Innlent

Viðbúnaður aukinn og aðgerðum frestað með skömmum fyrirvara

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Alls eru 177 starfsmenn Landspítala í sóttkví. 150 starfsmenn til viðbótar verða skimaðir í dag. 
Alls eru 177 starfsmenn Landspítala í sóttkví. 150 starfsmenn til viðbótar verða skimaðir í dag.  Vísir/Vilhelm

Viðbúnaður á smitsjúkdómadeild Landspítala hefur verið aukinn vegna fjölgunar innlagna og vaxandi þunga í eftirliti Covid-19 göngudeildar. Þá fara alls 150 starfsmenn spítalans í skimun fyrir veirunni í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Þar segir að fólk megi búast við að fyrirhuguðum aðgerðum verði frestað og að það gæti fengið símtal þess efnis með stuttum fyrirvara. Ástæðan er fyrst og fremst vegna einangrunar og sóttkvíar starfsfólks.

Þá segir að alls séu 464 sjúklingar íeftirliti á Covid-19 göngudeild, borið saman við 437 í gær. Samtals 177 starfsmenn spítalans eru komnir í sóttkví, en í gær voru þeir 184 talsins. Fjórir eru inniliggjandi á sjúkrahúsinu vegna Covid, og einn á gjörgæslu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×