Körfubolti

Fær meistarahring þrátt fyrir að hafa ekki spilað mínútu í úrslitakeppninni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Avery Bradley var í stóru hlutverki hjá Los Angeles Lakers áður en tímabilið var stöðvað vegna kórónuveirufaraldursins.
Avery Bradley var í stóru hlutverki hjá Los Angeles Lakers áður en tímabilið var stöðvað vegna kórónuveirufaraldursins. getty/Katelyn Mulcahy

Þrátt fyrir að hafa ekki tekið þátt í úrslitakeppni NBA-deildarinnar fær Avery Bradley, leikmaður Los Angeles Lakers, meistarahring.

Bradley var í stóru hlutverki hjá Lakers í vetur en fór ekki með liðinu til Orlando í Flórída þar sem lokaleikir tímabilsins og úrslitakeppnin fóru fram. Bradley vildi ekki gera neitt sem gæti stofnað heilsu fjölskyldu sinnar í hættu.

Lakers er ekki búið að gleyma framlagi Bradleys í vetur og hann fær hring eins og leikmenn NBA-meistara fá jafnan.

Bradley lék 49 leiki í vetur, þar af 44 í byrjunarliði. Í þeim skoraði hann 8,6 stig að meðtali og tók 2,3 fráköst. Þá var Bradley einn besti varnarmaður Lakers í vetur.

Þrátt fyrir að vera ekki á staðnum fylgdist Bradley grannt með gangi mála hjá Lakers-liðinu í Orlando og var í reglulega sambandi við samherja sína.

Bradley lék með Boston Celtics fyrstu sjö ár sín í NBA. Hann hefur einnig leikið með Detroit Pistons, Los Angeles Clippers og Memphis Grizzlies.

NBA

Tengdar fréttir

Brady sendi LeBron hamingjuóskir

Hamingjuóskum hefur rignt yfir lið Los Angeles Lakers eftir að þeir urðu NBA-meistarar í nótt og þá sérstaklega LeBron James.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×