Enginn landshluti sleppur Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2020 19:03 Stormviðvaranir eru í gildi víðast hvar á landinu fram á morgundaginn og sums staðar fram á föstudag. Enginn landshluti sleppur við hvassviðrið sem gengur nú yfir landið í kvöld og næstu daga, að sögn veðurfræðings. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu og búast má við hviðum allt að 45 m/s á Suðausturlandi. Þá verða næstu dagar litaðir miklu kuldakasti, sem til að mynda verður trúlega það mesta á höfuðborgarsvæðinu í sjö ár. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur ræddi veðrið í kvöld og næstu daga í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann sagði að vissulega hefði orðið nokkuð kalt undanfarna vetur en þau kuldaköst oftast nær verið í hægviðri. „Núna hins vegar sjáum við að það er heimskautaloft á leið til okkar úr norðri þannig að vindkælingin bætist ofan á. Kannski ekki eins mikið frost og verður hérna hvað mest en vel fyrir neðan frostmark og hreyfing á loftinu, þannig að það er vindkæling. Það hefur aðeins önnur áhrif á þá sem eru úti og hvernig gengur að kynda hús og híbýli,“ sagði Einar. Allur vindur úr honum á laugardag Þegar væri tekið að kólna talsvert og mjög kalt yrði næstu daga. Kuldakastið stæði yfir á fimmtudag og föstudag. „Og reyndar fram á laugardag en þá er allur vindur úr honum og komin heiðríkja og kalt í stillu. Það er þá sem er mesta frostið en áhrifin af þessu kuldakasti eru kannski meiri meðan enn blæs.“ Þá sagði Einar að mesti blásturinn yrði um austanvert landið, þar sem spáð væri 20-25 m/s í nótt. Þar væri hitinn þó ekki mjög langt undir frostmarki. „Svo nær þessi strengur yfir landið allt. Það er enginn landshluti sem sleppur,“ sagði Einar. Á höfuðborgarsvæðinu gerði Einar ráð fyrir fimm til sjö stiga frosti og vindi 9-10 m/s næstu tvo daga. Hann lagði áherslu á að fólk þyrfti að vera vel búið í kuldanum en benti á að fínu veðri væri spáð yfir helgina; hægum vindi og bjartviðri. Þá væri útlit fyrir að hlýnaði í næstu viku. Hættulegt að vera á ferðinni Gular stormviðvaranir eru í gildi á öllu landinu í kvöld og appelsínugul viðvörun tók gildi á Suðausturlandi nú klukkan fjögur. Þar er búist við 20-28 m/s og vindhviðum um og yfir 45 m/s. Veðurstofan hvetur fólk í landshlutanum að sýna aðgát og tryggja lausamuni og þá sé hættulegt að vera á ferðinni. Þá er færð slæm víðast hvar á landinu, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Holtavörðuheiði og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna veðurs og ófært er um Bröttubrekku. Ófært er um Þröskulda, Klettsháls og Steingrímsfjarðarheiði, auk þess sem óvissustig er í gildi í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Veginum um Þverárfjall hefur verið lokað, sem og vegi um Víkurskarð. Þá er óvissustig vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla. Einnig er ófært um Hófaskarð. Þá hefur veginum um Öxi verið lokað og Breiðdalshæði er ófær. Óvissustig er auk þess á Fjarðarheiði og Fagradal og verður þeim leiðum mögulega lokað í kvöld. Vegna kuldakastsins gæti einnig borið á heitavatnsskorti, að sögn Veitna. Guðmundur Óli Gunnarsson starfandi forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að gripið hefði verið til ákveðinna ráðstafana til að auka afl í hitaveitukerfinu en einnig væri biðlað til almennings að spara heitavatnið. Mælt sé með því að fólk haldi gluggum og dyrum lokuðum, láti vera að skella sér í heita potta og minnki innspýtingu í snjóbræðslukerfi. „Eins skerðum við það vatn sem hægt er að skerða. Það eru m.a. sundlaugar og iðnaður og annars konar viðskiptavinir sem eru með þannig starfsemi að þeir geta orðið fyrir skorti án alvarlegra afleiðinga,“ sagði Guðmundur. Veður Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur ræddi veðrið í kvöld og næstu daga í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann sagði að vissulega hefði orðið nokkuð kalt undanfarna vetur en þau kuldaköst oftast nær verið í hægviðri. „Núna hins vegar sjáum við að það er heimskautaloft á leið til okkar úr norðri þannig að vindkælingin bætist ofan á. Kannski ekki eins mikið frost og verður hérna hvað mest en vel fyrir neðan frostmark og hreyfing á loftinu, þannig að það er vindkæling. Það hefur aðeins önnur áhrif á þá sem eru úti og hvernig gengur að kynda hús og híbýli,“ sagði Einar. Allur vindur úr honum á laugardag Þegar væri tekið að kólna talsvert og mjög kalt yrði næstu daga. Kuldakastið stæði yfir á fimmtudag og föstudag. „Og reyndar fram á laugardag en þá er allur vindur úr honum og komin heiðríkja og kalt í stillu. Það er þá sem er mesta frostið en áhrifin af þessu kuldakasti eru kannski meiri meðan enn blæs.“ Þá sagði Einar að mesti blásturinn yrði um austanvert landið, þar sem spáð væri 20-25 m/s í nótt. Þar væri hitinn þó ekki mjög langt undir frostmarki. „Svo nær þessi strengur yfir landið allt. Það er enginn landshluti sem sleppur,“ sagði Einar. Á höfuðborgarsvæðinu gerði Einar ráð fyrir fimm til sjö stiga frosti og vindi 9-10 m/s næstu tvo daga. Hann lagði áherslu á að fólk þyrfti að vera vel búið í kuldanum en benti á að fínu veðri væri spáð yfir helgina; hægum vindi og bjartviðri. Þá væri útlit fyrir að hlýnaði í næstu viku. Hættulegt að vera á ferðinni Gular stormviðvaranir eru í gildi á öllu landinu í kvöld og appelsínugul viðvörun tók gildi á Suðausturlandi nú klukkan fjögur. Þar er búist við 20-28 m/s og vindhviðum um og yfir 45 m/s. Veðurstofan hvetur fólk í landshlutanum að sýna aðgát og tryggja lausamuni og þá sé hættulegt að vera á ferðinni. Þá er færð slæm víðast hvar á landinu, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Holtavörðuheiði og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna veðurs og ófært er um Bröttubrekku. Ófært er um Þröskulda, Klettsháls og Steingrímsfjarðarheiði, auk þess sem óvissustig er í gildi í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Veginum um Þverárfjall hefur verið lokað, sem og vegi um Víkurskarð. Þá er óvissustig vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla. Einnig er ófært um Hófaskarð. Þá hefur veginum um Öxi verið lokað og Breiðdalshæði er ófær. Óvissustig er auk þess á Fjarðarheiði og Fagradal og verður þeim leiðum mögulega lokað í kvöld. Vegna kuldakastsins gæti einnig borið á heitavatnsskorti, að sögn Veitna. Guðmundur Óli Gunnarsson starfandi forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að gripið hefði verið til ákveðinna ráðstafana til að auka afl í hitaveitukerfinu en einnig væri biðlað til almennings að spara heitavatnið. Mælt sé með því að fólk haldi gluggum og dyrum lokuðum, láti vera að skella sér í heita potta og minnki innspýtingu í snjóbræðslukerfi. „Eins skerðum við það vatn sem hægt er að skerða. Það eru m.a. sundlaugar og iðnaður og annars konar viðskiptavinir sem eru með þannig starfsemi að þeir geta orðið fyrir skorti án alvarlegra afleiðinga,“ sagði Guðmundur.
Veður Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira