Innlent

60 daga fangelsi fyrir að hafa slegið á rass sjö ára drengja

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ítrekað áreitt tvo sjö ára drengi kynferðislega í ótilgreindri sundlaug á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa áreitt drengina tvo með því að hafa ítrekað slegið á rass þeirra og snert kynfærasvæði þeirra, allt utanklæða. Drengirnir voru sjö ára þegar brotin voru framin á síðasta ári.

Hinn ákærði mætti ekki í dómsal þegar málið var tekið fyrir af Héraðsdómi Reykjavíkur og var fjarvera hans jöfnuð til játningar á brotunum, utan þess að ekki þótti sannað að hann hafi snert kynfærasvæði annars drengsins. Myndir úr eftirlitsmyndavél hafi ekki sýnt það með afgerandi hætti.

Var maðurinn dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir brotin en refsingin fellur niður haldi hann almennt skilorð í tvö ár. Þá þarf hann að greiða öðrum drengnum 200 þúsund krónur, en hinum 300 þúsund krónur í miskabætur, auk allan sakarkostnað málsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.