Erlent

Höfnuðu því að afnema frjálsa för innan ESB

Kjartan Kjartansson skrifar
Andstæðingur tillögunnar um að útrýma frjálsri för fólks innan ESB bendir á áróðursplakat.
Andstæðingur tillögunnar um að útrýma frjálsri för fólks innan ESB bendir á áróðursplakat. Vísir/EPA

Afgerandi meirihluti þeirra sem tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu um að afnema frjáls för fólks innan Evrópusambandsins í Sviss hafnaði tillögunni. Endanleg úrslit verða kynnt síðar í dag en útgönguspár benda til þess að 63% hafi greitt atkvæði gegn tillögunni en 37% með henni.

Hægriflokkurinn SVP lagði fram tillöguna sem hefði bundið enda á frjálsa för fólks til og frá Evrópusambandinu. Stuðningsmenn tillögurnar sögðu að hún veitti Svisslendingum meiri stjórn á landamærum sínum og innflytjendamálum.

Andstæðingar vöruðu á móti við efnahagshruni og að hundruð þúsundir Svisslendinga yrðu sviptir réttindum til að ferðast og dvelja í Evrópu.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að svo virðist sem að tillaga um fæðingarorlof fyrir feður hafi verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Tillaga um að greiða fyrir veiðum á friðuðum dýrategundum eins og úlfum hafi aftur á móti verið felld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×