Sport

Dagskráin í dag: Real Madrid, Cristiano Ronaldo og meira til

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hazard og félagar unnu góðan sigur á Inter í vikunni. Þeir spila á heimavelli í spænska boltanum í dag gegn Alavés.
Hazard og félagar unnu góðan sigur á Inter í vikunni. Þeir spila á heimavelli í spænska boltanum í dag gegn Alavés. EPA-EFE/MATTEO BAZZI

Laugardagurinn 28. nóvember er sófadagur, líkt og flestir aðrir laugardagar, fyrir unnendur íþrótta og Stöðvar 2 Sports.

Eins og flesta aðra laugardaga verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag og kvöld en alls eru níu beinar útsendingar í dag.

Dagurinn hefst snemma en klukkan 10.00 hefst útsending frá Alfred Dunhill meistaramótinu og klukkan 12.00 er það annað golfmót dagsins er Andalucia Costa del Sol Open fer af stað.

Reading, gamla Íslendingaliðið sem er að gera góða hluti í ensku B-deildinni, tekur á móti Bristol City í hádegisleiknum í ensku B-deildinni og klukkan 14.00 eigast Sassuolo og Inter Milan við.

Atletico Madrid er að gera góða hluti á Spáni og þeir heimsækja Atletico en alls eru þrjár beinar útsendingar frá spænska boltanum í dag. Real Madrid og Alavés eigast m.a. við klukkan 20.00.

Allar beinar útsendingar dagsins má sjá hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.