Leikurinn við Rúmeníu nógu mikilvægur samfélaginu? Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2020 15:36 Það er í höndum heilbrigðisráðherra að ákveða hvort að Ísland getur mætt Rúmeníu á fimmtudaginn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gátu lítið sagt um það hvort að landsleikur Íslands og Rúmeníu færi fram á fimmtudagskvöld, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þórólfur mun í dag senda tillögur til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu vegna kórónuveirufaraldursins. Hann mun mæla með því að öllu keppnisstarfi í íþróttum á höfuðborgarsvæðinu verði frestað um tvær vikur. Vísir spurði því hvort að landsleikur Íslands og Rúmeníu færi fram: „Það fer eftir því hvað kemur til með að standa í endanlegu reglugerðinni varðandi íþróttastarf,“ sagði Víðir. Nú þyrfti meðal annars að meta hversu samfélagslega mikilvægur landsleikurinn væri: „Það hafa verið veittar undanþágur í reglugerðunum hingað til vegna samfélagslega mikilvægra aðgerða. Það má örugglega deila um það hversu mikilvægur fótboltaleikur er. Okkur hefur verið gerð grein fyrir því af knattspyrnusambandinu að þarna sé leikur þar sem að milljarðar króna séu í húfi, þannig að það getur verið ansi samfélagslega mikilvægt mál. Það verður auðvitað skoðað í framhaldinu,“ sagði Víðir. UEFA greiðir hverju knattspyrnusambandi sem kemur liði á EM 9,25 milljónir evra, jafnvirði 1,5 milljarðs króna. Fyrir hvern sigur í riðlakeppni fæst 1,5 milljón evra og 750 þúsund evrur fyrir jafntefli, og með því að komast lengra á mótinu fæst sífellt hærri upphæð. Mest er hægt að fá samtals 34 milljónir evra með því að vinna EM, bara með vinningsfé frá UEFA. Ef leikurinn getur ekki farið fram á fimmtudag er hægt að fresta honum og UEFA hefur einnig þann möguleika að færa leikinn í annað land. Rúmenska landsliðið flaug af stað í dag til Íslands og lendir núna síðdegis í Keflavík, þar sem hópurinn fer í skimun fyrir veirunni. Einn úr starfsliði rúmenska liðsins greindist með smit í Rúmeníu í gær og var settur í einangrun. Enginn greindist með smit í íslenska hópnum sem mættur er til landsins, æfði í dag og er hér í vinnusóttkví líkt og rúmenski hópurinn verður. Vonir stóðu til að 900 stuðningsmenn gætu mætt á landsleikinn á fimmtudag en Þórólfur kvaðst á fundinum í dag mæla með 20 manna samkomutakmörkunum, eingöngu með undantekningum fyrir útfarir og skólastarf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Tengdar fréttir Smit greindist í starfsliði Rúmeníu Einn úr starfsliði rúmenska landsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í gær, eftir að rúmenski hópurinn kom saman í Búkarest. 6. október 2020 14:45 Óttast að Ísland svindli og setji Rúmena í einangrun Fulltrúi rúmenska knattspyrnusambandsins óttast að leikmenn Rúmeníu verði ranglega greindir með kórónuveirusmit við komuna til Íslands til að þeir missi af EM-umspilsleiknum. 6. október 2020 11:31 Betri völlur, fleiri skiptingar, VAR og hundruð áhorfenda Það hefur ýmislegt breyst frá því að Ísland átti að mæta Rúmeníu 26. mars. Hvaða reglur verða í gildi þegar liðin mætast loks á fimmtudag, hvaða leikmenn spila og hvernig verður veðrið? 6. október 2020 08:31 Mætti fresta Rúmeníuleiknum fram í júní Leik Íslands og Rúmeníu hefur tvívegis verið frestað og ef að upp koma frekari kórónuveiruvandamál gæti leiknum verið frestað fram á næsta sumar. 1. október 2020 08:01 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gátu lítið sagt um það hvort að landsleikur Íslands og Rúmeníu færi fram á fimmtudagskvöld, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þórólfur mun í dag senda tillögur til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu vegna kórónuveirufaraldursins. Hann mun mæla með því að öllu keppnisstarfi í íþróttum á höfuðborgarsvæðinu verði frestað um tvær vikur. Vísir spurði því hvort að landsleikur Íslands og Rúmeníu færi fram: „Það fer eftir því hvað kemur til með að standa í endanlegu reglugerðinni varðandi íþróttastarf,“ sagði Víðir. Nú þyrfti meðal annars að meta hversu samfélagslega mikilvægur landsleikurinn væri: „Það hafa verið veittar undanþágur í reglugerðunum hingað til vegna samfélagslega mikilvægra aðgerða. Það má örugglega deila um það hversu mikilvægur fótboltaleikur er. Okkur hefur verið gerð grein fyrir því af knattspyrnusambandinu að þarna sé leikur þar sem að milljarðar króna séu í húfi, þannig að það getur verið ansi samfélagslega mikilvægt mál. Það verður auðvitað skoðað í framhaldinu,“ sagði Víðir. UEFA greiðir hverju knattspyrnusambandi sem kemur liði á EM 9,25 milljónir evra, jafnvirði 1,5 milljarðs króna. Fyrir hvern sigur í riðlakeppni fæst 1,5 milljón evra og 750 þúsund evrur fyrir jafntefli, og með því að komast lengra á mótinu fæst sífellt hærri upphæð. Mest er hægt að fá samtals 34 milljónir evra með því að vinna EM, bara með vinningsfé frá UEFA. Ef leikurinn getur ekki farið fram á fimmtudag er hægt að fresta honum og UEFA hefur einnig þann möguleika að færa leikinn í annað land. Rúmenska landsliðið flaug af stað í dag til Íslands og lendir núna síðdegis í Keflavík, þar sem hópurinn fer í skimun fyrir veirunni. Einn úr starfsliði rúmenska liðsins greindist með smit í Rúmeníu í gær og var settur í einangrun. Enginn greindist með smit í íslenska hópnum sem mættur er til landsins, æfði í dag og er hér í vinnusóttkví líkt og rúmenski hópurinn verður. Vonir stóðu til að 900 stuðningsmenn gætu mætt á landsleikinn á fimmtudag en Þórólfur kvaðst á fundinum í dag mæla með 20 manna samkomutakmörkunum, eingöngu með undantekningum fyrir útfarir og skólastarf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Tengdar fréttir Smit greindist í starfsliði Rúmeníu Einn úr starfsliði rúmenska landsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í gær, eftir að rúmenski hópurinn kom saman í Búkarest. 6. október 2020 14:45 Óttast að Ísland svindli og setji Rúmena í einangrun Fulltrúi rúmenska knattspyrnusambandsins óttast að leikmenn Rúmeníu verði ranglega greindir með kórónuveirusmit við komuna til Íslands til að þeir missi af EM-umspilsleiknum. 6. október 2020 11:31 Betri völlur, fleiri skiptingar, VAR og hundruð áhorfenda Það hefur ýmislegt breyst frá því að Ísland átti að mæta Rúmeníu 26. mars. Hvaða reglur verða í gildi þegar liðin mætast loks á fimmtudag, hvaða leikmenn spila og hvernig verður veðrið? 6. október 2020 08:31 Mætti fresta Rúmeníuleiknum fram í júní Leik Íslands og Rúmeníu hefur tvívegis verið frestað og ef að upp koma frekari kórónuveiruvandamál gæti leiknum verið frestað fram á næsta sumar. 1. október 2020 08:01 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Sjá meira
Smit greindist í starfsliði Rúmeníu Einn úr starfsliði rúmenska landsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í gær, eftir að rúmenski hópurinn kom saman í Búkarest. 6. október 2020 14:45
Óttast að Ísland svindli og setji Rúmena í einangrun Fulltrúi rúmenska knattspyrnusambandsins óttast að leikmenn Rúmeníu verði ranglega greindir með kórónuveirusmit við komuna til Íslands til að þeir missi af EM-umspilsleiknum. 6. október 2020 11:31
Betri völlur, fleiri skiptingar, VAR og hundruð áhorfenda Það hefur ýmislegt breyst frá því að Ísland átti að mæta Rúmeníu 26. mars. Hvaða reglur verða í gildi þegar liðin mætast loks á fimmtudag, hvaða leikmenn spila og hvernig verður veðrið? 6. október 2020 08:31
Mætti fresta Rúmeníuleiknum fram í júní Leik Íslands og Rúmeníu hefur tvívegis verið frestað og ef að upp koma frekari kórónuveiruvandamál gæti leiknum verið frestað fram á næsta sumar. 1. október 2020 08:01