Smitsjúkdómalæknir setur spurningarmerki við að hundruð barna fari í sóttkví ef eitt barn greinist Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2020 10:57 Bryndís Sigurðardóttir er smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Vísir Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, setur spurningarmerki við að mörg hundruð grunnskólabörn þurfi að fara í sóttkví þótt eitt barn í skólanum greinist með kórónuveiruna. Slíkt dæmi kom upp í gær þegar barn í Árbæjarskóla greindist með veiruna og tæplega 400 nemendur í 7. til 10. bekk voru settir í sóttkví. Þá eru 1. til 6. bekkur í skólanum í úrvinnslusóttkví. Að því er fram kom í frétt RÚV fóru allir árgangar unglingadeildar í sóttkví þar sem ekki var mögulegt að kortleggja nákvæmlega blöndun á milli hópa í matsal skólans. Bryndís ræddi ýmis mál tengd kórónvueirufaraldrinum í Bítinu á Bylgjunni í morgun, meðal annars það sem vitað er um smit hjá börnum. Benti hún meðal annars á að börn virðist smita minna sín á milli og að ekkert bendi til þess að þau börn sem smitast muni eiga við langtímavandamál að stríða vegna veirunnar, eins og hefur mikið til umræðu hjá fullorðnum. Bryndís sagði aldursdreifinguna í þessari bylgju faraldursins áhugaverða; upp til hópa væri ungt fólk að smitast, mikið af því á þrítugsaldri, og svo börn og unglingar. Samkvæmt tölfræðiupplýsingum á covid.is eru nú rúmlega 1.200 manns í einangrun með Covid-19. Af þeim er tæplega helmingur, eða um 580 manns, á aldrinum 0 til 29 ára. Á móti eru aðeins 146 manns eldri en 60 ára í einangrun. Fullorðinn kemur með smit inn í skólann Að sögn Bryndísar fær flest ungt fólk, börn og unglingar væg einkenni veirunnar. Þá sagði hún jafnframt erfitt að sýna fram á að barn hefði smitað fullorðinn. Það væri þó reyndar líka erfitt að alhæfa um slíkt. „Þessi smit sem hafa komið upp í skóla hafa verið nánast í öllum tilvikum verið að fullorðinn einstaklingur kemur með smit inn í skólann eða kennslustofu eða hópinn. Börn virðast smita minna á milli sín sem er mjög áhugavert og við getum ekki alveg útskýrt hvers vegna,“ sagði Bryndís. Þá benti hún einnig á að hér á landi sé mjög vel haldið utan um öll tilfelli smita, til dæmis þegar barn á grunnskólaaldri greinist. „Þú ert með einn smitaðan einstakling, barn eða fullorðinn í skóla, og setur í sóttkví og skimar 100 til 300 manns í kring og mjög fá smit eða mjög fá veikindi greinast þá er þetta skrásett og fylgst með og við erum með þessar upplýsingar.“ Í þessu samhengi vísaði hún síðan í fréttir gærkvöldsins af fyrrnefndu smiti í Árbæjarskóla. „Og manni finnst svolítið skrýtið að ef eitt barn greinist jákvætt er virkilega ástæða til að setja í sóttkví fjóra árganga í kringum þetta eina barn?“ sagði Bryndís. Ef til vill röng nálgun að leyfa ekki börnum að æfa íþróttir Eitt væri að börn virðast ekki smita mikið sín á milli. Hitt væri svo að fólk treysti sóttkví kannski minna. „Þetta gerir kannski að verkum að fólk treystir minna sóttkví ef foreldrar vita að sín börn hafa ekkert verið í tengslum við þetta barn. Ég skil náttúrulega mjög vel að það er verið að skoða stöðuna en ég held að maður verði að fara að forgangsraða svolítið betur með þetta þegar maður heyrir að næstum þúsund börn eða mörg hundruð börn í Reykjavík eru í sóttkví heima hjá fjölskyldum sínum einkennalaus,“ sagði Bryndís. Hún telur að undanfarna tvo mánuði hafa safnast upplýsingar sem geti hjálpað og sýni að langlíklegast smiti börn mjög lítið út frá sér. Aðspurð hvort hún teldi þá óþarfa að ganga svona langt í þessum efnum sagðist hún halda að allir væru að hugsa það sama en segðu það kannski ekki upphátt. „Við langflest sem þekkjum börn eða eigum börn erum tilbúin að leggja ansi mikið á okkur til þess að líf okkar barna og unglinga séu sem eðlilegust. Hugsanlega þarf aðeins að endurskoða eitthvað af þessu. Núna er ég að tala um grunnskólabörn. Það sem er á allra vörum undanfarna daga eru æfingar þeirra eða útivist og svo framvegis. Maður veit að grunnskólabörn eru flest, ef þau eru ekki í sóttkví þá eru þau í skóla, sem ég fagna og mér finnst vera eðlilegast í þessu ástandi sem við eigum við hérna á Íslandi sem er gott. En að leyfa þeim ekki að æfa sínar íþróttir, vitandi þó það að þau séu úti að leika sér á daginn, það er kannski, ég veit það ekki, röng nálgun,“ sagði Bryndís. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, setur spurningarmerki við að mörg hundruð grunnskólabörn þurfi að fara í sóttkví þótt eitt barn í skólanum greinist með kórónuveiruna. Slíkt dæmi kom upp í gær þegar barn í Árbæjarskóla greindist með veiruna og tæplega 400 nemendur í 7. til 10. bekk voru settir í sóttkví. Þá eru 1. til 6. bekkur í skólanum í úrvinnslusóttkví. Að því er fram kom í frétt RÚV fóru allir árgangar unglingadeildar í sóttkví þar sem ekki var mögulegt að kortleggja nákvæmlega blöndun á milli hópa í matsal skólans. Bryndís ræddi ýmis mál tengd kórónvueirufaraldrinum í Bítinu á Bylgjunni í morgun, meðal annars það sem vitað er um smit hjá börnum. Benti hún meðal annars á að börn virðist smita minna sín á milli og að ekkert bendi til þess að þau börn sem smitast muni eiga við langtímavandamál að stríða vegna veirunnar, eins og hefur mikið til umræðu hjá fullorðnum. Bryndís sagði aldursdreifinguna í þessari bylgju faraldursins áhugaverða; upp til hópa væri ungt fólk að smitast, mikið af því á þrítugsaldri, og svo börn og unglingar. Samkvæmt tölfræðiupplýsingum á covid.is eru nú rúmlega 1.200 manns í einangrun með Covid-19. Af þeim er tæplega helmingur, eða um 580 manns, á aldrinum 0 til 29 ára. Á móti eru aðeins 146 manns eldri en 60 ára í einangrun. Fullorðinn kemur með smit inn í skólann Að sögn Bryndísar fær flest ungt fólk, börn og unglingar væg einkenni veirunnar. Þá sagði hún jafnframt erfitt að sýna fram á að barn hefði smitað fullorðinn. Það væri þó reyndar líka erfitt að alhæfa um slíkt. „Þessi smit sem hafa komið upp í skóla hafa verið nánast í öllum tilvikum verið að fullorðinn einstaklingur kemur með smit inn í skólann eða kennslustofu eða hópinn. Börn virðast smita minna á milli sín sem er mjög áhugavert og við getum ekki alveg útskýrt hvers vegna,“ sagði Bryndís. Þá benti hún einnig á að hér á landi sé mjög vel haldið utan um öll tilfelli smita, til dæmis þegar barn á grunnskólaaldri greinist. „Þú ert með einn smitaðan einstakling, barn eða fullorðinn í skóla, og setur í sóttkví og skimar 100 til 300 manns í kring og mjög fá smit eða mjög fá veikindi greinast þá er þetta skrásett og fylgst með og við erum með þessar upplýsingar.“ Í þessu samhengi vísaði hún síðan í fréttir gærkvöldsins af fyrrnefndu smiti í Árbæjarskóla. „Og manni finnst svolítið skrýtið að ef eitt barn greinist jákvætt er virkilega ástæða til að setja í sóttkví fjóra árganga í kringum þetta eina barn?“ sagði Bryndís. Ef til vill röng nálgun að leyfa ekki börnum að æfa íþróttir Eitt væri að börn virðast ekki smita mikið sín á milli. Hitt væri svo að fólk treysti sóttkví kannski minna. „Þetta gerir kannski að verkum að fólk treystir minna sóttkví ef foreldrar vita að sín börn hafa ekkert verið í tengslum við þetta barn. Ég skil náttúrulega mjög vel að það er verið að skoða stöðuna en ég held að maður verði að fara að forgangsraða svolítið betur með þetta þegar maður heyrir að næstum þúsund börn eða mörg hundruð börn í Reykjavík eru í sóttkví heima hjá fjölskyldum sínum einkennalaus,“ sagði Bryndís. Hún telur að undanfarna tvo mánuði hafa safnast upplýsingar sem geti hjálpað og sýni að langlíklegast smiti börn mjög lítið út frá sér. Aðspurð hvort hún teldi þá óþarfa að ganga svona langt í þessum efnum sagðist hún halda að allir væru að hugsa það sama en segðu það kannski ekki upphátt. „Við langflest sem þekkjum börn eða eigum börn erum tilbúin að leggja ansi mikið á okkur til þess að líf okkar barna og unglinga séu sem eðlilegust. Hugsanlega þarf aðeins að endurskoða eitthvað af þessu. Núna er ég að tala um grunnskólabörn. Það sem er á allra vörum undanfarna daga eru æfingar þeirra eða útivist og svo framvegis. Maður veit að grunnskólabörn eru flest, ef þau eru ekki í sóttkví þá eru þau í skóla, sem ég fagna og mér finnst vera eðlilegast í þessu ástandi sem við eigum við hérna á Íslandi sem er gott. En að leyfa þeim ekki að æfa sínar íþróttir, vitandi þó það að þau séu úti að leika sér á daginn, það er kannski, ég veit það ekki, röng nálgun,“ sagði Bryndís. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira