Heimsmeistararnir leiddust í mark í lokagrein heimsleikanna í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2020 07:16 Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey kom hönd í hönd í markið í síðustu greinni. Twitter/@CrossFitGames Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey unnu bæði yfirburðasigur á heimsleikunum í CrossFit í gær og héldu því glæsilegri sigurgöngu sinni áfram. Mathew Fraser var að vinna sinn fimmta heimsmeistaratitil í röð í karlaflokki og Tia-Clair Toomey vann sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð í kvennaflokki. Þau Fraser og Toomey voru bæði hins vegar búin að tryggja sér heimsmeistaratitilinn fyrir síðustu greinina og tóku þá ákvörðun að klára hana hlið við hlið. Heimsmeistararnir leiddust því yfir marklínuna í lokagrein heimsleikanna í ár. Hér fyrir neðan má sjá þau koma í mark í síðusutu greininni á þessum þremur svakalega erfiðu og krefjandi dögum. View this post on Instagram #hwpo Link in bio, but you already know the story. #NotSlipping ___ #morningchalkup #crossfitgames #crossfit #crossfitgames2020 #2020crossfitgames #CFGames2020 A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Oct 25, 2020 at 7:24pm PDT Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey æfðu saman í aðdraganda heimsleikanna og nutu greinilega góðs af því þar sem enginn átti möguleika í þau. Þau studdu líka við bakið á hvoru öðru alla keppnina. Tia-Clair Toomey fékk alls 1025 stig eða 360 stigum meira en Katrín Tanja Davíðsdóttir sem tók annað sætið í keppninni. Toomey vann alls níu greinar af tólf. Mathew Fraser fékk alls 1150 stig eða 545 stigum meira en næsti maður sem var Samuel Kwant. Fraser vann alls tíu greinar af tólf. Lokagreinin var rosalega erfið eins og Dave Castro hjá CrossFit var búinn að auglýsa því keppendur þurftu þá að hlaupa og gera alls konar erfiðar æfingar með þyngingarvestum en það tók þá um fimmtíu mínútur að klára hana. Mathew Fraser vann lokagreinina í karlaflokki en Tia-Clair Toomey varð þriðja hjá konunum á eftir Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Kari Pearce. The hardest test in CrossFit Games history is complete. There are no more questions. For the fourth-consecutive time, @TiaToomey is the Fittest Woman on Earth.And for the fifth-consecutive time, @MathewFras is the Fittest Man on Earth. Name a better duo. pic.twitter.com/FRVY4gD5Uz— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 25, 2020 CrossFit Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Hádramatík í sex marka leik Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Sjá meira
Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey unnu bæði yfirburðasigur á heimsleikunum í CrossFit í gær og héldu því glæsilegri sigurgöngu sinni áfram. Mathew Fraser var að vinna sinn fimmta heimsmeistaratitil í röð í karlaflokki og Tia-Clair Toomey vann sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð í kvennaflokki. Þau Fraser og Toomey voru bæði hins vegar búin að tryggja sér heimsmeistaratitilinn fyrir síðustu greinina og tóku þá ákvörðun að klára hana hlið við hlið. Heimsmeistararnir leiddust því yfir marklínuna í lokagrein heimsleikanna í ár. Hér fyrir neðan má sjá þau koma í mark í síðusutu greininni á þessum þremur svakalega erfiðu og krefjandi dögum. View this post on Instagram #hwpo Link in bio, but you already know the story. #NotSlipping ___ #morningchalkup #crossfitgames #crossfit #crossfitgames2020 #2020crossfitgames #CFGames2020 A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Oct 25, 2020 at 7:24pm PDT Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey æfðu saman í aðdraganda heimsleikanna og nutu greinilega góðs af því þar sem enginn átti möguleika í þau. Þau studdu líka við bakið á hvoru öðru alla keppnina. Tia-Clair Toomey fékk alls 1025 stig eða 360 stigum meira en Katrín Tanja Davíðsdóttir sem tók annað sætið í keppninni. Toomey vann alls níu greinar af tólf. Mathew Fraser fékk alls 1150 stig eða 545 stigum meira en næsti maður sem var Samuel Kwant. Fraser vann alls tíu greinar af tólf. Lokagreinin var rosalega erfið eins og Dave Castro hjá CrossFit var búinn að auglýsa því keppendur þurftu þá að hlaupa og gera alls konar erfiðar æfingar með þyngingarvestum en það tók þá um fimmtíu mínútur að klára hana. Mathew Fraser vann lokagreinina í karlaflokki en Tia-Clair Toomey varð þriðja hjá konunum á eftir Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Kari Pearce. The hardest test in CrossFit Games history is complete. There are no more questions. For the fourth-consecutive time, @TiaToomey is the Fittest Woman on Earth.And for the fifth-consecutive time, @MathewFras is the Fittest Man on Earth. Name a better duo. pic.twitter.com/FRVY4gD5Uz— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 25, 2020
CrossFit Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Hádramatík í sex marka leik Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Sjá meira