Sport

Ein af sögum mótsins: 66 ára gamli Lim skellti Humphries

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lim vann hugu og hjörtu píluheimsins með sigrinum í kvöld.
Lim vann hugu og hjörtu píluheimsins með sigrinum í kvöld. Luke Walker/Getty Images

Saga dagsins á heimsmeistaramótinu í pílukasti er Paul Lim. Hinn 66 ára gamli Lim kemur frá Singapúr og gerði sér lítið fyrir og fleygði Luke Humphries úr keppni.

Það stefndi flest í auðveldan sigur Luke Humphries sem er mun ofar en Lim á heimslistanum en einnig hefur Lim varla spilað pílu á árinu vegna faraldursins. Hann hefur ekki náð að taka þátt í neinum mótum.

Luke komst í 2-0 en þá vaknaði hinn þaulreyndi Lim. Hann vann sig hægt og rólega inn í leikinn og jafnaði metin í 2-2. Það þurfti því úrslitasett um sætið í 32-manna úrslitunum og hinn brosmildi Lim vann orystuna 3-1.

Dagurinn byrjaði hins vegar ekki vel fyrir þá sem vonuðust eftir spennandi degi. Fyrstu tveir leikir dagsins fóru 3-0 og þar var lítið um spennu.

Það var fyrst í leik Wayne Jones og Ciarán Teehan sem spenna myndaðist en sá leikur fór alla leið í úrslitasett.

Fyrstu tveir leikir kvöldsins, fóru líkt og leikur Luke og Paul Lim, í úrslitasett en Dirk van Duijvenbode og hinn þaulreyndi John Henderson komust áfram eftir 3-2 sigra.

Í síðasta leik kvöldsins var það svo James Wade sem lenti ekki í neinum vandræðum með Callan Rydz. Lokatölur 3-0.

Öll úrslit dagsins:

Mickey Mansell - Haupai Puha 3-0

Darius Labanauskas - Chengan Liu 3-0

Wayne Jones - Ciarán Teehan 3-2

Jamie Hughes - Adam Hunt 0-3

Dirk van Duijvenbode - Bradley Brooks 3-2

John Henderson - Marko Kantele 3-2

Luke Humphries - Paul Lim 2-3

James Wade - Callan Rydz 3-0


HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×