Sara óskaði Tiu til hamingju með yfirburðasigur: Við hinar eigum mikið verk framundan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 08:31 Sara Sigmundsdóttir er á fullu í námi með æfingunum en Tia-Clair Toomey er til hægri að fagna heimsmeistaratitli sínum. Instagram/@sarasigmunds og @crossfitgames Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir missti af tækifærinu á að keppa um heimsmeistaratitilinn við Tiu-Clair Toomey en íslenska CrossFit stjarnan fylgdist samt með heimsleikunum um helgina. Tia-Clair Toomey var í algjörum sérflokki á nýloknum heimsleikum í CrossFit og vann þar fjórða heimsmeistaratitilinn sinn í röð. Sara Sigmundsdóttir var búin að eiga frábært tímabil áður en hún klaufskaðist við að meiða sig stuttu fyrir keppni í sumar. Hún náði aldrei að vinna sig almennilega út úr þeim vandamálum því hún glímdi við eftirmála meiðslanna fram á haust. Sara hafði unnið The Open og veitti líka Tiu-Clair Toomey mikla keppni á Rogue Invitational mótinu í júní. Frammistaða Söru á Rogue Invitational þar sem Suðurnesjamærin var „aðeins“ 75 stigum á eftir Toomey sýndi að hún var að nálgast áströlsku yfirburðarkonuna. Söru tókst hins vegar ekki að tryggja sig inn í ofurúrslitin í fyrri hlutanum og fékk því ekki tækifærið sem hún hafði stefnt á allt árið sem var að keppa við Tiu-Clair Toomey um heimsmeistaratitilinn í CrossFit. Sara Sigmundsdóttir horfði á heimsleikana því heima frá sér í Keflavík en hún óskaði þeim fimm stelpum sem kepptu til hamingju með frammistöðuna. „Hamingjuóskir til þeirra tíu sem börðust í gegnum allar greinarnar á heimsleikunum í Aromas. Þetta voru ómannúðlegar æfingar,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á Instagram. „Þegar kemur að keppni stelpnanna þá sýndi þær allar flott tilþrif inn á milli en einu sinni sem oftar þá bauð Tia-Clair Toomey upp á ótrúlega yfirburði,“ skrifaði Sara. „Hamingjuóskir til Tíu með fjórða heimsmeistaratitilinn í röð. Við hinar eigum mikið verk framundan ef við ætlum að veita þér einhverja alvöru keppni á næsta tímabili,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Congratulations to all the 10 competitors who pushed through the @crossfitgames weekend in Aromas. The workouts were brutal As far as the girls go. Some really great moments and performances by all of them, but yet again it was an incredible display of pure dominance by @tiaclair1. Congratulations on the fourth FWOE title Tia, we surely have our work cut out for us if we are to give you any kind of run for the money next season by @therealdavidsoo A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Oct 26, 2020 at 3:28pm PDT CrossFit Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Leik lokið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir missti af tækifærinu á að keppa um heimsmeistaratitilinn við Tiu-Clair Toomey en íslenska CrossFit stjarnan fylgdist samt með heimsleikunum um helgina. Tia-Clair Toomey var í algjörum sérflokki á nýloknum heimsleikum í CrossFit og vann þar fjórða heimsmeistaratitilinn sinn í röð. Sara Sigmundsdóttir var búin að eiga frábært tímabil áður en hún klaufskaðist við að meiða sig stuttu fyrir keppni í sumar. Hún náði aldrei að vinna sig almennilega út úr þeim vandamálum því hún glímdi við eftirmála meiðslanna fram á haust. Sara hafði unnið The Open og veitti líka Tiu-Clair Toomey mikla keppni á Rogue Invitational mótinu í júní. Frammistaða Söru á Rogue Invitational þar sem Suðurnesjamærin var „aðeins“ 75 stigum á eftir Toomey sýndi að hún var að nálgast áströlsku yfirburðarkonuna. Söru tókst hins vegar ekki að tryggja sig inn í ofurúrslitin í fyrri hlutanum og fékk því ekki tækifærið sem hún hafði stefnt á allt árið sem var að keppa við Tiu-Clair Toomey um heimsmeistaratitilinn í CrossFit. Sara Sigmundsdóttir horfði á heimsleikana því heima frá sér í Keflavík en hún óskaði þeim fimm stelpum sem kepptu til hamingju með frammistöðuna. „Hamingjuóskir til þeirra tíu sem börðust í gegnum allar greinarnar á heimsleikunum í Aromas. Þetta voru ómannúðlegar æfingar,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á Instagram. „Þegar kemur að keppni stelpnanna þá sýndi þær allar flott tilþrif inn á milli en einu sinni sem oftar þá bauð Tia-Clair Toomey upp á ótrúlega yfirburði,“ skrifaði Sara. „Hamingjuóskir til Tíu með fjórða heimsmeistaratitilinn í röð. Við hinar eigum mikið verk framundan ef við ætlum að veita þér einhverja alvöru keppni á næsta tímabili,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Congratulations to all the 10 competitors who pushed through the @crossfitgames weekend in Aromas. The workouts were brutal As far as the girls go. Some really great moments and performances by all of them, but yet again it was an incredible display of pure dominance by @tiaclair1. Congratulations on the fourth FWOE title Tia, we surely have our work cut out for us if we are to give you any kind of run for the money next season by @therealdavidsoo A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Oct 26, 2020 at 3:28pm PDT
CrossFit Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Leik lokið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira