Steinunn og Guðmundur Ágúst íþróttafólk ársins í Reykjavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. desember 2020 15:16 Íþróttafólk Reykjavíkurborgar árið 2020. Samsett/ÍBR Steinunn Björnsdóttir, handknattleikskona úr Fram og atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR eru íþróttakona og íþróttamaður ársins hjá Reykjavíkurborg árið 2020. Það íþróttafólk sem tilnefnd var sem Íþróttafólk Reykjavíkur 2020 fær fjárstyrk frá ÍBR, Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Þá fá íþróttalið sem náðu framúrskarandi árangri á árinu styrk frá ÍBR. Það eru þau lið sem urðu Íslands-, bikar- og deildarmeistarar. Lista yfir íþróttafólk og íþróttalið má finna hér að neðan. Frá þessu var greint inn á vef Íþróttabandalags Reykjavíkur. Steinunn Björnsdóttir, íþróttakona Reykjavíkur 2020 „Steinunn Björnsdóttir er fyrirliði bikar- og deildarmeistara Fram í handknattleik 2020. Steinunn hefur verið besti leikmaður Íslandsmótsins í handbolta, eftir síðasta tímabil var hún valin besti varnar- og línumaður sem og valin mikilvægasti leikmaðurinn. Steinunn er fyrirmyndar leikmaður og mikill leiðtogi inn á vellinum. Hún leggur áherslu á að miðla reynslu sinni til yngri iðkenda og heldur fyrirlestra í félögum á höfuðborgarsvæðinu. Við óskum Steinunni Björnsdóttur til hamingju með titilinn Íþróttakona Reykjavíkur 2020,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Guðmundur Ágúst, íþróttamaður Reykjavíkur 2020 „Á árinu 2020 var Guðmundur Ágúst með keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Challenge Tour (Áskorendamótaröðinni) en aðeins fimm íslenskir kylfingar hafa öðlast keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni. Guðmundur Ágúst endaði í 46. sæti á stigalistanum sem er næst besti árangur hjá íslenskum atvinnukylfingi á mótaröðinni. Besti árangur hans var á Norður-Írlandi þar sem Guðmundur Ágúst endaði í 5. sæti. Guðmundur Ágúst hefur farið hratt upp heimslistann á undanförnum misserum. Við óskum Guðmundi Ágústi Kristjánssyni til hamingju með titilinn Íþróttamaður Reykjavíkur 2020,“ segir í tilkynningu Reykjavíkur borgar. Eftirfarandi íþróttafólk var tilnefnt sem Íþróttafólk Reykjavíkur 2020 og fær því fjárstyrk frá ÍBR: Ásdís Hjálmsdóttir Annerud, spjótkastari - Ármann Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, frjálsíþróttakona - ÍR Elín Metta Jensen, knattspyrnukona - Valur Kristrún Guðnadóttir, gönguskíðakona - Ullur Birkir Már Sævarsson, knattspyrna - Valur Guðni Valur Guðnason, kringlukast - ÍR Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingar - Ármann Snorri Einarsson, skíðaganga – Ullur Eftirfarandi íþróttalið voru tilnefnd sem íþróttalið ársins og fá fjárstyrk frá ÍBR: Handknattleiksdeild Fram Keiludeild ÍR Keilufélag Reykjavíkur Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur Handknattleiksdeild Vals Knattspyrnudeild Vals Körfuknattleiksdeild Vals Borðtennisdeild Víkings Karatefélag Þórshamars Íslenski handboltinn Golf Reykjavík Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira
Það íþróttafólk sem tilnefnd var sem Íþróttafólk Reykjavíkur 2020 fær fjárstyrk frá ÍBR, Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Þá fá íþróttalið sem náðu framúrskarandi árangri á árinu styrk frá ÍBR. Það eru þau lið sem urðu Íslands-, bikar- og deildarmeistarar. Lista yfir íþróttafólk og íþróttalið má finna hér að neðan. Frá þessu var greint inn á vef Íþróttabandalags Reykjavíkur. Steinunn Björnsdóttir, íþróttakona Reykjavíkur 2020 „Steinunn Björnsdóttir er fyrirliði bikar- og deildarmeistara Fram í handknattleik 2020. Steinunn hefur verið besti leikmaður Íslandsmótsins í handbolta, eftir síðasta tímabil var hún valin besti varnar- og línumaður sem og valin mikilvægasti leikmaðurinn. Steinunn er fyrirmyndar leikmaður og mikill leiðtogi inn á vellinum. Hún leggur áherslu á að miðla reynslu sinni til yngri iðkenda og heldur fyrirlestra í félögum á höfuðborgarsvæðinu. Við óskum Steinunni Björnsdóttur til hamingju með titilinn Íþróttakona Reykjavíkur 2020,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Guðmundur Ágúst, íþróttamaður Reykjavíkur 2020 „Á árinu 2020 var Guðmundur Ágúst með keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Challenge Tour (Áskorendamótaröðinni) en aðeins fimm íslenskir kylfingar hafa öðlast keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni. Guðmundur Ágúst endaði í 46. sæti á stigalistanum sem er næst besti árangur hjá íslenskum atvinnukylfingi á mótaröðinni. Besti árangur hans var á Norður-Írlandi þar sem Guðmundur Ágúst endaði í 5. sæti. Guðmundur Ágúst hefur farið hratt upp heimslistann á undanförnum misserum. Við óskum Guðmundi Ágústi Kristjánssyni til hamingju með titilinn Íþróttamaður Reykjavíkur 2020,“ segir í tilkynningu Reykjavíkur borgar. Eftirfarandi íþróttafólk var tilnefnt sem Íþróttafólk Reykjavíkur 2020 og fær því fjárstyrk frá ÍBR: Ásdís Hjálmsdóttir Annerud, spjótkastari - Ármann Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, frjálsíþróttakona - ÍR Elín Metta Jensen, knattspyrnukona - Valur Kristrún Guðnadóttir, gönguskíðakona - Ullur Birkir Már Sævarsson, knattspyrna - Valur Guðni Valur Guðnason, kringlukast - ÍR Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingar - Ármann Snorri Einarsson, skíðaganga – Ullur Eftirfarandi íþróttalið voru tilnefnd sem íþróttalið ársins og fá fjárstyrk frá ÍBR: Handknattleiksdeild Fram Keiludeild ÍR Keilufélag Reykjavíkur Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur Handknattleiksdeild Vals Knattspyrnudeild Vals Körfuknattleiksdeild Vals Borðtennisdeild Víkings Karatefélag Þórshamars
Íslenski handboltinn Golf Reykjavík Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira