Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov hafa eldað grátt silfur í gegnum tíðina. Það stoppaði þó ekki þann fyrr nefnda að senda Rússanum kveðju á Twitter í gær.
Khabib Nurmagomedov gerði sér lítið fyrir og vann enn einn sigrinum í hringnum í gær er hann pakkaði Bandaríkjamanninum Justin Gaethje saman.
Khabib Nurmagomedov said he had honoured the memory of his father, as he retired after beating Justin Gaethje at #UFC254
— BBC Sport (@BBCSport) October 25, 2020
In full https://t.co/itzu9Z88SU pic.twitter.com/WS9GMRbM8q
Khabib hefur því ekki tapað bardaga hingað til. Einn sigranna var gegn hans elsta erkióvin, kjaftforska Conor, en Khabib fékk þó góðar kveðjur frá Íranum í gær.
„Góð frammistaða Khabib. Ég mun halda áfram. Virðing og samhryggist vegna föður þíns. Til þín og fjölskyldu þinnar. Þinn einlægur, The McGregors,“ skrifaði Conor á Twitter-síðu sína í gærkvöldi.
Good performance @TeamKhabib.
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) October 24, 2020
I will carry on.
Respect and condolences on your father again also. To you and family.
Yours sincerely, The McGregors.
Khabib tilkynnti eftir bardagann að hann væri hættur. Faðir hans lést af völdum kórónuveirunnar í júlí en hann og faðir hans voru afar nánir; bæði innan bardagaíþróttana og utan.
Khabib hafði lofað móður sinni að þetta yrði hans síðasta bardagi og hann kláraði hann með stæl.