Lífið

Handboltastúlka komin í heiminn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Karen og Þorgrímur á góðri stundu í sumar. 
Karen og Þorgrímur á góðri stundu í sumar.  Mynd/Instagram-síða Karenar.

Landsliðskonan Karen Knútsdóttir og Þorgrímur Smári Ólafsson eignuðust sitt fyrsta barn um helgina. Frá þessu greinir Þorgrímur á Instagram.

Þar segir hann:

„Gleðitárin streymdu niður kinnarnar þegar þess fallega unga dama lét loksins sjá sig 26. september kl. 04:56. Karen stóð sig með stakri prýði og var aðdáunarvert að sjá þennan kraft eftir tveggja daga fæðingu,“ segir stoltur faðir.

„Litla stelpan virðist vera í topp málum. Það verður yndislegt að takast á við nýtt hlutverk og sjá hana vaxa úr grasi. Pabbi mun elska þig um ókomna tíð.“

Karen Knútsdóttir er leikmaður Fram í Olís-deild kvenna og Þorgrímur er einnig leikmaður sama félags í Olís-deild karla.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.