Spilaði varla hjá Lakers en var kominn úr að ofan áður en leikurinn kláraðist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2020 16:31 LeBron James faðmar liðsfélaga sína í leikslok og þarna má sjá J.R. Smith beran að ofan. AP/Mark J. Terrill J.R. Smith spilaði bara í örfáar mínútur í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í ár en var kominn úr að áður en leiktíminn rann út þegar NBA titilinn var í höfn hjá Lakers í nótt. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem skyrtuleysi J.R. Smith kemst í fréttirnar. Það er óhætt að segja að J.R. Smith hafi verið talsvert meira áberandi í fagnaðarlátum NBA-meistara Los Angeles Lakers en í leikjunum sjálfum. J.R. Smith kom til Los Angeles Lakers í júlí eða þegar venjulegt tímabil ætti að vera búið. Það var hins vegar nóg eftir af því að tímabilið frestaðist vegna kórónuveirunnar. J.R Smith teaching his teammates Posted by Basketball Forever on Sunnudagur, 11. október 2020 Í gær lauk NBA-tímabilinu með sigri Los Angeles liðsins og J.R. Smith og félagar eru því NBA-meistarar 2020. Hlutverk J.R. Smith í liðinu var hins vegar ekki mikið. Hann spilaði sem dæmi bara í níu mínútur samanlagt í úrslitaeinvíginu og kom ekkert við sögu í síðustu tveimur leikjunum. Eina karfan hans var þriggja stiga karfa í leik þrjú. J.R. Smith er samt NBA-meistari þökk sé góðum leik liðsfélaga sinna og hann var þarna að vinna sinn annan NBA titil með LeBron James. Þegar hann vann þann fyrri sumarið 2016 þá vöktu fagnaðarlæti hans mikla athygli enda leit út fyrir að hann hafi verið ber að ofan í heila viku. Meira að segja Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, bað Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers liðsins, að segja J.R. Smith að fara í bol. Game isn t even over yet and JR Smith is shirtless pic.twitter.com/AcTcq7u6Hj— Dime (@DimeUPROXX) October 12, 2020 Það þótti því mörgum fyndið að sjá J.R. Smith vera kominn úr að ofan um leið og leikurinn var flautaður af í gær og hann var orðinn NBA-meistari á ný. Það voru reyndar ennþá eftir fimmtán sekúndur af leiknum þegar J.R. Smith fór úr bolnum sínum. J.R. Smith stalst líka til að snerta Larry O’Brien bikarinn fyrstur allra en hann var ekki afhentur með hefðbundnum hætti vegna sóttvarna heldur þurftu leikmenn Lakers að sækja hann á borð. J.R. Smith stóðst ekki freistinguna og tók hann fyrstur. JR SMITH IS ALREADY SHIRTLESS #NBAFinals pic.twitter.com/Ad47wRz0us— ESPN (@espn) October 12, 2020 NBA Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
J.R. Smith spilaði bara í örfáar mínútur í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í ár en var kominn úr að áður en leiktíminn rann út þegar NBA titilinn var í höfn hjá Lakers í nótt. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem skyrtuleysi J.R. Smith kemst í fréttirnar. Það er óhætt að segja að J.R. Smith hafi verið talsvert meira áberandi í fagnaðarlátum NBA-meistara Los Angeles Lakers en í leikjunum sjálfum. J.R. Smith kom til Los Angeles Lakers í júlí eða þegar venjulegt tímabil ætti að vera búið. Það var hins vegar nóg eftir af því að tímabilið frestaðist vegna kórónuveirunnar. J.R Smith teaching his teammates Posted by Basketball Forever on Sunnudagur, 11. október 2020 Í gær lauk NBA-tímabilinu með sigri Los Angeles liðsins og J.R. Smith og félagar eru því NBA-meistarar 2020. Hlutverk J.R. Smith í liðinu var hins vegar ekki mikið. Hann spilaði sem dæmi bara í níu mínútur samanlagt í úrslitaeinvíginu og kom ekkert við sögu í síðustu tveimur leikjunum. Eina karfan hans var þriggja stiga karfa í leik þrjú. J.R. Smith er samt NBA-meistari þökk sé góðum leik liðsfélaga sinna og hann var þarna að vinna sinn annan NBA titil með LeBron James. Þegar hann vann þann fyrri sumarið 2016 þá vöktu fagnaðarlæti hans mikla athygli enda leit út fyrir að hann hafi verið ber að ofan í heila viku. Meira að segja Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, bað Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers liðsins, að segja J.R. Smith að fara í bol. Game isn t even over yet and JR Smith is shirtless pic.twitter.com/AcTcq7u6Hj— Dime (@DimeUPROXX) October 12, 2020 Það þótti því mörgum fyndið að sjá J.R. Smith vera kominn úr að ofan um leið og leikurinn var flautaður af í gær og hann var orðinn NBA-meistari á ný. Það voru reyndar ennþá eftir fimmtán sekúndur af leiknum þegar J.R. Smith fór úr bolnum sínum. J.R. Smith stalst líka til að snerta Larry O’Brien bikarinn fyrstur allra en hann var ekki afhentur með hefðbundnum hætti vegna sóttvarna heldur þurftu leikmenn Lakers að sækja hann á borð. J.R. Smith stóðst ekki freistinguna og tók hann fyrstur. JR SMITH IS ALREADY SHIRTLESS #NBAFinals pic.twitter.com/Ad47wRz0us— ESPN (@espn) October 12, 2020
NBA Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira