Katrín Tanja fjórða eftir flottan endasprett í fyrstu greininni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2020 16:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir í róðrarvélinni í dag. Skjámynd/Youtube Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði ekki nógu vel í fyrstu grein á ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit. Hún átti hins vegar flottan endasprett og slapp við síðasta sætið. Tia-Clair Toomey og Mathew Fraser unnu sannfærandi sigur. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð fjórða í fyrstu grein í ofurúrslitum heimsleikanna eftir flottan endasprett þar sem hún komst fram úr vinkonu sinni Brooke Wells. Katrín Tanja fékk því 35 stig í stað 15 stiga sem Brooke Wells varð að sætta sig við. Katrín Tanja kláraði fyrstu greinina á 15.16;76 mínútum en Brooke Wells. kláraði 15:45,13 mínútum. Perfect your pace. pic.twitter.com/095WrxIO3r— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2020 Tia-Clair Toomey er búin að verða heimsmeistari undanfarin þrjú ár og hún vann sannfærandi sigur í fyrstu greininni. Fyrri hluti fyrstu greinarinnar voru 1500 metrar í róðrarvélinni. Hin nítján ára gamla Haley Adams byrjaði best og kláraði fyrst. Katrín Tanja var síðust til að byrja á seinni hlutanum og dróst ennþá meira aftur úr eftir það. Í seinni hlutanum þá tóku við fimm umferðir með tíu upplyftingum á stöng (muscle-ups) og sjö lóðalyftur frá öxl og upp fyrir haus (shoulder-to-overheads). Þyngdin var tæp 66 kíló hjá konunum. Tia-Clair Toomey var búinn að taka forystuna eftir fyrstu umferðina og stakk síðan algjörlega af. Haley Adams hélt öðru sætinu. Tia kláraði á 12:47,98 mín. en Haley á 13.17.79 mín. Kari Pearce var örugg með þriðja sætið en það var mikil spenna í blálokin þegar Katrín Tanja kom til baka og kláraði á undan Brooke Wells. Mathew Fraser hefur unnið heimsmeistaratitilinn undanfarin fjögur ár og hann byrjaði úrslitin á sannfærandi sigri í fyrstu grein. Fraser kláraði fyrstu grein á þrettán mínútum og 07,02 sekúndum. Annar var landi hans Justin Medeiros sem endaði reyndar aðeins rúmum átta sekúndum eftir Fraser. Fraser gerði smá mistök í einni af síðustu lyftunum en sigur hans var þó aldrei í mikilli hættu. Samuel Kwant náði einnig að klára á innan við fjórtán mínútum, Kanadamaðurinn Jeffrey Adler varð fjórði. Noah Ohlsen varð síðan fimmti, rúmum tveimur og hálfri mínútu á eftir fjórða sætinu. Hann náði þó að klára og fékk því sín fimmtán stig en hann annars hefði hann ekki fengið neitt stig. Men s Event 1 - 2007 Reload 1. @MathewFras - 13:07.022. Justin Medeiros - 13:15.163. Samuel Kwant - 13:38.294. Jeffrey Adler - 14:03.425. @nohlsen -16:48.36 pic.twitter.com/Q71CNc6PHj— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2020 Stig eftir fyrstu grein í kvennaflokki: 1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu 100 stig 2. Haley Adams, Bandaríkjunum 75 stig 3. Kari Pearce, Bandaríkjunum 55 stig 4. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi 35 stig 5. Brooke Wells, Bandaríkjunum 15 stig Stig eftir fyrstu grein í karlaflokki: 1. Mathew Fraser, Bandaríkjunum 100 stig 2. Justin Medeiros, Bandaríkjunum 75 stig 3. Samuel Kwant, Bandaríkjunum 55 stig 4. Jeffrey Adler, Kanada 35 stig 5. Noah Ohlsen, Bandaríkjunum 15 stig CrossFit Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði ekki nógu vel í fyrstu grein á ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit. Hún átti hins vegar flottan endasprett og slapp við síðasta sætið. Tia-Clair Toomey og Mathew Fraser unnu sannfærandi sigur. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð fjórða í fyrstu grein í ofurúrslitum heimsleikanna eftir flottan endasprett þar sem hún komst fram úr vinkonu sinni Brooke Wells. Katrín Tanja fékk því 35 stig í stað 15 stiga sem Brooke Wells varð að sætta sig við. Katrín Tanja kláraði fyrstu greinina á 15.16;76 mínútum en Brooke Wells. kláraði 15:45,13 mínútum. Perfect your pace. pic.twitter.com/095WrxIO3r— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2020 Tia-Clair Toomey er búin að verða heimsmeistari undanfarin þrjú ár og hún vann sannfærandi sigur í fyrstu greininni. Fyrri hluti fyrstu greinarinnar voru 1500 metrar í róðrarvélinni. Hin nítján ára gamla Haley Adams byrjaði best og kláraði fyrst. Katrín Tanja var síðust til að byrja á seinni hlutanum og dróst ennþá meira aftur úr eftir það. Í seinni hlutanum þá tóku við fimm umferðir með tíu upplyftingum á stöng (muscle-ups) og sjö lóðalyftur frá öxl og upp fyrir haus (shoulder-to-overheads). Þyngdin var tæp 66 kíló hjá konunum. Tia-Clair Toomey var búinn að taka forystuna eftir fyrstu umferðina og stakk síðan algjörlega af. Haley Adams hélt öðru sætinu. Tia kláraði á 12:47,98 mín. en Haley á 13.17.79 mín. Kari Pearce var örugg með þriðja sætið en það var mikil spenna í blálokin þegar Katrín Tanja kom til baka og kláraði á undan Brooke Wells. Mathew Fraser hefur unnið heimsmeistaratitilinn undanfarin fjögur ár og hann byrjaði úrslitin á sannfærandi sigri í fyrstu grein. Fraser kláraði fyrstu grein á þrettán mínútum og 07,02 sekúndum. Annar var landi hans Justin Medeiros sem endaði reyndar aðeins rúmum átta sekúndum eftir Fraser. Fraser gerði smá mistök í einni af síðustu lyftunum en sigur hans var þó aldrei í mikilli hættu. Samuel Kwant náði einnig að klára á innan við fjórtán mínútum, Kanadamaðurinn Jeffrey Adler varð fjórði. Noah Ohlsen varð síðan fimmti, rúmum tveimur og hálfri mínútu á eftir fjórða sætinu. Hann náði þó að klára og fékk því sín fimmtán stig en hann annars hefði hann ekki fengið neitt stig. Men s Event 1 - 2007 Reload 1. @MathewFras - 13:07.022. Justin Medeiros - 13:15.163. Samuel Kwant - 13:38.294. Jeffrey Adler - 14:03.425. @nohlsen -16:48.36 pic.twitter.com/Q71CNc6PHj— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2020 Stig eftir fyrstu grein í kvennaflokki: 1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu 100 stig 2. Haley Adams, Bandaríkjunum 75 stig 3. Kari Pearce, Bandaríkjunum 55 stig 4. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi 35 stig 5. Brooke Wells, Bandaríkjunum 15 stig Stig eftir fyrstu grein í karlaflokki: 1. Mathew Fraser, Bandaríkjunum 100 stig 2. Justin Medeiros, Bandaríkjunum 75 stig 3. Samuel Kwant, Bandaríkjunum 55 stig 4. Jeffrey Adler, Kanada 35 stig 5. Noah Ohlsen, Bandaríkjunum 15 stig
Stig eftir fyrstu grein í kvennaflokki: 1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu 100 stig 2. Haley Adams, Bandaríkjunum 75 stig 3. Kari Pearce, Bandaríkjunum 55 stig 4. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi 35 stig 5. Brooke Wells, Bandaríkjunum 15 stig Stig eftir fyrstu grein í karlaflokki: 1. Mathew Fraser, Bandaríkjunum 100 stig 2. Justin Medeiros, Bandaríkjunum 75 stig 3. Samuel Kwant, Bandaríkjunum 55 stig 4. Jeffrey Adler, Kanada 35 stig 5. Noah Ohlsen, Bandaríkjunum 15 stig
CrossFit Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Sjá meira