Fundu örplast í fylgju ófæddra barna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. desember 2020 13:12 Ekki liggur fyrir hvaða afleiðingar örplastið getur haft í för með sér. Getty Í fyrsta sinn hefur örplast hefur fundist í fylgju ófæddra barna sem vísindamenn segja vera „gríðarlegt áhyggjuefni.“ Ekki liggur þó fyrir á þessu stigi hverjar heilsufarslegar afleiðingar af völdum örplasts í fylgju kunna að vera að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um málið. Vísindamenn segja þó að líkaminn geti borið efni sem geti valdið langtíma skaða eða haft neikvæð áhrif á mótun ónæmiskerfisins í fóstrinu. Líklegt þykir að örplastið hafi annað hvort verið í mat sem móðirin borðaði eða hún hafi andað því að sér og þannig hafi það síðan borist í fylgjuna. Örplastið fannst í fylgju fjögurra hraustra barnshafandi kvenna sem áttu hefðbundna meðgöngu og fæðingu án inngripa. Örplastið fannst bæði í fóstur- og móðurhlið fylgjunnar og í himnunni sem fóstrið þroskast í. Um tugur örplastagna fundust í rannsókninni en aðeins um 4% fylgjunnar var rannsökuð sem engu að síður bendir til þess að heildarfjöldi örplastagna sé mun meiri. Örplast fannst í fylgju fjögurra kvenna sem voru hraustar á meðgöngunni.Getty Allar agnirnar sem rannsakaðar voru voru úr plasti sem hafði verið litað blátt, rautt, appelsínugult eða bleikt, sem hugsanlega geti komið úr umbúðum, málningu eða snyrti- eða hreinlætisvörum. Örplastagnirnar voru flestar um tíu míkrón að stærð, eða um 0.01 millimetrar, sem er nógu smátt til þess að agnirnar geti ferðast um blóðrásina. Að því er fram kemur í frétt Guardian er ekki útilokað að örplastagnirnar hafi komist inn í líkama barnanna en rannsakendum tókst ekki að leggja fullnægjandi mat á hvort svo væri. „Þetta er eins og að eignast óhefðbundið barn: Ekki lengur aðeins samsett úr mannafrumum heldur einnig úr blöndu af lífrænum og ólífrænum efnum,“ segir Antonio Ragusa sem leiddi rannsóknina sem birtist í vísindatímaritinu Environment International. „Mæðurnar voru í áfalli.“ Börn og uppeldi Vísindi Umhverfismál Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Vísindamenn segja þó að líkaminn geti borið efni sem geti valdið langtíma skaða eða haft neikvæð áhrif á mótun ónæmiskerfisins í fóstrinu. Líklegt þykir að örplastið hafi annað hvort verið í mat sem móðirin borðaði eða hún hafi andað því að sér og þannig hafi það síðan borist í fylgjuna. Örplastið fannst í fylgju fjögurra hraustra barnshafandi kvenna sem áttu hefðbundna meðgöngu og fæðingu án inngripa. Örplastið fannst bæði í fóstur- og móðurhlið fylgjunnar og í himnunni sem fóstrið þroskast í. Um tugur örplastagna fundust í rannsókninni en aðeins um 4% fylgjunnar var rannsökuð sem engu að síður bendir til þess að heildarfjöldi örplastagna sé mun meiri. Örplast fannst í fylgju fjögurra kvenna sem voru hraustar á meðgöngunni.Getty Allar agnirnar sem rannsakaðar voru voru úr plasti sem hafði verið litað blátt, rautt, appelsínugult eða bleikt, sem hugsanlega geti komið úr umbúðum, málningu eða snyrti- eða hreinlætisvörum. Örplastagnirnar voru flestar um tíu míkrón að stærð, eða um 0.01 millimetrar, sem er nógu smátt til þess að agnirnar geti ferðast um blóðrásina. Að því er fram kemur í frétt Guardian er ekki útilokað að örplastagnirnar hafi komist inn í líkama barnanna en rannsakendum tókst ekki að leggja fullnægjandi mat á hvort svo væri. „Þetta er eins og að eignast óhefðbundið barn: Ekki lengur aðeins samsett úr mannafrumum heldur einnig úr blöndu af lífrænum og ólífrænum efnum,“ segir Antonio Ragusa sem leiddi rannsóknina sem birtist í vísindatímaritinu Environment International. „Mæðurnar voru í áfalli.“
Börn og uppeldi Vísindi Umhverfismál Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira