Lífið samstarf

Alvöru sýrður rjómi í nýju bragði frá Lava Cheese

Lava Cheese

Ný bragðtegund af ostasnakkinu vinsæla, Lava Cheese, hefur litið dagsins ljós. Nýja bragðtegundin, Sour cream & onion, er fáanleg í verslunum Krónunnar og Hagkaup og verður brátt fáanleg víðar.

„Við ákváðum að nota alvöru sýrðan rjóma og alvöru lauk í þetta í stað bragðefna enda trúum við því að fólk hafi virkilegan áhuga á að sleppa auka- og gerviefnum. Niðurstaðan er ótrúlega bragðgott snakk enda tónar sýrður rjómi og laukur mjög vel með hinum bragðmikla íslenska osti,“ segir Guðmundur Páll Líndal, eigandi Lava Cheese.

Stökki osturinn í grillinu

Lava Cheese var stofnað árið 2017 út frá hugmyndinni um að besti osturinn væri stökki osturinn af samlokugrillinu. „Nú bætum við um betur og gerum Lava Cheese útgáfuna af þessari vinsælu bragðtegund,“ segir Guðmundur.

Engin kolvetni

Lava Cheese hefur þótt mjög vinsælt meðal ketó- og lágkolvetnasamfélagsins þar sem það inniheldur engin kolvetni og er búið til úr alíslenskum osti.

„Lava Cheese ostasnakkið er gert með það að leiðarljósi að fólk eigi ekki að þurfa að velja á milli kolvetna og bragðs eins og vill oft verða í kolvetnaskertum vörum. Þannig er stefnan sú að Lava Cheese sé ótrúlega bragðgott en innihaldi engin kolvetni.“

Fyrir eru bragðtegundirnar Chili, Reyktur og venjulegur cheddar. En hvaða bragðtegund er vinsælust?

„Sá venjulegi hefur klárlega verið vinsælust enda er fólk oft líklegt til að falla til baka á það í valkvíðanum. Á eftir því hefur chili komið sterkt inn og svo rekur sá reykti lestina. Reyktur var gríðarlega vinsæll meðal bandarískra ferðamanna enda vilja þeir allt sitt reykt en í ljósi aðstæðna er ekki mikið um það núna,“ segir Guðmundur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×