Farið að hægja á tilkynningum um hópuppsagnir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 12:10 Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnun vísir/Egill Aðalsteinsson Tvær hópuppsagnir hafa verið tilkynntar til Vinnumálastofnunar nú rétt fyrir mánaðarmót. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir farið að hægja á hópuppsögnum en að frost ríki hins vegar á vinnumarkaði. Tilkynnt var um eina hópuppsögn fyrir helgi hjá fyrirtækinu Borgun. Þá sagði að 35 manns hefði verið sagt upp en síðar reyndist unnt að fækka í hópnum og samkvæmt tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í morgun var að lokum 29 sagt upp störfum í því skyni að draga úr rekstrartapi. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að tilkynnt hafi verið um aðra hópuppsögn í morgun. „Það er hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustunni og þar eru þrettán manns að missa vinnuna.“ Farið er að hægja á tilkynningum um hópuppsagnir. Í faraldrinum voru þær flestar í einum mánuði í apríl, eða 57. Tilkynningarnar voru níu í september og tvær í október. Fleiri tilkynningar gætu þó borist í dag, á síðasta degi mánaðarins. „Ég held að fyrirtækin séu mörg búin að gera þær ráðstafanir sem þau horfðu fram á með haustinu,“ segir Unnur. Atvinnuleysi mældist 11,1% í október.Vísir/Hanna Ekki eru komnar atvinnuleysistölur fyrir nóvembermánuð en í október mældist það 11,1 prósent. Um tuttugu og fimm þúsund manns voru á almennum- eða hlutabótum. Hún segir spár virðast vera ganga eftir varðandi áframhaldandi aukningu. „Það hafa verið að koma inn svona þrjú þúsund manns á mánuði að meðaltali, stundum meira en stundum minna. Sú spá hefur bara gengið eftir. “ Hún telur fyrirtækin vera að halda að sér höndum eins og er. „Það eru náttúrulega allir að bíða eftir nýjum fréttum af bóluefni. Hvenær það kemur og hvenær það fer að hafa einhver áhrif..“ Lítil velta sé á vinnumarkaði. „Það er náttúrulega eitthvað um að fólk fari af atvinnuleysisskrá og í vinnu en það er ekki mikið. Það má segja að það sé frost. Það er náttúrulega búið að vera algjört frost í ferðaþjónustunni. Bara alkul,“ segir Unnur. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Þrettán sagt upp hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustu Þrettán hefur verið sagt upp í hópuppsögn hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustu. 30. nóvember 2020 11:18 29 starfsmönnum Borgunar sagt upp 29 starfsmönnum Borgunar var sagt upp í hópuppsögn í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 30. nóvember 2020 10:09 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Tilkynnt var um eina hópuppsögn fyrir helgi hjá fyrirtækinu Borgun. Þá sagði að 35 manns hefði verið sagt upp en síðar reyndist unnt að fækka í hópnum og samkvæmt tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í morgun var að lokum 29 sagt upp störfum í því skyni að draga úr rekstrartapi. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að tilkynnt hafi verið um aðra hópuppsögn í morgun. „Það er hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustunni og þar eru þrettán manns að missa vinnuna.“ Farið er að hægja á tilkynningum um hópuppsagnir. Í faraldrinum voru þær flestar í einum mánuði í apríl, eða 57. Tilkynningarnar voru níu í september og tvær í október. Fleiri tilkynningar gætu þó borist í dag, á síðasta degi mánaðarins. „Ég held að fyrirtækin séu mörg búin að gera þær ráðstafanir sem þau horfðu fram á með haustinu,“ segir Unnur. Atvinnuleysi mældist 11,1% í október.Vísir/Hanna Ekki eru komnar atvinnuleysistölur fyrir nóvembermánuð en í október mældist það 11,1 prósent. Um tuttugu og fimm þúsund manns voru á almennum- eða hlutabótum. Hún segir spár virðast vera ganga eftir varðandi áframhaldandi aukningu. „Það hafa verið að koma inn svona þrjú þúsund manns á mánuði að meðaltali, stundum meira en stundum minna. Sú spá hefur bara gengið eftir. “ Hún telur fyrirtækin vera að halda að sér höndum eins og er. „Það eru náttúrulega allir að bíða eftir nýjum fréttum af bóluefni. Hvenær það kemur og hvenær það fer að hafa einhver áhrif..“ Lítil velta sé á vinnumarkaði. „Það er náttúrulega eitthvað um að fólk fari af atvinnuleysisskrá og í vinnu en það er ekki mikið. Það má segja að það sé frost. Það er náttúrulega búið að vera algjört frost í ferðaþjónustunni. Bara alkul,“ segir Unnur.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Þrettán sagt upp hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustu Þrettán hefur verið sagt upp í hópuppsögn hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustu. 30. nóvember 2020 11:18 29 starfsmönnum Borgunar sagt upp 29 starfsmönnum Borgunar var sagt upp í hópuppsögn í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 30. nóvember 2020 10:09 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Þrettán sagt upp hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustu Þrettán hefur verið sagt upp í hópuppsögn hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustu. 30. nóvember 2020 11:18
29 starfsmönnum Borgunar sagt upp 29 starfsmönnum Borgunar var sagt upp í hópuppsögn í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 30. nóvember 2020 10:09