Fundu örplast í fylgju ófæddra barna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. desember 2020 13:12 Ekki liggur fyrir hvaða afleiðingar örplastið getur haft í för með sér. Getty Í fyrsta sinn hefur örplast hefur fundist í fylgju ófæddra barna sem vísindamenn segja vera „gríðarlegt áhyggjuefni.“ Ekki liggur þó fyrir á þessu stigi hverjar heilsufarslegar afleiðingar af völdum örplasts í fylgju kunna að vera að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um málið. Vísindamenn segja þó að líkaminn geti borið efni sem geti valdið langtíma skaða eða haft neikvæð áhrif á mótun ónæmiskerfisins í fóstrinu. Líklegt þykir að örplastið hafi annað hvort verið í mat sem móðirin borðaði eða hún hafi andað því að sér og þannig hafi það síðan borist í fylgjuna. Örplastið fannst í fylgju fjögurra hraustra barnshafandi kvenna sem áttu hefðbundna meðgöngu og fæðingu án inngripa. Örplastið fannst bæði í fóstur- og móðurhlið fylgjunnar og í himnunni sem fóstrið þroskast í. Um tugur örplastagna fundust í rannsókninni en aðeins um 4% fylgjunnar var rannsökuð sem engu að síður bendir til þess að heildarfjöldi örplastagna sé mun meiri. Örplast fannst í fylgju fjögurra kvenna sem voru hraustar á meðgöngunni.Getty Allar agnirnar sem rannsakaðar voru voru úr plasti sem hafði verið litað blátt, rautt, appelsínugult eða bleikt, sem hugsanlega geti komið úr umbúðum, málningu eða snyrti- eða hreinlætisvörum. Örplastagnirnar voru flestar um tíu míkrón að stærð, eða um 0.01 millimetrar, sem er nógu smátt til þess að agnirnar geti ferðast um blóðrásina. Að því er fram kemur í frétt Guardian er ekki útilokað að örplastagnirnar hafi komist inn í líkama barnanna en rannsakendum tókst ekki að leggja fullnægjandi mat á hvort svo væri. „Þetta er eins og að eignast óhefðbundið barn: Ekki lengur aðeins samsett úr mannafrumum heldur einnig úr blöndu af lífrænum og ólífrænum efnum,“ segir Antonio Ragusa sem leiddi rannsóknina sem birtist í vísindatímaritinu Environment International. „Mæðurnar voru í áfalli.“ Börn og uppeldi Vísindi Umhverfismál Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Vísindamenn segja þó að líkaminn geti borið efni sem geti valdið langtíma skaða eða haft neikvæð áhrif á mótun ónæmiskerfisins í fóstrinu. Líklegt þykir að örplastið hafi annað hvort verið í mat sem móðirin borðaði eða hún hafi andað því að sér og þannig hafi það síðan borist í fylgjuna. Örplastið fannst í fylgju fjögurra hraustra barnshafandi kvenna sem áttu hefðbundna meðgöngu og fæðingu án inngripa. Örplastið fannst bæði í fóstur- og móðurhlið fylgjunnar og í himnunni sem fóstrið þroskast í. Um tugur örplastagna fundust í rannsókninni en aðeins um 4% fylgjunnar var rannsökuð sem engu að síður bendir til þess að heildarfjöldi örplastagna sé mun meiri. Örplast fannst í fylgju fjögurra kvenna sem voru hraustar á meðgöngunni.Getty Allar agnirnar sem rannsakaðar voru voru úr plasti sem hafði verið litað blátt, rautt, appelsínugult eða bleikt, sem hugsanlega geti komið úr umbúðum, málningu eða snyrti- eða hreinlætisvörum. Örplastagnirnar voru flestar um tíu míkrón að stærð, eða um 0.01 millimetrar, sem er nógu smátt til þess að agnirnar geti ferðast um blóðrásina. Að því er fram kemur í frétt Guardian er ekki útilokað að örplastagnirnar hafi komist inn í líkama barnanna en rannsakendum tókst ekki að leggja fullnægjandi mat á hvort svo væri. „Þetta er eins og að eignast óhefðbundið barn: Ekki lengur aðeins samsett úr mannafrumum heldur einnig úr blöndu af lífrænum og ólífrænum efnum,“ segir Antonio Ragusa sem leiddi rannsóknina sem birtist í vísindatímaritinu Environment International. „Mæðurnar voru í áfalli.“
Börn og uppeldi Vísindi Umhverfismál Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira