Körfubolti

Brady sendi LeBron hamingjuóskir

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron og félagar voru eðlilega í banastuði í nótt.
LeBron og félagar voru eðlilega í banastuði í nótt. Douglas P. DeFelice/Getty Images

Hamingjuóskum hefur rignt yfir lið Los Angeles Lakers eftir að þeir urðu NBA-meistarar í nótt og þá sérstaklega LeBron James.

Þetta var fjórði meistaratitill LeBrons með þriðja liðinu. Hann er eini leikmaðurinn í sögu NBA sem hefur verið valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins með þremur liðum.

James var valinn besti leikmaður úrslitanna en þetta er í fjórða sinn sem hann fær þessi verðlaun og með þriðja liðinu sem er met.

Annar sigurvegari, Tom Brady, sendi „bróður“ sínum kveðju á Twitter í nótt og sagði hann að þetta væri magnað fyrir svona gamlan mann.

Þarna var Brady væntanlega að slá á létta strengi því Brady er 43 ára og enn að raka inn titlum en LeBron er á 36. aldursári.

NBA

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.