Maður vopnaður hnífi réðst á fólk í París Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2020 11:08 Mikill viðbúnaður lögreglu og hers var í París vegna árásarinnar. AP/Thibault Camus Lögreglan í París handtók karlmann sem er talinn hafa sært tvo með hnífi alvarlega nærri fyrri skrifstofu skopdagblaðsins Charlie Hebdo í dag. Tilefni árásanna liggur ekki fyrir og ekki er vitað hvort það tengist blaðinu en þær eru nú rannsakaðar sem hryðjuverk. Upphaflega var talið að tveir árásarmenn hefðu verið á ferðinni en lögregla segir nú að maðurinn hafi verið einn á ferð. Hann var handtekinn nærri Bastillutorginu í austanverðri París, að sögn AP-fréttastofunnar. Í fyrstu sagði lögregla að fjórir væru særðir en nú segir hún aðeins staðfest að tveir hafi særst. Lögreglan skýrði ekki í hverju misræmið frá fyrri yfirlýsingum fælist. Þeir særðu eru starfsmenn heimilidarmyndaframleiðslufyrirtækis. Vitni segir AP að það hafi séð mann á fertugs- eða fimmtugsaldri með öxi sem gekk blóði drifinn á eftir öðru fórnarlambinu. Svæði í kringum fyrri skrifstofur dagblaðsins var girt af með lögregluborða eftir árásirnar vegna tilkynningar um grunsamlegan pakka í nágrenninu. Reuters-fréttastofan segir að eggvopn hafi fundist á vettvangi. Heimildirmenn hennar innan lögreglunnar lýsi því ýmist sem sveðju eða kjötöxi. Tólf manns féllu þegar íslamskir öfgamenn réðust á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo árið 2015. Blaðið hafði birt skopmyndir af Múhameð spámanni sem reittu öfgamennina til reiði. Blaðið flutti skrifstofur sínar eftir árásina. New York Times segir að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafi nýlega hótað Charlie Hebdo eftir að blaðið ákvaða að birta aftur skopmyndir af spámanninum þegar réttarhöld yfir mönnum sem eru sakaðir um að hafa aðstoðað árásarmennina hófust. Réttarhöldin yfir fjórtán sakborningum standa nú yfir annars staðar í borginni. Ekkjur hryðjuverkamannanna eiga að gefa skýrslu fyrir dómnum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Frakkland Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Lögreglan í París handtók karlmann sem er talinn hafa sært tvo með hnífi alvarlega nærri fyrri skrifstofu skopdagblaðsins Charlie Hebdo í dag. Tilefni árásanna liggur ekki fyrir og ekki er vitað hvort það tengist blaðinu en þær eru nú rannsakaðar sem hryðjuverk. Upphaflega var talið að tveir árásarmenn hefðu verið á ferðinni en lögregla segir nú að maðurinn hafi verið einn á ferð. Hann var handtekinn nærri Bastillutorginu í austanverðri París, að sögn AP-fréttastofunnar. Í fyrstu sagði lögregla að fjórir væru særðir en nú segir hún aðeins staðfest að tveir hafi særst. Lögreglan skýrði ekki í hverju misræmið frá fyrri yfirlýsingum fælist. Þeir særðu eru starfsmenn heimilidarmyndaframleiðslufyrirtækis. Vitni segir AP að það hafi séð mann á fertugs- eða fimmtugsaldri með öxi sem gekk blóði drifinn á eftir öðru fórnarlambinu. Svæði í kringum fyrri skrifstofur dagblaðsins var girt af með lögregluborða eftir árásirnar vegna tilkynningar um grunsamlegan pakka í nágrenninu. Reuters-fréttastofan segir að eggvopn hafi fundist á vettvangi. Heimildirmenn hennar innan lögreglunnar lýsi því ýmist sem sveðju eða kjötöxi. Tólf manns féllu þegar íslamskir öfgamenn réðust á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo árið 2015. Blaðið hafði birt skopmyndir af Múhameð spámanni sem reittu öfgamennina til reiði. Blaðið flutti skrifstofur sínar eftir árásina. New York Times segir að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafi nýlega hótað Charlie Hebdo eftir að blaðið ákvaða að birta aftur skopmyndir af spámanninum þegar réttarhöld yfir mönnum sem eru sakaðir um að hafa aðstoðað árásarmennina hófust. Réttarhöldin yfir fjórtán sakborningum standa nú yfir annars staðar í borginni. Ekkjur hryðjuverkamannanna eiga að gefa skýrslu fyrir dómnum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Frakkland Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira