Sport

Rooney hraunar yfir ríkisstjórnina og forystumenn fótboltans: Farið með fótboltamenn eins og tilraunadýr

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rooney er spilandi aðstoðarþjálfari hjá Derby County.
vísir/getty

Wayne Rooney, leikmaður Derby, er ekki sáttur hvernig forystufólk Englands hefur tekið á kórónuveirunni og knattspyrnunni.

Rooney er allt annað en sáttur og segir að knattspyrnumenn hafi verið haldið á hliðarlínunni. Deildinni hafi verið frestað alltof seint og segir hann að hann hefði ekki getað fyrirgefið þeim það ef einhver fjölskyldumeðlimur hans hefði veikst alvarlega.

„Afhverju biðu þeir þangað til föstudagsins? Afhverju þurfti Mikel Arteta að veikjast svo þeir gerðu það rétta í stöðunni? Fyrir leikmenn, starfsmenn og fjölskyldur hefur þetta verið áhyggjufull vika,“ sagði Rooney.

„Það var skortur á ákvörðunartöku hjá ríkisstjórninni og hjá enska knattspyrnusambandinu sem og úrvalsdeildinni. Eftir neyðarfundinn var rétta ákvörðunin tekin, fyrir það var farið með knattspyrnumenn á Englandi eins og tilraunadýr.“

„Ég veit nákvæmlega hvernig mér líður. Ef einhver fjölskyldumeðlimur hefði smitast af mér og orðið alvarlega veikur, þegar það er ekki örugt að spila, þá hugsa ég að ég myndi ekki spila aftur. Ég hefði ekki fyrirgefið yfirvöldum það,“ sagði reiður Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×