LeBron sendi hælbítunum tóninn: „Ég vil mína helvítis virðingu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. október 2020 09:31 LeBron James fagnar með liðsfélögum sínum eftir að Los Angeles Lakers varð NBA-meistari í nótt. getty/Douglas P. DeFelice LeBron James kallaði eftir að fá þá virðingu sem hann ætti skilið eftir að Los Angeles Lakers varð NBA-meistari í nótt eftir sigur á Miami Heat, 106-93. Þetta var fjórði meistaratitill LeBrons með þriðja liðinu. Hann er eini leikmaðurinn í sögu NBA sem hefur verið valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins með þremur liðum. LeBron kom til Lakers 2018 og á fyrsta tímabili hans hjá félaginu komst það ekki í úrslitakeppnina. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Lakers er nú NBA-meistari í sautjánda sinn. „Þegar ég kom hingað sagði ég Jeanie [Buss] að ég ætlaði að koma félaginu aftur á þann stall sem það á að vera á. Að vera hluti af svona sögufrægu félagi er ótrúleg tilfinning, ekki bara fyrir mig heldur einnig fyrir liðsfélagana, þjálfarana og alla,“ sagði LeBron sem er ekki búinn að gleyma þeim sem efuðust um hann. „Við viljum bara fá þá virðingu sem við eigum skilið. Rob [Pelinka] vill virðingu, þjálfarinn Frank Vogel vill virðingu, félagið vill virðingu og ég vil mína helvítis virðingu.“ LeBron var með 28 stig, fjórtán fráköst og tíu stoðsendingar í leiknum í nótt. Í úrslitaeinvíginu skoraði hann 29,8 stig, tók 11,8 fráköst og gaf 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. NBA Tengdar fréttir Tileinkaði Kobe titilinn: „Veit að hann er stoltur af okkur“ Kobe Bryant var ofarlega í huga margra eftir að Los Angeles Lakers varð NBA-meistari í sautjánda sinn í nótt. 12. október 2020 08:31 Segir að LeBron sé besti leikmaður allra tíma Þjálfari Los Angeles Lakers hrósaði LeBron James í hástert eftir að liðið varð NBA-meistari í sautjánda sinn í nótt. 12. október 2020 07:30 LeBron James í þrennustuði þegar Lakers varð NBA-meistari í sautjánda sinn Los Angeles Lakers varð í nótt NBA-meistari í körfubolta eftir sannfærandi sigur í sjötta leiknum á móti Miami Heat í úrslitaeinvíginu um titilinn. Lakers endaði lengsta tímabil í sögu NBA með sínum fyrsta meistaratitli í tíu ár og þeim sautjánda í sögunni. 12. október 2020 02:25 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
LeBron James kallaði eftir að fá þá virðingu sem hann ætti skilið eftir að Los Angeles Lakers varð NBA-meistari í nótt eftir sigur á Miami Heat, 106-93. Þetta var fjórði meistaratitill LeBrons með þriðja liðinu. Hann er eini leikmaðurinn í sögu NBA sem hefur verið valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins með þremur liðum. LeBron kom til Lakers 2018 og á fyrsta tímabili hans hjá félaginu komst það ekki í úrslitakeppnina. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Lakers er nú NBA-meistari í sautjánda sinn. „Þegar ég kom hingað sagði ég Jeanie [Buss] að ég ætlaði að koma félaginu aftur á þann stall sem það á að vera á. Að vera hluti af svona sögufrægu félagi er ótrúleg tilfinning, ekki bara fyrir mig heldur einnig fyrir liðsfélagana, þjálfarana og alla,“ sagði LeBron sem er ekki búinn að gleyma þeim sem efuðust um hann. „Við viljum bara fá þá virðingu sem við eigum skilið. Rob [Pelinka] vill virðingu, þjálfarinn Frank Vogel vill virðingu, félagið vill virðingu og ég vil mína helvítis virðingu.“ LeBron var með 28 stig, fjórtán fráköst og tíu stoðsendingar í leiknum í nótt. Í úrslitaeinvíginu skoraði hann 29,8 stig, tók 11,8 fráköst og gaf 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik.
NBA Tengdar fréttir Tileinkaði Kobe titilinn: „Veit að hann er stoltur af okkur“ Kobe Bryant var ofarlega í huga margra eftir að Los Angeles Lakers varð NBA-meistari í sautjánda sinn í nótt. 12. október 2020 08:31 Segir að LeBron sé besti leikmaður allra tíma Þjálfari Los Angeles Lakers hrósaði LeBron James í hástert eftir að liðið varð NBA-meistari í sautjánda sinn í nótt. 12. október 2020 07:30 LeBron James í þrennustuði þegar Lakers varð NBA-meistari í sautjánda sinn Los Angeles Lakers varð í nótt NBA-meistari í körfubolta eftir sannfærandi sigur í sjötta leiknum á móti Miami Heat í úrslitaeinvíginu um titilinn. Lakers endaði lengsta tímabil í sögu NBA með sínum fyrsta meistaratitli í tíu ár og þeim sautjánda í sögunni. 12. október 2020 02:25 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Tileinkaði Kobe titilinn: „Veit að hann er stoltur af okkur“ Kobe Bryant var ofarlega í huga margra eftir að Los Angeles Lakers varð NBA-meistari í sautjánda sinn í nótt. 12. október 2020 08:31
Segir að LeBron sé besti leikmaður allra tíma Þjálfari Los Angeles Lakers hrósaði LeBron James í hástert eftir að liðið varð NBA-meistari í sautjánda sinn í nótt. 12. október 2020 07:30
LeBron James í þrennustuði þegar Lakers varð NBA-meistari í sautjánda sinn Los Angeles Lakers varð í nótt NBA-meistari í körfubolta eftir sannfærandi sigur í sjötta leiknum á móti Miami Heat í úrslitaeinvíginu um titilinn. Lakers endaði lengsta tímabil í sögu NBA með sínum fyrsta meistaratitli í tíu ár og þeim sautjánda í sögunni. 12. október 2020 02:25