Fordómar og COVID Eybjörg Hauksdóttir skrifar 23. október 2020 15:01 Í fyrstu bylgju COVID faraldursins varð um helmingur allra dauðsfalla í Evrópu inni á hjúkrunarheimilum og langlegustofnunum. Sá hópur eldri borgara sem þar býr, var skilinn eftir afskiptalaus og óvarinn af yfirvöldum. Ekki nóg með það heldur berast nú fregnir af því að í Svíþjóð hafi læknisþjónusta m.a.s. verið tekin af þessum hóp aldraðra með markvissum hætti og þeim meinaður aðgangur að spítalanum í samræmi við opinber fyrirmæli stjórnvalda í Stokkhólmi. Væntanlega hefur ætlunin verið að geyma plássið handa yngra fólki. Mikil umræða er um það innan öldrunarþjónustunnar að COVID faraldurinn hafi að mörgu leyti afhjúpað þá öldrunarfordóma sem eru til staðar í vestrænum samfélögum. Þeir fordómar eru einnig innan heilbrigðisþjónustunnar og gagnvart öldrunarþjónustu almennt. Hér á Íslandi virðast þessir fordómar birtast með öðrum hætti. Hérlendis komu upp sáralítið af smitum inni á öldrunarstofnunum í fyrstu bylgju faraldursins, m.a. vegna mikils dugnaðar og árverkni starfsfólks í öldrunarþjónustu. Starfsfólk, íbúar og aðstandendur lögðust á eitt til að verja þjónustuna. En hvað svo? Mikill kostnaður varð til vegna hólfaskiptingar á hjúkrunarheimilum, sóttkví starfsmanna, sóttvarna o.fl. en engar viðbótargreiðslur bárust til heimilanna. Þvert á móti fengu mörg hjúkrunarheimili lægri tekjur en í venjulegu árferði, þar sem nýting hjúkrunarrýma datt niður vegna COVID og ríkið sparaði sér greiðslur til hjúkrunarheimilanna. Ríkið greiddi sérstakar álagsgreiðslur til heilbrigðisstarfsfólks en bara á opinberum heilbrigðisstofnunum, ekki á hjúkrunarheimilum. Heimilin takast nú á við þriðju bylgju faraldursins löskuð og sum hver komin að þrotum fjárhagslega. Fjárlög ársins 2021 hafa nú verið lögð fram. Fjórða árið í röð er ,,aðhaldskrafa“ á rekstrarfé hjúkrunarheimilanna. Öll svið heilbrigðisþjónustunnar, nema öldrunarþjónusta og endurhæfing, hafa undanfarin ár fengið hluta af ,,góðærinu“. Fengið nauðsynlegt viðbótarfjármagn til að styrkja reksturinn, koma til móts við erfiðleika við mönnun, bæta þjónustuna o.frv. En ekki öldrunarþjónustan. Landssamband eldri borgara segir að öldrunarfordómar séu rótgrónir í samfélaginu okkar og þá sé víða að finna. Er þá kannski líka að finna í fjárlagafrumvörpum ? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í fyrstu bylgju COVID faraldursins varð um helmingur allra dauðsfalla í Evrópu inni á hjúkrunarheimilum og langlegustofnunum. Sá hópur eldri borgara sem þar býr, var skilinn eftir afskiptalaus og óvarinn af yfirvöldum. Ekki nóg með það heldur berast nú fregnir af því að í Svíþjóð hafi læknisþjónusta m.a.s. verið tekin af þessum hóp aldraðra með markvissum hætti og þeim meinaður aðgangur að spítalanum í samræmi við opinber fyrirmæli stjórnvalda í Stokkhólmi. Væntanlega hefur ætlunin verið að geyma plássið handa yngra fólki. Mikil umræða er um það innan öldrunarþjónustunnar að COVID faraldurinn hafi að mörgu leyti afhjúpað þá öldrunarfordóma sem eru til staðar í vestrænum samfélögum. Þeir fordómar eru einnig innan heilbrigðisþjónustunnar og gagnvart öldrunarþjónustu almennt. Hér á Íslandi virðast þessir fordómar birtast með öðrum hætti. Hérlendis komu upp sáralítið af smitum inni á öldrunarstofnunum í fyrstu bylgju faraldursins, m.a. vegna mikils dugnaðar og árverkni starfsfólks í öldrunarþjónustu. Starfsfólk, íbúar og aðstandendur lögðust á eitt til að verja þjónustuna. En hvað svo? Mikill kostnaður varð til vegna hólfaskiptingar á hjúkrunarheimilum, sóttkví starfsmanna, sóttvarna o.fl. en engar viðbótargreiðslur bárust til heimilanna. Þvert á móti fengu mörg hjúkrunarheimili lægri tekjur en í venjulegu árferði, þar sem nýting hjúkrunarrýma datt niður vegna COVID og ríkið sparaði sér greiðslur til hjúkrunarheimilanna. Ríkið greiddi sérstakar álagsgreiðslur til heilbrigðisstarfsfólks en bara á opinberum heilbrigðisstofnunum, ekki á hjúkrunarheimilum. Heimilin takast nú á við þriðju bylgju faraldursins löskuð og sum hver komin að þrotum fjárhagslega. Fjárlög ársins 2021 hafa nú verið lögð fram. Fjórða árið í röð er ,,aðhaldskrafa“ á rekstrarfé hjúkrunarheimilanna. Öll svið heilbrigðisþjónustunnar, nema öldrunarþjónusta og endurhæfing, hafa undanfarin ár fengið hluta af ,,góðærinu“. Fengið nauðsynlegt viðbótarfjármagn til að styrkja reksturinn, koma til móts við erfiðleika við mönnun, bæta þjónustuna o.frv. En ekki öldrunarþjónustan. Landssamband eldri borgara segir að öldrunarfordómar séu rótgrónir í samfélaginu okkar og þá sé víða að finna. Er þá kannski líka að finna í fjárlagafrumvörpum ? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun