Innlent

Vilja halda samfélaginu eins og hægt er í fullri virkni

Birgir Olgeirsson skrifar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra Vísir/Vilhelm

Heilbrigðisráðherra segir vilja stjórnvalda að halda samfélaginu í fullri virkni eins og hægt er í gegnum kórónuveirufaraldurinn. Þetta segir ráðherra spurð hvort hún telji þörf á hertum aðgerðum vegna fjölda smita en 341 hafa greinst með veiruna síðustu 9 daga.

Sóttvarnalæknir hefur sagt að ekki sé tilefni til hertra aðgerða. Vegna meiri reynslu og umfangsmikillar smitrakningar sé ekki þörf á umfangsmiklum aðgerðum sem hafi afar neikvæða áhrif á samfélagið.

„Við sóttvarnalæknir tölum saman oft á dag,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, í samtali við fréttastofu.

„Og núna er það þannig að aukningin er línuleg, hún er ekki í veldisvexti. Þetta eru óþægilega mörg smit á hverjum degi þessa dagana. En það er samt þannig að það er vaxandi hlutfall sem er að greinast í sóttkví, það skiptir mestu máli,“ segir Svandís.

Hún bendir á að yfirvöld eigi fleiri ráð upp í erminni vöxtur veirunnar fer úr böndunum.

„Og þá myndi það snúast um að draga hámarksfjölda sem má koma saman niður, beita einhverjum lokunum og svo framvegis. En við viljum í lengstu lög hafa samfélagið í fullri virkni eins og hægt er.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.