Segir Fakhrizadeh hafa verið skotinn af gervigreind með fjarstýrðri vélbyssu Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2020 15:26 Frá jarðaför kjarnorkuvísindamannsins og hermannsins Mohsen Fakhrizadeh. AP/Varnamálaráðuneyti Írans Ráðamenn í Íran segja að kjarnorkuvísindamaðurinn Mohsen Fakhrizadeh hafi verið skotinn til bana með fjarstýrði vélbyssu. Fjölmiðill í Íran hefur eftir herforingjanum Ali Fadavi að vélbyssunni hafi verið stýrt með gerivgreind. Hann segir að vélbyssunni hafi verið komið fyrir á pallbíl og hún hafi skotið Fakhrizadeh, án þess að hitta eiginkonu hans sem sat við hlið hans í bílnum. Þegar Fakhrizadeh var myrtur sögðu yfirvöld í Íran að til skotbardaga hefði komið þegar tvö teymi hryðjuverkamanna hefðu skotið á bíl hans, skammt frá Tehran, höfuðborg Írans. Ríkissjónarp Íran hafði eftir vitnum að pallbíll hefði verið sprengdur í loft upp til að stöðva bíl Fakhrizadeh og svo hefðu árásarmenn skotið á bílinn. FJölmiðlar í Íran höfðu sömuleiðis eftir vitnum að þrjár eða fjórir árásarmenn hefðu verið felldir. Sjá einnig: Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Sú saga breyttist strax í jarðarför vísindamannsins í síðustu viku og þá sögðu embættismenn fyrst að engir óvinir hafi verið þarna í persónu. Herforinginn Ali Fadavi.EPA/STR „Fakhrizadeh var að keyra þegar vopn, með þróaðri myndavél miðaði á hann,“ sagði Fadavi á viðburði í Tehran í gær samkvæmt Reuters, sem vitna í Tasnim fréttaveituna frá Íran. Herforinginn sagði að byssunni hefði verið stýrt í gegnum gervihnött og að notast hefði verið við gervigreind. Herforinginn sagði að um þrettán skotum hafi verið skotið að Fakhrizadeh. Ummælum Fadavi hefur þegar verið tekið með umtalsverðum efasemdum. Þá hafa þau ekki verið staðfest af öðrum. Í grein BBC er haft eftir sérfræðingum að þeir efist um að vopn af þessu tagi sé til. Sérfræðingar sem blaðamenn Reuters hafa rætt við segja árásina til marks um að þeir sem að henni komu hafi mögulega áhrif innan öryggissveita Írans eða komið útsendurum sínum þar fyrir. Yfirvöld í Íran hafa sakað Ísrael um árásina. Fakhrizadeh var hermaður auk þess að vera vísindamaður og var talinn yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. Ráðamenn í Íran heita því að kjarnorkuáætlun þeirra sé í friðsamlegum tilgangi og var formleg kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins lögð niður árið 2003. Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn segja þó að vinnan hafi haldið áfram í laumi eftir það og árið 2018 nefndi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael Fakhrizadeh sérstaklega í því samhengi. Íran Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Hann segir að vélbyssunni hafi verið komið fyrir á pallbíl og hún hafi skotið Fakhrizadeh, án þess að hitta eiginkonu hans sem sat við hlið hans í bílnum. Þegar Fakhrizadeh var myrtur sögðu yfirvöld í Íran að til skotbardaga hefði komið þegar tvö teymi hryðjuverkamanna hefðu skotið á bíl hans, skammt frá Tehran, höfuðborg Írans. Ríkissjónarp Íran hafði eftir vitnum að pallbíll hefði verið sprengdur í loft upp til að stöðva bíl Fakhrizadeh og svo hefðu árásarmenn skotið á bílinn. FJölmiðlar í Íran höfðu sömuleiðis eftir vitnum að þrjár eða fjórir árásarmenn hefðu verið felldir. Sjá einnig: Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Sú saga breyttist strax í jarðarför vísindamannsins í síðustu viku og þá sögðu embættismenn fyrst að engir óvinir hafi verið þarna í persónu. Herforinginn Ali Fadavi.EPA/STR „Fakhrizadeh var að keyra þegar vopn, með þróaðri myndavél miðaði á hann,“ sagði Fadavi á viðburði í Tehran í gær samkvæmt Reuters, sem vitna í Tasnim fréttaveituna frá Íran. Herforinginn sagði að byssunni hefði verið stýrt í gegnum gervihnött og að notast hefði verið við gervigreind. Herforinginn sagði að um þrettán skotum hafi verið skotið að Fakhrizadeh. Ummælum Fadavi hefur þegar verið tekið með umtalsverðum efasemdum. Þá hafa þau ekki verið staðfest af öðrum. Í grein BBC er haft eftir sérfræðingum að þeir efist um að vopn af þessu tagi sé til. Sérfræðingar sem blaðamenn Reuters hafa rætt við segja árásina til marks um að þeir sem að henni komu hafi mögulega áhrif innan öryggissveita Írans eða komið útsendurum sínum þar fyrir. Yfirvöld í Íran hafa sakað Ísrael um árásina. Fakhrizadeh var hermaður auk þess að vera vísindamaður og var talinn yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. Ráðamenn í Íran heita því að kjarnorkuáætlun þeirra sé í friðsamlegum tilgangi og var formleg kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins lögð niður árið 2003. Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn segja þó að vinnan hafi haldið áfram í laumi eftir það og árið 2018 nefndi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael Fakhrizadeh sérstaklega í því samhengi.
Íran Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“