Khabib afgreiddi Gaethje og tilkynnti svo að hann væri hættur Anton Ingi Leifsson skrifar 24. október 2020 22:01 Khabib í tárum eftir sigurinn í kvöld. Josh Hedges/Zuffa LLC/Getty Images Khabib Nurmagomedov, MMA-bardagakappinn, gerði sér lítið fyrir og skellti enn einum mótherja sínum. Í kvöld var það Bandaríkjamaðurinn Justin Gaethje. Khabib hafði ekki tapað bardaga fyrir bardagann í kvöld en bardaginn fór fram í Forum Arena á Abu Dhabi. Þetta var fyrsti bardagi Khabib frá því að faðir hans, sem var honum afar náinn, féll frá í júlí. Það sást frá upphafi að Khabib ætlaði sér að vinna þennan bardaga fyrir föður sinn. Hann gerði sér lítið fyrir og náði að afgreiða Bandaríkjamanninn í annarri lotunni. Stór sigur Rússans. Khabib Nurmagomedov has submitted Justin Gaethje by triangle choke in the second round - an incredible performance!Live reaction: https://t.co/oSLgbfakm8 #bbcufc #UFC254 pic.twitter.com/N7zfpr3E7T— BBC Sport (@BBCSport) October 24, 2020 Hann hefur því unnið alla þrettán bardaga sína í UFC og er samanlagt 29-0 í bardögum innan vefbanda MMA. Stærstu tíðindi kvöldsins komu hins vegar eftir bardagann er Khabib sagði að hann væri hættur að berjast. „Þetta var minn síðasti bardagi. Það er ekki séns að ég komi hérna án pabba. Þegar UFC spurði mig hvort að ég vildi berjast gegn Justin þá talaði ég við mömmu mína í þrjá daga,“ sagði Khabib. „Hún vill ekki að ég fari til bardaga án pabba en ég lofaði henni að þetta yrði minn síðasti bardagi. Ég stend við það og ég verð að gera það,“ bætti Rússinn við. Khabib hefur eldað grátt silfur við Conor McGregor í gegnum tíðina en það verður fróðlegt að sjá hvort að Khabib sé hættur fyrir fullt og allt. "I promised my mother this is going to be my last fight." @TeamKhabib announces his retirement from MMA with a 29-0 record. pic.twitter.com/5NRtjkjz3B— SPORF (@Sporf) October 24, 2020 MMA Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Sjá meira
Khabib Nurmagomedov, MMA-bardagakappinn, gerði sér lítið fyrir og skellti enn einum mótherja sínum. Í kvöld var það Bandaríkjamaðurinn Justin Gaethje. Khabib hafði ekki tapað bardaga fyrir bardagann í kvöld en bardaginn fór fram í Forum Arena á Abu Dhabi. Þetta var fyrsti bardagi Khabib frá því að faðir hans, sem var honum afar náinn, féll frá í júlí. Það sást frá upphafi að Khabib ætlaði sér að vinna þennan bardaga fyrir föður sinn. Hann gerði sér lítið fyrir og náði að afgreiða Bandaríkjamanninn í annarri lotunni. Stór sigur Rússans. Khabib Nurmagomedov has submitted Justin Gaethje by triangle choke in the second round - an incredible performance!Live reaction: https://t.co/oSLgbfakm8 #bbcufc #UFC254 pic.twitter.com/N7zfpr3E7T— BBC Sport (@BBCSport) October 24, 2020 Hann hefur því unnið alla þrettán bardaga sína í UFC og er samanlagt 29-0 í bardögum innan vefbanda MMA. Stærstu tíðindi kvöldsins komu hins vegar eftir bardagann er Khabib sagði að hann væri hættur að berjast. „Þetta var minn síðasti bardagi. Það er ekki séns að ég komi hérna án pabba. Þegar UFC spurði mig hvort að ég vildi berjast gegn Justin þá talaði ég við mömmu mína í þrjá daga,“ sagði Khabib. „Hún vill ekki að ég fari til bardaga án pabba en ég lofaði henni að þetta yrði minn síðasti bardagi. Ég stend við það og ég verð að gera það,“ bætti Rússinn við. Khabib hefur eldað grátt silfur við Conor McGregor í gegnum tíðina en það verður fróðlegt að sjá hvort að Khabib sé hættur fyrir fullt og allt. "I promised my mother this is going to be my last fight." @TeamKhabib announces his retirement from MMA with a 29-0 record. pic.twitter.com/5NRtjkjz3B— SPORF (@Sporf) October 24, 2020
MMA Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Sjá meira