Innlent

Svona var 117. fundurinn vegna kórónuveirunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórólfur og Víðir verða á sínum stað en Víðir hefur lokið við sóttkví.
Þórólfur og Víðir verða á sínum stað en Víðir hefur lokið við sóttkví. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 14 í dag. Fundurinn fer fram í Katrínartúni 2.

Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi.

Bein útsending verður hér á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og svo textalýsing að neðan fyrir þá sem eiga þess ekki kost að hlusta.

33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Alls voru nítján þeirra sem greindust ekki í sóttkví. Alls hafa 296 greinst innanlands síðustu níu sólarhringa. Einn er á sjúkrahúsi vegna Covid-19, en í gær voru þeir tveir.

352 manns eru nú í einangrun, samanborið við 324 í gær. Þá fjölgar þeim sem eru í sóttkví, eru 2.486 í dag en voru 2.410 í gær.

Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku og textalýsinguna má sjá að neðan.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.