Ein af sögum mótsins: 66 ára gamli Lim skellti Humphries Anton Ingi Leifsson skrifar 18. desember 2020 23:01 Lim vann hugu og hjörtu píluheimsins með sigrinum í kvöld. Luke Walker/Getty Images Saga dagsins á heimsmeistaramótinu í pílukasti er Paul Lim. Hinn 66 ára gamli Lim kemur frá Singapúr og gerði sér lítið fyrir og fleygði Luke Humphries úr keppni. Það stefndi flest í auðveldan sigur Luke Humphries sem er mun ofar en Lim á heimslistanum en einnig hefur Lim varla spilað pílu á árinu vegna faraldursins. Hann hefur ekki náð að taka þátt í neinum mótum. Luke komst í 2-0 en þá vaknaði hinn þaulreyndi Lim. Hann vann sig hægt og rólega inn í leikinn og jafnaði metin í 2-2. Það þurfti því úrslitasett um sætið í 32-manna úrslitunum og hinn brosmildi Lim vann orystuna 3-1. Incredible scenes here at Ally Pally as 66-year-old Paul Lim, in his 25th World Championship, comes from 2-0 down to defeat Luke Humphries 3-2!Now that, was DRAMA! pic.twitter.com/UUscNmsZQf— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2020 Dagurinn byrjaði hins vegar ekki vel fyrir þá sem vonuðust eftir spennandi degi. Fyrstu tveir leikir dagsins fóru 3-0 og þar var lítið um spennu. Það var fyrst í leik Wayne Jones og Ciarán Teehan sem spenna myndaðist en sá leikur fór alla leið í úrslitasett. Fyrstu tveir leikir kvöldsins, fóru líkt og leikur Luke og Paul Lim, í úrslitasett en Dirk van Duijvenbode og hinn þaulreyndi John Henderson komust áfram eftir 3-2 sigra. Í síðasta leik kvöldsins var það svo James Wade sem lenti ekki í neinum vandræðum með Callan Rydz. Lokatölur 3-0. It's a comprehensive whitewash victory for James Wade over a below par Callan Rydz to close out the action on Day Four! pic.twitter.com/C38SmzwRlc— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2020 Öll úrslit dagsins: Mickey Mansell - Haupai Puha 3-0 Darius Labanauskas - Chengan Liu 3-0 Wayne Jones - Ciarán Teehan 3-2 Jamie Hughes - Adam Hunt 0-3 Dirk van Duijvenbode - Bradley Brooks 3-2 John Henderson - Marko Kantele 3-2 Luke Humphries - Paul Lim 2-3 James Wade - Callan Rydz 3-0 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Sjá meira
Það stefndi flest í auðveldan sigur Luke Humphries sem er mun ofar en Lim á heimslistanum en einnig hefur Lim varla spilað pílu á árinu vegna faraldursins. Hann hefur ekki náð að taka þátt í neinum mótum. Luke komst í 2-0 en þá vaknaði hinn þaulreyndi Lim. Hann vann sig hægt og rólega inn í leikinn og jafnaði metin í 2-2. Það þurfti því úrslitasett um sætið í 32-manna úrslitunum og hinn brosmildi Lim vann orystuna 3-1. Incredible scenes here at Ally Pally as 66-year-old Paul Lim, in his 25th World Championship, comes from 2-0 down to defeat Luke Humphries 3-2!Now that, was DRAMA! pic.twitter.com/UUscNmsZQf— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2020 Dagurinn byrjaði hins vegar ekki vel fyrir þá sem vonuðust eftir spennandi degi. Fyrstu tveir leikir dagsins fóru 3-0 og þar var lítið um spennu. Það var fyrst í leik Wayne Jones og Ciarán Teehan sem spenna myndaðist en sá leikur fór alla leið í úrslitasett. Fyrstu tveir leikir kvöldsins, fóru líkt og leikur Luke og Paul Lim, í úrslitasett en Dirk van Duijvenbode og hinn þaulreyndi John Henderson komust áfram eftir 3-2 sigra. Í síðasta leik kvöldsins var það svo James Wade sem lenti ekki í neinum vandræðum með Callan Rydz. Lokatölur 3-0. It's a comprehensive whitewash victory for James Wade over a below par Callan Rydz to close out the action on Day Four! pic.twitter.com/C38SmzwRlc— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2020 Öll úrslit dagsins: Mickey Mansell - Haupai Puha 3-0 Darius Labanauskas - Chengan Liu 3-0 Wayne Jones - Ciarán Teehan 3-2 Jamie Hughes - Adam Hunt 0-3 Dirk van Duijvenbode - Bradley Brooks 3-2 John Henderson - Marko Kantele 3-2 Luke Humphries - Paul Lim 2-3 James Wade - Callan Rydz 3-0 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Öll úrslit dagsins: Mickey Mansell - Haupai Puha 3-0 Darius Labanauskas - Chengan Liu 3-0 Wayne Jones - Ciarán Teehan 3-2 Jamie Hughes - Adam Hunt 0-3 Dirk van Duijvenbode - Bradley Brooks 3-2 John Henderson - Marko Kantele 3-2 Luke Humphries - Paul Lim 2-3 James Wade - Callan Rydz 3-0
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Sjá meira