Eitt af nýju lögunum á plötunni kallast Ljós þín loga. Lagið er samið af Halldóri Gunnari Pálssyni og textinn er eftir Braga Valdimar Skúlason. Textinn fjallar um að þrátt fyrir ástandið sem við öll erum að ganga í gegnum þá munu ljósin loga í hjörtum okkar þar til þessu lýkur.
Textamyndband við lagið Ljós þín loga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Hin nýju lögin eru Koma jól sem Björgvin syngur með Margréti Eir og svo lagið Alltaf á jólunum.
Á safnplötunni er meðal annars að finna jólalagið Þegar þú blikkar sem Herra Hnetusmjör og Björgvin gerðu saman fyrir síðustu jól og lagið Aleinn um jólin sem Björgvin og Stefán Karl sungu saman á Jólagestum. Einnig má finna lög Björgvins með Bjarna Ara, Vox feminae, Ruth Reginalds, Svölu, Björgvin Franz, Eyjólfi Kristjáns, Siggu Beinteins og HLH flokknum.

Hér fyrir neðan má sjá lagalistann fyrir plötuna Jólin til þín en hægt er að hlusta á plötuna í heild sinni á Spotify og versla hana í gegnum vefverslun Öldu Music.
1. Ljós þín loga
2. Þegar þú blikkar (ásamt Herra Hnetusmjör)
3. Einmana um jólin (ásamt Bjarna Ara)
4. Mamma
5. Um jólin
6. Alltaf á jólunum
7. Þú komst með jólin til mín (ásamt Ruth Reginalds)
8. Fyrir Jól (ásamt Svölu)
9. Svona eru jólin (ásamt Eyjólfi Kristjánssyni)
10. Litli trommuleikarinn (ásamt Björgvin Franz)
11. Óskastjarnan (ásamt Svölu)
12. Aleinn um jólin (ásamt Stefáni Karli)
13. Nei, nei, ekki um jólin (ásamt HLH flokknum og Siggu Beinteins)
14. Silfurhljóm
15. Snæfinnur Snjókarl
16. Ég verð heima um jólin
17. Koma jól (ásamt Margréti Eir)
18. Svo koma jólin
19. Jól
20. Glæddu jólagleði í þínu hjarta
21. Þú varst mín ósk (ásamt Siggu Beinteins)
22. Helga nótt (ásamt Vox feminae)