Tónlist

Eddie Van Halen látinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eddie Van Halen á sviði í september árið 2015.
Eddie Van Halen á sviði í september árið 2015. Getty Images/Daniel Knighton

Eddie Van Halen gítarleikari hljómsveitarinnar Van Halen er látinn eftir baráttu við krabbamein. Van Halen var 65 ára gamall.

Wolf van Halen, sonur tónlistarmannsins, greinir frá andlátinu á Twitter.

Van Halen fæddist í Hollandi en ólst upp í borginni Pasadena í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann stofnaði hljómsveitina Van Halen árið 1972 með eldri bróður sínum, trommuleikaranum Alex. Við bættust söngvarinn David Lee Roth og bassaleikarinn Michael Anthony.

Frægasta lag Van Halen var líklega slagarinn Jump sem kom út árið 1984 á plötu sem bar nafn þess árs, 1984.

Hljómsveitin Van Halen var tekin inn í Frægðarhöll rokksins árið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×