Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Miklar áhyggjur eru af hópamyndun um næstu helgi þegar próftörn lýkur í mörgum skólum. Ef sóttvarnareglur eru ekki virtar geti fólk átt von á sektum að sögn yfirlögregluþjóns. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Miklar áhyggjur eru af hópamyndun um næstu helgi þegar próftörn lýkur í mörgum skólum. Ef sóttvarnareglur eru ekki virtar geti fólk átt von á sektum að sögn yfirlögregluþjóns. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Einnig verður greint frá frumniðurstöðum rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tímum COVID-19, meðal annars því að þeir sem fá Covid eru líklegri en aðrir til að fá þunglyndi og áfallastreitu.

Í fréttatímanum verðum við einnig í beinni útsendingu frá Vesturbæjarlaug og ræðum við forstöðukonu laugarinnar um hvort sundgestir virði sóttvarnareglur.

Þá verður fjallað um ofbeit á hálendinu en sauðfjárbændur sem hafa verið sakaðir um slíkt segja þvert á móti að beitarsvæði séu að gróa upp.

Einnig hittum við góðhjörtuðu ofurhetjurnar Atlas og Avion sem mættu hlaðnir bókum á barnaspítala Hringsins í dag.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi kl. 18:30Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.