfærslan í minnisblaði frá sóttvarnarlækni eigi að gera það að verkum að skólahald geti orðið líkt og það var fyrir samkomubann. „Við ætlum að gera það að verkum að sú hugsun sem var í upphafi að skólastarf leik- og grunnskóla og íþrótta- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólahaldi geti frá og með 4. maí verið með nánast óheftum hætti eins og aðstæður leyfa en það má segja að það verði eins og það var fyrir fyrsta samkomubann,“ sagði Víðir Reynisson. Samtal er nú á milli skólastjórnenda og þeirra hópa sem eru í hvað mestri brottfallshættu auk þeirra barna sem hafa verið félagslega einangruð. „Kennararnir eru að tala við þá nemendur sem eru í viðkvæmri stöðu. Ég heyri það líka á fræðsluyfirvöldum um allt land að það sé verið að nálgast þetta með þessum hætti. Þetta verður mikil vinna en við getum farið í hana,“ sagði Lilja. Reglur um skólasókn verði áfram sveigjanlegar. „Ég hvet auðvitað alla til þess að sinna þeirri fræðsluskyldu sem uppi er en ég segi líka að við verðum að sýna ákveðinn sveigjanleika þegar það eru inni á heimili einstaklingar með mikla undirliggjandi sjúkdóma þá þarf að taka tillit til þess,“ sagði Lilja. Fréttin var uppfærð kl 21:21 með upplýsingum frá menntamálaráðherra: Nú er í gildi takmörkun á skólahaldi, á öllum skólastigum, sem gerir það að verkum að leikskólabörn eru eins aðskilin og kostur er, og að nemendur í grunnskóla skuli ekki vera fleiri en 20 nemendur í sömu stofu, til að tryggja eins mikla fjarlægð á milli þeirra eins og unnt er. Áréttað skal að ákvörðun um það hvernig takmörkunum á skólastarfi verður aflétt mun koma fram í auglýsingu frá heilbrigðisráðuneytinu. Auglýsingin er enn í vinnslu heilbrigðisráðuneytis. Hún verður birt á allra næstu dögum. Mikilvægt er að horfa til þess að ólíkar takmarkanir eru á skólastarfi eftir aldri nemenda Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Foreldrar áhyggjufullir yfir einmana ungmennum Hitt húsið kannar hvort mögulegt sé að aðstoða fleiri ungmenni sem eru félagslega einangruð vegna aukinnar eftirspurnar eftir þjónustunni. Verkefnastjóri segir að mun fleiri foreldrar hafi haft samband síðustu vikur en áður og lýst yfir áhyggjum vegna félagslegrar stöðu barna sinna. 19. apríl 2020 13:37 Fjórðungi barna haldið heima þegar mest var Fjórðungur foreldra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík hélt börnum sínum heima þegar kórónuveirufaraldurinn var sem mestur. Skólastjóri segir fleiri nú farna að senda börnin aftur í skóla en hann hefur áhyggjur af líðan barna sem hafa jafnvel ekki mætt í fimm vikur í skólann núna. 16. apríl 2020 22:22 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Sjá meira
Reglan um tveggja metra fjarlægð á milli fólks mun áfram gilda í skólum eftir 4. maí að sögn menntamálaráðherra. Skólastjórnendur hafa lýst yfir áhyggjum af því að þessar reglur muni hafa veruleg áhrif á skólastarf. Yfirlögregluþjónn sagði á fundi almannavarna í dag að skólahald ætti þá að geta orðið líkt og fyrir samkomubann. Skólastjórnendur hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni í grunnskólum vegna kórónuveirunnar og sagði skólastjóri Seljaskóla í fréttum fyrir helgi að skólastarf gæti ekki farið fram með eðlilegum hætti ef reglan um tvo metra á milli barna og takmörk um færri en fimmtíu manns á sama svæði taki til leik- og grunnskóla. „Tillaga sóttvarnarlæknis og ákvörðun heilbrigðisráðherra ræður hvað þetta varðar og við verðum að taka tillit til þess. Ég hef líka heyrt í ótal skólafólki um allt land sem segir, jú þetta er áskorun en við gerum það sem þarf,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Þannig þú ert að segja að reglan muni gilda í grunnskólum- og leikskólum? „Reglan gildir, já,“ sagði Lilja. Lilja AlfreðsdóttirVísir/vilhelm Skólastjórnendur verði því að skipuleggja skólastarf eftir þessum reglum. Verið sé að útfæra þá framkvæmd að skólasund og íþróttir í skólum geti farið fram. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir hins vegar að útfærslan í minnisblaði frá sóttvarnarlækni eigi að gera það að verkum að skólahald geti orðið líkt og það var fyrir samkomubann. „Við ætlum að gera það að verkum að sú hugsun sem var í upphafi að skólastarf leik- og grunnskóla og íþrótta- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólahaldi geti frá og með 4. maí verið með nánast óheftum hætti eins og aðstæður leyfa en það má segja að það verði eins og það var fyrir fyrsta samkomubann,“ sagði Víðir Reynisson. Samtal er nú á milli skólastjórnenda og þeirra hópa sem eru í hvað mestri brottfallshættu auk þeirra barna sem hafa verið félagslega einangruð. „Kennararnir eru að tala við þá nemendur sem eru í viðkvæmri stöðu. Ég heyri það líka á fræðsluyfirvöldum um allt land að það sé verið að nálgast þetta með þessum hætti. Þetta verður mikil vinna en við getum farið í hana,“ sagði Lilja. Reglur um skólasókn verði áfram sveigjanlegar. „Ég hvet auðvitað alla til þess að sinna þeirri fræðsluskyldu sem uppi er en ég segi líka að við verðum að sýna ákveðinn sveigjanleika þegar það eru inni á heimili einstaklingar með mikla undirliggjandi sjúkdóma þá þarf að taka tillit til þess,“ sagði Lilja. Fréttin var uppfærð kl 21:21 með upplýsingum frá menntamálaráðherra: Nú er í gildi takmörkun á skólahaldi, á öllum skólastigum, sem gerir það að verkum að leikskólabörn eru eins aðskilin og kostur er, og að nemendur í grunnskóla skuli ekki vera fleiri en 20 nemendur í sömu stofu, til að tryggja eins mikla fjarlægð á milli þeirra eins og unnt er. Áréttað skal að ákvörðun um það hvernig takmörkunum á skólastarfi verður aflétt mun koma fram í auglýsingu frá heilbrigðisráðuneytinu. Auglýsingin er enn í vinnslu heilbrigðisráðuneytis. Hún verður birt á allra næstu dögum. Mikilvægt er að horfa til þess að ólíkar takmarkanir eru á skólastarfi eftir aldri nemenda
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Foreldrar áhyggjufullir yfir einmana ungmennum Hitt húsið kannar hvort mögulegt sé að aðstoða fleiri ungmenni sem eru félagslega einangruð vegna aukinnar eftirspurnar eftir þjónustunni. Verkefnastjóri segir að mun fleiri foreldrar hafi haft samband síðustu vikur en áður og lýst yfir áhyggjum vegna félagslegrar stöðu barna sinna. 19. apríl 2020 13:37 Fjórðungi barna haldið heima þegar mest var Fjórðungur foreldra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík hélt börnum sínum heima þegar kórónuveirufaraldurinn var sem mestur. Skólastjóri segir fleiri nú farna að senda börnin aftur í skóla en hann hefur áhyggjur af líðan barna sem hafa jafnvel ekki mætt í fimm vikur í skólann núna. 16. apríl 2020 22:22 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Sjá meira
Foreldrar áhyggjufullir yfir einmana ungmennum Hitt húsið kannar hvort mögulegt sé að aðstoða fleiri ungmenni sem eru félagslega einangruð vegna aukinnar eftirspurnar eftir þjónustunni. Verkefnastjóri segir að mun fleiri foreldrar hafi haft samband síðustu vikur en áður og lýst yfir áhyggjum vegna félagslegrar stöðu barna sinna. 19. apríl 2020 13:37
Fjórðungi barna haldið heima þegar mest var Fjórðungur foreldra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík hélt börnum sínum heima þegar kórónuveirufaraldurinn var sem mestur. Skólastjóri segir fleiri nú farna að senda börnin aftur í skóla en hann hefur áhyggjur af líðan barna sem hafa jafnvel ekki mætt í fimm vikur í skólann núna. 16. apríl 2020 22:22